Skráningarfærsla handrits

SÁM 157

Sögubók ; Ísland, 1880-1895

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-15r)
Sigurðar saga turnara
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Sigurði turnara

Upphaf

Fyrir Frakklandi réði kóngur sá forðum daga er Vilhjálmur hét …

Niðurlag

… og endum vér svo söguna af Sigurði turnara.

Efnisorð
2 (15r-21v)
Dínus saga drambláta
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Dínusi drambláta

Upphaf

Fyrir Egyptalandi réðu þeir konungar …

Niðurlag

… og munið þið hafa sótt …

Athugasemd

Vantar aftan af. Endar í 4. kafla.

Efnisorð
3 (22r-42r)
Ásmundar saga víkings
Upphaf

…ur, skal Vilh. nú vera fyrir liði voru …

Niðurlag

… og endar svo saga af Ásmundi víking sonar Eiríks jarls.

Athugasemd

Vantar framan af. Hefst í 12. kafla.

4 (42v-61v)
Adams saga og Seths
Titill í handriti

Dálítil saga af Adam þegar hann var rekinn úr paradís og þegar hann sendi Seth son sinn í aldingarðinn og um uppkomu þess trés sem Kristur var krossfestur á og fleira sem á er vikið

Upphaf

Þegar Adam og Eva voru sett af Guði …

Niðurlag

… en þá hún spáði um þetta tré þá …

Athugasemd

Vantar aftan af.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
61 + ii bl. (170 mm x 100 mm).
Tölusetning blaða
Handritið er blaðsíðumerkt.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur 150 mm x 90-100 mm.
  • Línufjöldi 21-24.
  • Strikað fyrir leturfleti.
  • Hlaupandi titlar efst á blaðsíðum.
  • Síðutitlar.

Ástand
  • Vantar innanúr og aftan af.
  • Fremsta blaðið er trosnað að ofan og skerðir texta dálítið.
  • Handritið er nokkuð notkunarnúið.
Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Álfssonar skósmiðs (skv. aðfangaskrá), snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nafnið Sigurður Gíslason, Eyrarbakka, kemur fyrir á bl. 42r og dagsetningin 6/3 84.
Band

Bundið í gamalt myndþrykkt skinnband (170 mm x 105 mm). Saumað með hamptaumi.

Talan 659 þrykkt á fremra spjald og fangamarkið G.P. á aftara spjald.

Krot á spjaldblöðum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi á árabilinu 1885-1895.

Ferill
Aðföng

Tengdadóttir Björns Karels, Unnur G. Kristinsdóttir, færði handritið Bókasafni Kópavogs. Arndís Þórarinsdóttir afhenti það Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir hönd safnsins 30. apríl 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í september 2020.

Lýsigögn
×

Lýsigögn