Skráningarfærsla handrits

SÁM 149

Sendibréf ; Ísland, 1610

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-4v)
Sendibréf
Athugasemd

Slitur úr sendibréfi frá 1610 sem varðar Arngrím lærða Jónsson.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
4 blöð
Umbrot

Eindálka.

Ástand

Eitt samanbrotið skinnblað í þremur pörtum og tvö lítil brot úr skinnblaði.

Blöðin eru velkt, rifin og skítug. Skriftin máð og illlæsileg.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Band

Blöðin hafa nýlega verið plöstuð og lögð í pappamöppu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1610.

Ferill

Stefán Karlsson veitti viðtöku og skrifar á umslag sem var utan um blaðið og snifsin: Slitur af bréfi frá 1610, varðar Arngrím lærða. Halldór Þorbjörnsson á þessi skinnblöð úr dóti eftir tengdaföður sinn og ætlar að gefa stofnuninni.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók við bréfinu fyrir 2006.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 31. mars 2010.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sendibréf

Lýsigögn