Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 k fol.

Hávarðar saga Ísfirðings ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-13r)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Saga af Hávarði hinum halta og syni hans Ólafi Bjarnil, Ísfirðingum.

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… bregður við skjótt og færir bústað sinn upp í þennan Þórhallsdal og endar hér söguna.

Athugasemd

 • Texti efstu línu á blaði 7 er lítillega skertur vegna afskurðar blaðs.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 1 , 3 , 5-7 ) // Mótmerki: Flagg, Rondel ( 2 , 4 , 8-9 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 11 ) // Mótmerki: Flagg AD ( 10 , 12 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni sem heldur á sverði, kóróna efst // Ekkert mótmerki ( 13 ).

Blaðfjöldi
i + 13 + i blöð (312 mm x 195 mm). Blað 13v er autt.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking 1-13.

Kveraskipan

Þrjú kver.

 • Kver I: blöð 1r-4v, 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5r-10v, 2 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver III: blöð 11r-13v, 1 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 280-290 mm x 160-170 mm.
 • Línufjöldi á blaði er ca 40-46.
 • Griporð eru víðast hvar. Undantekningar eru blöð 8r-10r.
 • Merki um vísur í texta (W, V) eru á spássíum blaða 2r og 12r.
 • Kaflaskipting (12 kaflar). Kaflanúmer eru yfirleitt ekki sér um línu, eins og sjá má t.d. á blöðum 1v og 4v.

Ástand

 • Rifur eru í blöðum 1, 5 og 6.
 • Texti er lítillega skertur vegna afskurðar á blaði 7 og af spássíugreinum hefur skorist, t.d. á blöðum 4v-5v.
 • Blöð eru sums staðar blettótt og skítug (sbr. t.d. blöð 7r-8v).

Skrifarar og skrift

 • Skrifari blaða 1r-7r er óþekktur. Fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Blað 13 er innskotsblað; texti er á rektósíðu.
 • Athugasemdir eða lesbrigði eru á stöku stað (sums staðar skert vegna afskurðar blaða); sjá t.d. 4v, 5v og 6v.

Band

Band (318 mm x 221 mm x 9 mm) er frá 1977.

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök.

Pappaband (320 mm x 205 mm x 3 mm) frá 1772-1780.

Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili .

Fylgigögn

Þrír fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli saurblaðs og blaðs 1r.

 • 1) Seðill (50 mm x 140 mm): Hávarðs saga Ísfirðings
 • 2) Seðill (70 mm x 117 mm): Úr bók er ég fékk af Jónasi Daðasyni.
 • 3) Seðill (97 mm x 93 mm) Úr bók þeirri er ég fékk af Jónasi Daðasyni.
Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 130. Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 5 fol., AM 108 fol., AM 113 d fol., AM 129 fol., AM 164 c fol. og líklega AM 163 i fol..

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá Jóni Daðasyni (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞÓS skráði 23. júní 2020. VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 22. desember 2008,
 • DKÞ grunnskráði 4. október 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  21. desember 1885 Katalog I> bls. 130 (nr. 213).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 163 k fol.
 • Efnisorð
 • Íslendingasögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn