Skráningarfærsla handrits

SÁM 168

Njáls saga ; Ísland, 1850-1900

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Njáls saga
Athugasemd

Brot.

1.1
Sagan af Njáli Þorgeirssyni ok sonum hans
Titill í handriti

Sagan af Njáli Þorgeirssyni ok sonum hans

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var Gígja …

Niðurlag

… en nú vil ég þó gera að þínu skapi eða hv…

1.2 (2r–2v)
Enginn titill
Upphaf

… hann út til Íslands og Össur með honum …

Niðurlag

… engar uppbornar við Hrút. Þá lét Hrútur eftir …

1.3 (3r–3v)
Enginn titill
Upphaf

… spyrja nábúa sína og heimamenn …

Niðurlag

… til er þú kemur til mín, og mun eg þá sjá …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
3 bl. (250 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða
Handritið er ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur 160 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi 31-33.

Ástand
  • Blöðin eru blettótt og krumpuð.
  • Bl. 1r-2v eru í ágætu standi en þó eru nokkur lítil göt á báðum síðum sem skerða texta.
  • Bl. 3r-3v er mjög blettótt og götótt og ólæsilegt á köflum, einkum á recto-síðu.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, skrifari líklega Guðlaugur Magnússon frá Arnarbæli á Fellsströnd

Skreytingar

Skreyttur bekkur er efst á bl. 1r.

Band

Handritið er óbundið en blöðin eru geymd hvert í sínum plastvasa sem eru límdir saman.

Með blöðunum fylgja tvö skinnblöð sem líklega hafa verið utan um handritið.

Fylgigögn

Hverju blaði fylgir útprent úr útgáfu Valdimars Ásmundarsonar á Njáls sögu frá 1894 með samsvarandi texta og er á blöðunum.

Tveir lausir miðar fylgja, líklega frá Williard Larsson eiganda blaðanna, með athugasemdum um textann á ensku.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á seinni hluta 19. aldar.

Aðföng
Gjöf frá Williard Larsson, Seattle, 16. október 2016. Larsson keypti handritið í Fornbókaverslun Fróða á Akureyri. Gísli Sigurðsson flutti handritið heim.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞEJ skráði 28. apríl 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn