Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 k fol.

Hávarðar saga Ísfirðings ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-13r)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Saga af Hávarði hinum halta og syni hans Ólafi Bjarnil, Ísfirðingum.

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… bregður við skjótt og færir bústað sinn upp í þennan Þórhallsdal og endar hér söguna.

Athugasemd

  • Texti efstu línu á blaði 7 er lítillega skertur vegna afskurðar blaðs.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmrki 1: Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir (1, 3, 5-7) // Mótmerki: Flagg, Rondel, (2 4, 8-9).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir (11) // Mótmerki: Flagg AD (10, 12).
  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni sem heldur á sverði, kóróna efst // Ekkert mótmerki (13).
Blaðfjöldi
i + 13 + i blað (312 mm x 195 mm). Blað 13v er autt.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking, 1-13.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - viðbót 3 (eitt tvinn + 3 blöð)
  • II: bl. 1-4 (2 tvinn: 1+4, 2+3)
  • III: bl. 5-10 (2 blöð + 2 tvinn: 5, 6, 7+10, 8+9)
  • IV: bl. 11-13 (eitt tvinn + eitt blað: 11+12, 13)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 280-290 mm x 160-170 mm.
  • Línufjöldi á blaði er ca 40-46.
  • Griporð eru víðast hvar. Undantekningar eru blöð 8r-10r.
  • Merki um vísur í texta (W, V) eru á spássíum blaða 2r og 12r.
  • Kaflaskipting (12 kaflar). Kaflanúmer eru yfirleitt ekki sér um línu, eins og sjá má t.d. á blöðum 1v og 4v.

Ástand

  • Rifur eru í blöðum 1, 5 og 6.
  • Texti er lítillega skertur vegna afskurðar á blaði 7 og af spássíugreinum hefur skorist, t.d. á blöðum 4v-5v.
  • Blöð eru sums staðar blettótt og skítug (sbr. t.d. blöð 7r-8v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari blaða 1r-7r er óþekktur. Fljótaskrift.

Skreytingar

Á bl. 1r er fyrsti upphafsstafur um 4-5 línur og er blekdreginn skrautstafur. Aðrir upphafstafir eru aðeins 1-2 línum hærri en textinn.

Fyrsta fyrirsögnin er skrifuð í kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blað 13 er innskotsblað; texti er á rektósíðu. Frá tíma Árna Magnússonar: Einn af skrifurum hans afritaði endir textans á blaðið.
  • Athugasemdir eða lesbrigði eru á stöku stað (sums staðar skert vegna afskurðar blaða); sjá t.d. 4v, 5v og 6v.

Band

Band (318 mm x 221 mm x 9 mm) er frá 1977. Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.

Eldra band er pappaband (320 mm x 205 mm x 3 mm) frá 1772-1780. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Þrír fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli saurblaðs og blaðs 1r.

  • 1) Seðill (50 mm x 140 mm): Hávarðs saga Ísfirðings
  • 2) Seðill (70 mm x 117 mm): Úr bók er ég fékk af Jónasi Daðasyni.
  • 3) Seðill (97 mm x 93 mm) Úr bók þeirri er ég fékk af Jónasi Daðasyni.
Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 130.

Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 129 fol., AM 163 i fol., AM 164 c fol. og AM 5 fol.. Jakob Benediktsson (1958, xviii-xix) hélt því fram að AM 108 fol. hafi verið í sömu bók og AM 129 fol., AM 163 k fol. og AM 164 c fol. en Beeke Stegmann telur líklegara að blöðin sem nú eru í AM 108 fol. hafi verið í öðru handriti sem Árni Magnússon fékk frá Jónasi Daðasyni Gam.

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina sem blöðin voru tekin úr frá Jóni Daðasyni (sbr. seðla).

Árið 1730 var handritið hluti af No. 163 in fol. (sbr. AM 456 fol., 4v-5r og AM 477 fol., 7v-8r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 13. febrúar 2024.
  • EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.
  • ÞÓS skráði 23. júní 2020. VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 22. desember 2008,
  • DKÞ grunnskráði 4. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  21. desember 1885 Katalog I> bls. 130 (nr. 213).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Skarðsárbók: Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, Rit Handritastofnunar Íslands
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: I
Lýsigögn
×

Lýsigögn