Skráningarfærsla handrits

Þjóðskjalasafn XVII K 27/1,1a; Alþingi 000-004a

Graduale eða Antiphonarium

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Graduale eða Antiphonarium
Athugasemd

Mögulega Salve regina

Brot

Latínubrotið er í brotinu neðst á blaðinu og er notað til þess að styrkja kant blaðsins, en þvengurinn hefur að mestu rifnað af og innsiglið með. Latínubrotinu hefur verið snúið um 90° svo hæðarjaðarinn er samsíða breidd pappírsbréfsins. Ræman er sjálf brotin í tvennt, svo einungis litlir fletir eru sýnilegir.

1.1 (1r)
Athugasemd

Latínubrot í uppábroti

1.2 (1v)
2.1 (1r)
Íslenskt fornbréf
Niðurlag

Skrifað var á Hallgrímsstöðum í Fnjóskadal þann 2. dag Januarii anno 1609.

Athugasemd

Bl. 1r er merkt „89“ með smárri tölu skrifaðri með blýanti.

Efnisorð
2.2 (1v)
Athugasemd

Á bl. 1v stendur „Vitnisburður Jóns Jónssonar“ „lit:6“.

Lýsing á handriti

Blaðefni
                                    

Skinn.

Íslenska fornbréfið er pappír.

                                
Blaðfjöldi
2 brot . Latínubrotið er 155 mm x 36 mm. Fornbréfið er 169 mm x 165 mm.
Umbrot
                    

Eindálka. 7 línur.

                  

Leturflötur er 40 mm x 120 mm.                                     

                                                                    
Ástand
Latínubrot er mikið skert og erfitt að sjá það þar sem brett hefur verið upp á bréfið og því lokað með þveng. Nær ógjörningur að sjá innra brotið. Skinnið sjálft er þó í góðu ásigkomulagi og blek er dökkt og skýrt. Bréfið sjálft er einnig í góðu ásigkomulagi.
Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

Skreytingar

Rautt dregið í upphafsstafi.

Rauðir nótnastrengir.

Nótur
Nótur fyrir ofan hverja línu.
Innsigli

Innsiglisþvengurinn að mestu rifinn af og innsiglið með.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 1609.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
                                    

SHH skráði 6. ágúst 2021.

                                                                    
Lýsigögn
×

Lýsigögn