Skráningarfærsla handrits

SÁM 164

Sjö predikanir út af þeim sjö orðum Drottins vors Jesú Kristí … ; Ísland, 1721

Titilsíða

Sjö predikanir út af þeim sjö orðum Drottins Jesú Kristí á krossinum. Gjörðar af Mag. Jóni Þorkelssyni Vídalín, Sup. Skálholtsstiftis Prentaðar á Hólum í Hjaltadal af Marteini Arnoddssyni Anno 1716. En nú skrifaðar á ný (ef so má kalla) á Sviðnum Breiðafjarðar Anno 1721. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(13v-147r)
Sjö predikanir út af þeim sjö orðum Drottins vors Jesú Kristí …
Upphaf

Vor blessaður endurlausnari drottinn Jesús talar þanninn …

Athugasemd

Á undan fer tileinkunn til Þrúðar Þorsteinsdóttur biskupsfrúar á Hólum (2r-8v) og tveir formálar Til lesarans (9r og 9v-13r). Hvort tveggja úr hinni prentuðu útgáfu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 147 + i bl. (145 mm x 95 mm).
Tölusetning blaða
Blöð handrits eru ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 115 mm x 67 mm.
  • Línufjöldi ca 20.
  • Strikað fyrir leturfleti.
  • Tilvísanir í bækur biblíunnar víða á spássíum.
  • Griporð.

Ástand

Rifnað hefur af titilsíðu efst og texti skerst við það. Blaðið er límt á samskonar blað og saurblöð.

Fremstu 5 blöðin hafa orðið fyrir vatnsskemmdum efst og texti skerst lítillega við það.

Gat á aftasta blaði en blaðið hefur verið styrkt með pappír.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir með blekfylltum og flúruðum stöfum: 13v, 37r, 54r, 66v, 75v, 92v-93r, 107r, 125r.

Stórir flúraðir upphafsstafir, bakgrunnur blekfylltur: 2r, 9v, 54v, 69v, 75v, 93r, 95v, 107v, 125v.

Stórir flúraðir og blekfylltir upphafsstafir: 18r, 24r, 37v, 42v, 78v, 111r.

Stórir flúraðir og litaðir upphafsstafir: 9r, 14r, 58r.

Band

Bundið í harðspjöld klædd brúnu leðri (152 mm x 110 mm x 30 mm).

Band líklega frá 20. öld.

Arkir bundnar með hamptaumi. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Sviðnum á Breiðafirði árið 1721 eftir prentaðri útgáfu frá 1716 (sjá skrifaraklausu á titilsíðu).

Ferill

Handritið er gjöf frá Einari G. Péturssyni en hann fékk það að gjöf frá Braga Kristjónssyni að eigin sögn.

Aðföng
Handritið var afhent Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 1. og 4. mars 2022.

Lýsigögn
×

Lýsigögn