„Saga af Hávarði hinum halta og syni hans Ólafi Bjarnil, Ísfirðingum. “
„Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …“
„… bregður við skjótt og færir bústað sinn upp í þennan Þórhallsdal og endar hér söguna.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 1 , 3 , 5-7 ) // Mótmerki: Flagg, Rondel ( 2 , 4 , 8-9 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 11 ) // Mótmerki: Flagg AD ( 10 , 12 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni sem heldur á sverði, kóróna efst // Ekkert mótmerki ( 13 ).
5 kver:
Band (318 mm x 221 mm x 9 mm) er frá 1977.
Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.
Pappaband (320 mm x 205 mm x 3 mm) frá 1772-1780.
Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili .
Þrír fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli saurblaðs og blaðs 1r.
Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 130. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 5 fol., AM 108 fol., AM 113 d fol., AM 129 fol., AM 164 c fol. og líklega AM 163 i fol..
Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá Jóni Daðasyni (sbr. seðla).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. maí 1977.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.
Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.