Skráningarfærsla handrits

SÁM 155

Ævintýrið Jóhönnuraunir

Titilsíða

Ævintýrið Jóhönnuraunir snúið af þýsku undir íslensk fögur rímnalög, af Snorra Bjarnarsyni, presti til Staðar í Aðalvík 1741 og síðan að Húsafelli frá 1757 til 1803. Skrifaðar eftir annarri útgáfu eftir skáldsins eigin handriti. Prentaðri í Viðeyjarklaustri 1829 (1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-24v)
Ævintýrið Jóhönnuraunir
Upphaf

Uppheims rósar lagar lind …

Athugasemd

Skáldið orti upp úr þýskri sögu.

Sjö rímur.

Efnisorð
1.1 (1v)
Lausavísa
Upphaf

Séð hef ég kvæðin sem eru fegri …

Athugasemd

Um kveðskap Snorra á Húsafelli. Vísan er einnig í prentuðu útgáfunni.

Efnisorð
1.2 (24r-v)
Grafskrift yfir Snorra Björnsson
Titill í handriti

Grafskrift yfir skáldið …

Upphaf

Frægur að kenningu, mælsku og manndáð …

Athugasemd

Grafskriftin er í prentuðu útgáfunni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
24 blöð (160 mm x 100 mm).
Tölusetning blaða
Ótölusett.
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 140-145 mm x 80-85 mm.

Línufjöldi er ca 28-30.

Ástand

Nokkur blöð laus úr bandi.

Bl. 3-4 rifin.

Handritið er nokkuð notkunarnúið.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Skreytingar

Pennaflúr neðst á titilsíðu.

Bókahnútur aftast utan um eigandaklausu.

Band

Blöðin eru bundin með hamptaumi í tréspjöld klædd dökkbrúnum marmarapappír (162 mm x 100 mm).

Klæðningin er að mestu rifin frá. Undir henni er pappír með prentletri sem nú er í tætlum. Aftara spjaldið er brotið.

Spjaldblöð græn að lit.

Uppruni og ferill

Uppruni
Neðst á bl. 24v stendur: Mad: Sigríður Þorbergsdóttir á blöðin. Anno 1838.
Ferill

Úr eigu Sigurbjörns Einarssonar biskups, frá Einari Sigurbjörnssyni.

Á spjaldblaði fremst stendur: Jón M. Guðjónsson gaf mér. Sigurbjörn Einarsson.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið afhent til varðveislu þann 12. nóvember 2015.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 4.-5. október 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn