Skráningarfærsla handrits

SÁM 143 I-II

Samtíningur ; Ísland, 1915-1950

Athugasemd
Tvö handrit; stílabók og laust tvinn.

Innihald

Lýsing á handriti

Uppruni og ferill

Ferill
Frá Jónasi Kristjánssyni. Ólöf Benediktsdóttir bókavörður veitti viðtöku.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tók við handritinu í júlí 2013.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í apríl 2019.

Hluti I ~ SÁM 143 I

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-30v (bls. 1-60))
Trausti og Friðrika
Titill í handriti

Trausti og Friðrika. Dálítil frásaga eyfirsk frá árinu 1879

Upphaf

Sigtryggur er maður nefndur …

Niðurlag

… og þótti hann hafa mikið vaxið af málum þessum.

Baktitill

Og lýkur hér sögunni af þeim Trausta og Friðriku með svofelldu niðurlagi og endalykt.

2 (31r-32r)
Vísur um Trausta og Friðriku
Titill í handriti

Nokkrar niðurlagsvísur út af söguviðburði þessum. Með lag: Lýsti sól stjörnu stól …

Upphaf

Ein á fjöll folda þöll …

Niðurlag

… gaut hún síðan grasa milli og heyja.

Athugasemd

4 erindi.

3 (32v-39r)
Tímaríma hin nýja
Titill í handriti

Tímaríma hin nýja kveðin af Gesti Athugasyni

Upphaf

Margt að gætir gesturinn / glöggt því auga hefur …

Niðurlag

… Tímaríma nefnist ljóð.

Athugasemd

100 erindi.

Efnisorð
4 (39v-41r)
Viðbætir Tímarímu
Titill í handriti

Appendix eða viðbætir kveðinn ári síðar um það hvernin Níðingur leitaði hefnda við Fáskiptinn, bardagi þeirra á milli og sáttargjörð

Upphaf

Flýtur tími fréttum í / fram af Níðings gjörðum …

Niðurlag

… Trölls með kraft …

Athugasemd

Uppskriftin er ófullgerð. Aðeins hluti af fyrsta vísuorði 28. erindis.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
44 blöð (186 mm x 122 mm). Bl. 41v-44v auð.
Tölusetning blaða
Handritið er blaðsíðumerkt 1-63 og 1-18. Auðu síðurnar ótölusettar.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 156 mm x 110 mm.
  • Línufjöldi 22.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Skreytingar

Skrautbekki á bl. 1r, 30v, 32v og 39r.

Band

Stílabók (176 null x 110 null). Blöðin eru saumuð í stílabókarkápu. Framan á kápu er prentað The crown educational Exercise book en aftan á kápu er margföldunartaflan.

Kápan er snjáð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Ferill

Framan á kápu er skrifað nafnið Jón Halldórsson.

Hluti II ~ SÁM 143 II

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-2v)
Brúðkaupskvæði
Höfundur

Ingimundur A. Ó.

Titill í handriti

Brúðkaupsvísur til JH og JÞ

Upphaf

Sumarsólin fögur / signir kaldan völl …

Athugasemd

8 erindi.

JH er ef til vill Jón Halldórsson sem skrifar nafn sitt á kápu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvinn (160 mm x 112 mm).
Tölusetning blaða
Handritið er ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 140 mm x 70 mm.
  • Línufjöldi ca 18.
  • Erindi eru númeruð 1-8.

Ástand

Bl. 1r skítugt og blettótt.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, snarhönd.

Band

Óinnbundið.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 143 I-II
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn