Skráningarfærsla handrits

KBAdd 3 4to

Grammatica Islandica, 1700-1799

Tungumál textans
latína (aðal); íslenska

Innihald

(1r-82v)
Grammatica Islandica
Titill í handriti

Grammatica Islandica

Vensl

Sama og KBAdd 2 4to.

Upphaf

Literæ Islandicæ vulgo numerantur ...

Niðurlag

... Figura - Simplex ut nú. composita, núnú.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
vii + 82 + iii blöð (196 mm x 158 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalega blaðsíðumerking 1-162. Ruglingur í blaðsíðumerkingu: bl. 75bis = 76, bl. 76 = 77, bl. 127bis = 129, 122bis = 130.
Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 mm x 115-125 mm.
  • Línufjöldi er ca 23-29.
  • Leturflötur er afmarkaður með þurroddi.
  • Griporð.
Ástand
  • Blöð hafa gulnað.
  • Blek hefur smitast í gegn.
  • Blekblettur á ytri jaðri bls. 35-86.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, ein hönd, snarhönd.

Skreytingar

Frábrugðið letur í fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nokkrar spássíugreinar.
Band

Band (200 mm x 166 mm x 20 mm). Pappaspjöld klædd pappír með bláleitum marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Saurblöð tilheyra bandi. Safnmarksmiði á kili og á fremra spjaldi.

Fylgigögn

Fastur seðill (46 mm x 154 mm) (á milli bls. 163 og fyrsta aftasta saurblaðs) er athugasemd með hendi H.W.F Abrahamson.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 18. aldar í Katalog 1900 bls. 432.

Ferill
  • Framarlega í handriti stendur: Foræret til D. Smith október 1812 og af ham til Universitetsbibliotheket i ágúst 1815.
  • Á bl. 82v (bls. 164) stendur: Grammatica hæc Islandica Conscripta est a Duo. Iohanne Magnæo et a Iona Olavio, studioso antiqvitatum correcta et aucta, qvod videri potest ex lineolis in qvibusdam paginis occurentibus.
  • Á fasta seðlinum upplýsir Abrahamson að handritið, hafi verið selt á uppboði "Bryggers Ursins", og sé minna fullbúið en KBAdd 2 4to, en hefur þó eitt og annað sem vantar þar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Tina Johannesen og Morten Grønbech gerðu við í desember 1995 til febrúar 1996. Handritið er í gömlu bandi, en skipt hefur verið um saurblöð. Handritið er ekki í öskju. Lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn