Skráningarfærsla handrits

SÁM 174

Þjóðfræðaefni og kvæði

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-76r)
Skrá yfir þjóðfræðaefni á spólum
Athugasemd

Spólurnar eru varðveittar á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Tilvísanir í SÁM 90 og SÁM 93 víða.

Aðeins skrifað á rektósíður.

2 (77r-78v)
Sumargleði
Titill í handriti

Gömul þula. Sumargleði

Upphaf

Við í lund, litfögrum eina stund …

Athugasemd

Ort af séra Þorláki Þórðarsyni [þ.e. Þórarinssyni] á Möðruvöllum í Hörgárdal f. 1711 d. 1773.

Bl. 77v autt.

Efnisorð
3 (79r)
Kúaþula
Athugasemd

Slitur úr Kúaþulu, kann vera ruglað og vantar upphaf og fleira í.

Efnisorð
4 (79r-82r)
Barnavísur, stökur og þulur
Athugasemd

Barnavísur eftir Hólmfríði Maríu Benediktsdóttur (Gömlu), lengst á Urðum í Svarfaðardal (ca 1850/60 - ca 1930).

Vísa eftir Salbjörgu Helgadóttur.

Stökur eftir Þorstein Þorkelsson sálmaskáld og fleira.

Blöðin eru vélrituð.

5 (83r)
Síðari tíma sögn
Titill í handriti

Áslaug og Stefán í Haganesi. Guðbjörg, móðir Stefáns, sagði úr Kinn.

Upphaf

Það voru einu sinni nýgift hjón …

Athugasemd

Blaðið er vélritað.

Neðst stendur handskrifað: Frá Davíð Erlingssyni, sem hann fékk 26.-27. júlí 1965. Fylgdi með hljóðritum DE.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
83 blöð. Bl. 1-78 úr stílabókum. Annað vélritunarpappír.
Umbrot

Eindálka.

Línufjöldi ca 20.

Blöðunum sem innihalda skrá yfir þjóðfræðaefni skipt í 12 hluta sem merktir eru með rauðu bleki: I-XII.

Skrifarar og skrift

Davíð Erlingsson, sprettskrift.

Uppruni og ferill

Uppruni
Safnað af Davíð Erlingssyni prófessor.
Ferill
Davíð Erlingsson færði Handritastofnun Íslands blöðin ásamt spólum síðsumars 1965.
Aðföng
Rósa Þorsteinsdóttir afhenti handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 9. febrúar 2018.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 16. febrúar 2022.

Lýsigögn
×

Lýsigögn