Skráningarfærsla handrits

SÁM 150

Páfabréf Calixtusar II, 1123

Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Páfabréf Calixtusar II
Athugasemd

Brot.

1.1 (1r)
Enginn titill
Upphaf

... Calixtus episcopus servus servorum di, canonicis ecclesie sancti cesarii que sita est in curte que dicitur wilzacara tam presentibus quam futuris ...

Niðurlag

... Ego Calixtu[s] catholice ecclesie episcopus [subscripsi]. Datum Laterani per manum Hugonis sancte Romane ecclesie subdiaconi III kalendas martii indictione prima incarnationis dominice anno 1123 pontificatus autem domini Calixti secundi papae anno quinto.

1.2 (1v)
Enginn titill
Upphaf

... ... ...

Niðurlag

... ...

Athugasemd

Á bl. 1v eru tveir textadálkar, virðast í fljótu bragði innihalda upplýsingar um sendanda, viðtakanda og dagsetningu.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (494 mm x 354 mm).
Umbrot

Eindálka. 22 línur á bl. 1r.

Leturflötur er 445 mm x 305 mm.

Ástand
Skinn er mjög ljóst og slétt (fyrir utan að í því eru brot síðan bréfið hefur verið brotið saman). Áferð skinnsins er kornótt, sem bendir til að það sé líklega úr geit frekar en kálfi.
Skrifarar og skrift

Skrifað með Littera documentaria papalis (skjalaskrift páfagarðs).

Skreytingar

Rota Calixtusar II á bl. 1r neðst til vinstri. Þetta er hringlaga tákn þar sem innri hring er skipt í fjóra hluta með tveimur strikum. Í hlutanum uppi til vinstri stendur SCS (Sanctus) Petrus, uppi til hægri stendur SCS (Sanctus) Paulus. Niðri til vinstri stendur CALI PP(papae) og niðri til hægri XTUS II. Í hringnum umhverfis stendur

Snyrtilegt tákn á bl. 1r neðst til hægri sem stendur fyrir „Bene valete“, búið til úr öllum stöfunum sem þau orð innihalda. Þekkt fangamark í páfagarði.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 1v hefur verið skrifað 1123 26. febbrajo.

Þar hefur einnig verið skrifað "BB.3.X" og "bisum(?) per electo iudices"

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 1123.
Ferill
Kom til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árið 1980 sem gjöf frá Ríkisskjalasafni Mílanó. Þakklætisvottur frá ítölskum handritafræðingi sem þar starfaði, Claudio Tartari. Afhent fyrir milligöngu Jeffrey Cosser en hann og Hallfreður Arnar Eiríksson höfðu veitt Tartari leiðsögn um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 10. ágúst 2021.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 150
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn