Skráningarfærsla handrits

SÁM 177

Skýringar yfir Lúkasarguðspjall ; Ísland, 1891-1892

Titilsíða

Exegesis yfir Lúkasar guðspjall byrjar á 12. kap. f.v. lesin fyrir af Docent Eiríki Briem, skrifað af Birni Bjarnarsyni stud. theol. 1891-92. A deild prestaskólans. (1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(2r-48v)
Skýringar yfir Lúkasarguðspjall
Titill í handriti

12. kap.

Upphaf

Upphafið á 12. kap. stendur í sambandi við orð …

Athugasemd

Neðst á bl. 48v. Áframhald síðar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
48 blöð (200 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða
Blöð eru ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 175 mm x 157 mm.
  • Línufjöldi ca 20.

Skrifarar og skrift
Band

Stílabók klædd brúnu leðri (200 mm x 163 mm).

Bundin með hamptaumi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað af stúdent í prestaskólanum í Reykjavík á árunum 1891-1892 (sjá skrifaraklausu).

Ferill

Handritið var í eigu afkomenda skrifara. Líklegt þykir að Vilborg Oddný Björnsdóttir (1901-1989) hafi erft bókina eftir foreldra sína og gefið bróðurdóttur sinni Eddu Svövu Stefánsdóttur Magnusson (1933-2010) sem fór með hana til Vesturheims (New Jersey). Sonur hennar, Stefan Gunnar Magnússon (f. 1960) fékk síðan bókina og færði föðurbróður sínum Jóni B. Stefánssyni (f. 1942) í desember 2019.

Aðföng
Jón B. Stefánsson færði Árnastofnun bókina að gjöf 28. janúar 2019.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 2. febrúar 2022.

Lýsigögn
×

Lýsigögn