Manuscript Detail

PDF
PDF

JS 43 4to

Ævisögur ; Ísland, 1660-1680

Full Title

Ein ágæt nytsöm, fróðleg, lystileg, skemmtirík og artug bók. Innihaldandi margra upparlegra ágætra og mikilsháttar manna sem og annarra ótiginna ævisögur, uppruna, atgjörvi, vöxt, vænleik, afreksverk og framfarir með því fleira þar að hnígur, ásamt þeirra afrif og endalykt. Og margt annað skemmtilegt, hvora registur sjá má á eftirfilgjandi blaðíðu. Þeim til gamans, skemtunar og eftirlætis er slikt heldur girnast að lesa eður heyra, sér til dægrastyttingar. Samantekin af virðuglegum höfðingsmanni Magnúsi Jónssyni að Vigur. (1r)

Language of Text
Icelandic (primary); Latin

Contents

1 (2r-6r)
Kristófer Columbus
Rubric

Þáttur af Columbo um hans landa uppleitun og ókunnar siglingar

Text Class
2 (6r-9r)
Americi Vesputii
Rubric

Americi Vesputii þáttur um hans siglingar og landa uppleitun

Text Class
3 (10r-17v)
Salomons saga og Markólfs
Rubric

Markólfs lífssaga og samtal þeirra Salómons konungs ins vísa

Text Class
4 (18r-53v)
Ævintýri
Rubric

Nokkur ævintýr gömul

Note

Númerin 1-43 eru á spássíum

Text Class
5 (54r-57v)
Ein frásögn
Rubric

Hér hefst upp ein frásögn er menn hafa til gamans

Text Class
6 (58r-70v)
Margrétar saga
Rubric

Sagan af hinni heilögu Margrétu

Text Class
7 (71r-74r)
Lykla-Péturs saga og Magelónu fögru
Rubric

Ein skemmtilig historia af fögru Magelona, sem var ein kungsdóttir af Neaples, og einum riddara hvör að hét Pétur, son eins greifa af Provincia útlögð af frantsisku á þýsku af meistara Vitus Varbeck og nú nýlega í dönsku snúin lystileg á að heyra og í að lesa og nú íslenskuð

Colophon

Útgefið í Kaupenhafn þann 28. d. martii, anno 1883, y. g. f. velviljugur þénari Laurents Benedicht (74r)

Text Class
8 (76r-122v)
Compendium Cosmographicum
Rubric

Sá sjöundi himinn er sá sem Satúrnus hefur sitt hlaup inni frá niðurgöngu til uppgöngu

Colophon

Þetta er svo stuttlega skrifað um jörðina með sínum kóngaríkjum og löndum og endast hér með annar partur þessa bæklings. Anno 1660. Anno 1660, skrifað og endað í Skálavík við Mjóafjörð anno 1660 þann þrítugasta og fyrsta martii mánaðar. Þórður Jónsson m.e. (122v)

Note

Upphaf vantar

Text Class
9 (123r-152v)
Um Tyrkjaríið
Rubric

Um Tyrkjaríið eður Tyrkjanna trúarbrögð, lögmál og ýmislegar undarligar og sérligar leremoníur, kirkjusiði og annað fleira þess háttar

Colophon

Útlagt úr dönsku eftir geographisku skrifi Hans Hanssonar Skonning (152v)

Text Class
10 (152v-154v)
Stríðsmaður og hjón
Rubric

Historía um einn stríðamann og hjón og hvörsu djöfullinn kom í spilið með þeim

Text Class
11 (156r-159r)
Ölkofra þáttur
Rubric

hefði þeir við ást, að þeim væri ekki í vilnað

Note

Upphaf vantar

12 (159v-163v)
Hróa þáttur heimska
Rubric

Sagan af Slysa-Hróa

Text Class
13 (164r-176r)
Hálfs saga og Hálfsrekka
Rubric

Saga af Hálfi kóngi og hans rekkum

14 (176v-186v)
Rauðúlfs þáttur
Rubric

Þáttur af Rauðúlfi og sonum hans [óheill]

Text Class
15 (187r-188v)
Sturlu þáttur
Rubric

settist fram á þiljur

Note

Upphaf vantar

16 (189r-192v)
Jómsvíkinga drápa
Rubric

Aungan kveð ek at óði

Note

Óheil

Text Class
17 (193r-199r)
Rúnir
Rubric

Þrídeilur rúna

Note

Um nöfn, lögun og túlkun rúna

Text Class

Physical Description

Support

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki (á víð og dreif í handritinu).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð // Ekkert mótmerki (á víð og dreif í handritinu).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Tvíhöfða örn // Ekkert mótmerki (á víð og dreif í handritinu).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Fangamarg UV? // Ekkert mótmerki (á blöðum 43 og 48).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Hringur með hjarta innan í // Ekkert mótmerki (57).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Fangamarg COO? // Ekkert mótmerki (á blöðum 182 og 184).

No. of leaves
ii + 199 + i blöð (192 mm x 158 mm) Auð blöð: 9v, 75, 154, 179
Foliation
Blað 129 er ómerkt og blað 130 er ranglega merkt 129. Af þeim sökum eru blöð 130-190 ranglega merkt 129-198.
Condition

Vantar í handrit milli blaða 178-180

Script
Ýmsar hendur; skrifarar:

Magnús Ketilsson: Titlblað, bl. 2r-9r; 71r-74r; 122r-151v

Decoration

Upphafsstafir stórir og ögn skreyttir

Additions

Auð innskotsblöð 75, 154, 179

Blað 1r titilsíða, örlítið krot á blaði 1v

Krot á blaði 74v

Krot á blaði 198v

Binding

Skinnband með tréspjöldum og upphleyptum kili

Accompanying Material

Með handriti liggja tveir lausir seðlar, hugsanlega pöntunarseðlar

History

Origin
Ísland 1660-[1680?]
Provenance

Eigandi handrits: Arnfríður Þorláksdóttir á Hreggstöðum á Barðaströnd (70v), (162v)

Additional

Record History
Jón Kristinn Einarsson jók við skráningu í April 2019 ; Örn Hrafnkelsson lagaði skráningu, August 10, 2009 ; Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, July 24, 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet December 18, 1998
Custodial History

Athugað 1998

gömul viðgerð

Metadata