„Hér hefur sögu af Þorgils Örrabeinsfóstra og Flóamönnum.“
„Haraldur gullskeggur réð fyrir Sogni ...“
„... föður Guðlaugar, móður Jöru[n]dar biskups.“
„(Byrjað að skrifa 28. janúar 1815; endað 10. febrúar 1815.) (16v)“
... og lýkur hér sögu Þorgils Örrabeinsfóstra og annarra Flóamanna.
„Sagan af Jóni Svipdagssyni sem kallaðist Þjalar-Jón og Eiríki Vilhjálmssyni er nefnist forvitni.“
„Kóngur hefur Vilhjálmur heitað er ráðið hefur fyrir Vallandi ...“
„... svíkjandi aldrei vináttu meðan lifðu.“
„Enduð að Skálakoti [0] 3. desember 1816 af SEinarss (36r).“
Og endar hér af að segja Jóni Svipdagssyni og Eiríki Vilhjálmssyni hinum forvitna.
„Hér byrjar sögu Fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Bessasonar.“
„Guð drottinn Jesús Christus sá til þess ...“
„... Nú lýkur svo ævi Þormóðs með þessum atburðum sem nú voru sagðir.“
„Þessi saga er útdregin sem nákvæmlegast orðið hefur úr sö[g]u Ólafs kóngs Haraldssonar hins helga af SEinarssyni á Skálakoti og enduð þann 21. mars 1827. Er hér sögunnar endi, laus af minni hendi, Guð oss geymi fríður, þakki heyrandi lýður (68v).“
Pappír.
Ekki blaðmerkt.
Eindálka
Leturflötur er 152-163 mm x 120-127 mm.
Línufjöldi er 25-31.
Griporð innrömmuð með strikum og slaufa eða bókarhnútur fyrir neðan.
Sighvatur Einarsson á Skálakoti, kansellískrift og fljótaskrift.
Blöðin liggja laus í pappaumslagi (230 mm x 175 mm x 13 mm).
Pappaumslagið er ásamt öðru pappaumslagi (sem inniheldur SÁM 184) í pappaöskju (245 mm x 195 mm x 50 mm). Á eina hlið öskjunnar er límdur plastvasi með safnmarksmiða.
Í umslaginu er laus pappírsmiði þar sem stendur með hendi Þórðar Tómassonar í Skógum: Það var einhvörn tíma að þau Þorgils og Helga fóru til Hjalla að heimboði og.
Í öskjunni er pappaspjald úr bylgjupappa sem á við bæði SÁM 183 og 184. Spjaldið (187 mm x 179 mm) er líklega skorið úr pappakassa. Utan á stendur með hendi Þórðar í Skógum: 1. Bú og dánarbú Sæmundar Ögmundssonar í Eyvindarholti 1836–1837 á færast hér inn. Er skráð af Einari Sighvatssyni hreppstjóra. Er frá Barkarstöðum. 2. Sagnahandrit frá Barkarstöðum skráð af Tómasi Sigurðarsyni. 3. Jarðabók Einars Sighvatssonar 1607–1871. Frumrit Einars. 4. Sagnahandrit Sighvats Einarssonar 1817.
KÓÓ skráði 25. apríl 2025.