Manuscript Detail

SÁM 139

Rímur og kvæði ; Iceland, 1884

Language of Text
Icelandic

Contents

1 (1r-19v (bls. 1-38))
Rímur af Ajax frækna
Rubric

Rímur af Ajax frækna, kveðnar af Ásmundi Gíslasyni, útgefendur Bjarni Oddsson og Þorbjörn Jónasson 1881

Incipit

Kærust Iðunn kenndu mér / að koma saman stöku …

Explicit

… lýðum veitist farsæld há.

Colophon

Skrifað af H. Jónssyni 1884.

Note

6 rímur.

2 (19v-29v (bls. 38-61))
Rímur af Tíódel
Rubric

Rímur af Tíódel og hans kvinnu, ortar af Magnúsi Jónssyni á Laugum

Incipit

Milding einum makt var léð / mærð þar að eg hneigi …

Explicit

… ása krúsir þorna.

Note

Á eftir fyrirsögn: Mansöngvarnir skrifast ekki.

Blaðsíðutalið 41 er tvítekið.

4 rímur.

3 (29v-33r (bls. 61-68))
Unga manns ríma
Incipit

Styttir dægur, stundir, tíð og árin / erinda smíð sem þekkið þér …

Explicit

… áttatíu rétt og þrjú.

Colophon

Skrifað af E.G. Sigmundssyni

Note

89 erindi (103 - 106 erindi í öðrum handritum); óljóst um höfund; ort 1783 (sbr. Rímnatal (bls. 483). , sjá einnig aftasta erindi.

Neðst stendur: Vantar í kvæðið.

4 (33r-35r (bls. 68-72))
Annálskvæði
Rubric

Annálskvæði yfir annál Þýskalands sem skeði um 1550

Incipit

Gjörðist mörgum skemmtan skýr / skilning hlýða góðum …

Explicit

… best er að þag(n)a Jón.

Note

20 erindi.

Text Class
5 (35r-42r (bls. 72-96))
Kaupmannabragur
Rubric

Kaupmannabragur

Incipit

Skáldin forðum skemmtu sér með fræði / af skrifuðu efni gjörðu léttbær kvæði …

Explicit

… fékk sá gæfuna alla.

Note

88 erindi.

Text Class
6 (42v-47r (bls. 97-106))
Fjögramannakvæði
Rubric

Fjögramannakvæði

Incipit

Fundust eitt sinn forðum tíð / fjórir menn á vegi …

Explicit

… veri oss drottinn með.

Note

59 erindi.

Text Class
7 (47r-48r (bls. 106-108))
Kvæði af kóngsdóttur
Rubric

Kvæði af einni kóngsdóttir

Incipit

Mjög var eg fagurt meybarn smátt / þá móðirin mig réð fæða …

Refrain

Eg veit ei nær mín ævin þver …

Explicit

… Guð þekkir allar raunir mínar.

Note

20 erindi auk viðlags.

8 (48r-49v (bls. 107-111))
Kvæði af Svíalín
Rubric

Kvæði. Svíalín og hrafninn

Incipit

Hrafninn flýgur um aftaninn / á daginn ekki má …

Refrain

Seint flýgur krumminn á kvöldin.

Explicit

og sefur við Nikulás hlið.

Note

Viðlagið er aðeins á eftir aftasta erindinu.

34 erindi.

Á eftir kvæðinu er vísa: Firðar segja fornkvæðin / flestöll enda brennd. / Mín svo þrýtur mjóvaxin / mærð af hendi send.

9 (49v-50v (bls. 110-113))
Fuglakvæði
Rubric

Fugla kvæði

Incipit

Fuglanöfn í fræðaskrá / finnast áttatíu …

Explicit

… mitt sem eignast kvæði.

Note

19 erindi.

Text Class
10 (50v-52r (bls. 112-116))
Erfiljóð um Hans Hagalín Brynjólfsson
Rubric

Draumur. Séra Jóns Sigurðssonar í Garði, Dýrafirði. Fáort og einfalt saknaðarstef sáluga Hans Hagalíns Brynjólfssonar með fornkvæðalagi

Incipit

Á öndverðu sumri þá allt stóð í blóma …

Explicit

… og öðlast að lyktum eilífa sælu.

Note

28 erindi.

11 (52v-54r (117-120))
Erfiljóð um Hans Hagalín Brynjólfsson
Rubric

Dauðinn er viss en dauðastundin óviss, leitt fyrir sjónir í einföldum ljóðmælum eftir Hans Hagalín Brynjólfsson. Sálmur eftir sama mann. Lag: Um dauðann gef þú drottinn mér

Incipit

Ó hvað fallvölt er ævin manns / á þessu dauðans landi …

Melody

Um dauðann gef þú drottinn mér …

Explicit

… öðlast í eilífðinni. Amen.

Note

19 erindi.

12 (54v-58v (bls. 120-129))
Sethskvæði
Rubric

Sets kvæði ort af Guðmundi Bergþórssyni á hans sjötta aldursári. Hér byrjast kvæði af Set syni Adams

Incipit

Ótti drottins upphaf er / allra viskugreina …

Note

Hér er rangur höfundur nefndur að kvæðinu.

54 erindi.

Text Class
13 (58v-63r (bls. 129-137))
Greifakvæði
Rubric

Greifa kvæði

Incipit

Margir áður mynda náðu mærðar seim …

Explicit

… Brúðkaup þar af …

Note

Skrifari hættir í fyrstu línu 68. erindis.

Physical Description

Support
Pappír (stílabók).
No. of leaves
i + 64 (217 mm x 180 mm). Neðri hluti bl. 63r auður, bl. 63v og 64r-v auð.
Foliation
Handritið er blaðsíðumerkt 1-137 (blaðsíða 138 ómerkt). Blaðsíðutalið 41 er tvítekið. Skrifari hefur hlaupið yfir blaðsíðutöl 51-54 og 81-90.
Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur 185-190 mm x 155-160 mm.
  • Línufjöldi 24
  • Síðutitlar.
  • Leturflötur afmarkaður með blýanti á ytri og innri spássíu.

Condition
Bl. 59 laust úr bandi.
Binding

Stílabók klædd fjólubláum og svörtum marmarapappír, rauðleitur líndúkur á hornum og rautt leður á kili.

Saurblöð tilheyra bandi.

Band sjúskað og rifið.

History

Origin

Handritið var skrifað á Íslandi 1884.

Provenance

Úr fórum Halldórs Eiríkssonar frá Hrauni á Ingjaldssandi, sonar Eiríks Sigmundssonar (sjá meðfylgjandi seðil).

Nafnið Sigríður Jónsdóttir er skrifað þrisvar sinnum á saurblað fremst. Einnig: Yngispiltur Guðbjartur Sigmundsson og R. Mikkelsen Barber adr her Kjobmand A. Larsen Tonsberg.

Acquisition
Elsa E. Guðjónsson afhenti Jóni Samsonarsyni sem tók við handritinu fyrir hönd Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi

Additional

Record History

ÞS skráði í April 2019.

Bibliography

Author: Finnur Sigmundsson
Title: Rímnatal

Metadata