Skráningarfærsla handrits

SÁM 176

Rímur ; Bandaríkjunum, 1963

Titilsíða

Rímur af Hektor og köppum hans. Kveðnar 1756. Skrifað 1963. D. Gudbjartsson (1r). Rímur af Göngu Hrólfi Rögnvaldssonar af Mæri. Ortar af Magnúsi Jónssyni árið 1828. Skrifað 1963. D. Gudbjartsson (162r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-160r)
Hektorsrímur
Upphaf

Geðjast mér um greina lóð / gamna mengi snjöllu …

Skrifaraklausa

Skrifað 1963. D. Gudbjartsson (bl. r).

Athugasemd

18 rímur.

Bl. 160v og 161r-v auð.

Blaðsíðutöl 268 og 269 skráð tvisvar.

Efnisorð
2 (163r-204v)
Rímur af Hrólfi Rögnvaldssyni
Upphaf

Mímis vinar mjaðar ker / merki öldin þekka …

Skrifaraklausa

Skrifað 1963. D. Gudbjartsson.

Athugasemd

6 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 206 + ii bl. (216 mm x 177 mm). Bl. 1v, 160v, 161r-v og 162v auð.
Tölusetning blaða
Handritið er blaðsíðumerkt 2-318 og 2-92.
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur ca 180 mm x 120 mm.
 • Línufjöldi ca 20.
 • Númer vísna utan leturflatar.

Skrifarar og skrift

Dagbjartur Guðbjartsson, sprettskrift.

Band

Bundið í þykk harðspjöld klædd brúnum yrjóttum pappír, leður á kili og hornum. pappír (230 mm x 190 mm x 55 mm).

Arkir bundnar með hamptaumi. Spjaldblöð úr pappír.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Akra, Norður Dakóta, Bandaríkjunum árið 1963 (sjá skrifaraklausu).

Ferill

Handritið var í eigu afkomenda skrifara.

Aðföng
Örn Arnar færði Árnastofnun handritið að gjöf fyrir hönd Ann McKinley frá Minnesota 24. september 2018. Skrifari handritsins var afi hennar, Dagbjartur Guðbjartsson. Dagbjartur fór til Vesturheims árið 1911 frá Breiðuvík í Rauðasandshreppi og dvaldi fyrst í Winnipeg þar sem móðurbróðir hans, Nikulás Össurarson bjó.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 1. febrúar 2022.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 176
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn