Skráningarfærsla handrits

SÁM 137

Sögubók ; Ísland

Titilsíða

Nokkrar Íslendingasögur eftir gömlum handritum skrifaðar MDCCLXVII. Endurbætt er bókin 1877 af J.J.S. (1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v)
Innihald bókarinnar
Titill í handriti

Innihald bókarinnar

1.1 (1v)
Lausavísa
Upphaf

Fornaldar mjög of fyrnist / frægð og drenglyndis nægðir …

Efnisorð
2 (2r-16v)
Kormáks saga
Titill í handriti

Hér 00000 sögu af Kormáki

Upphaf

Haraldur kóngur hinn hárfagri réði fyrir …

Niðurlag

… Þorgils réð fyrir liðinu og var lengi í víkingu.

Skrifaraklausa

Skrifuð á Flateyju þann 13. febrúarii 1767.

Baktitill

og lýkur hér þá þessari sögu af Kormáki.

3 (17r-27v)
Bandamanna saga
Titill í handriti

Oddi Ófeigssyni og Bandamönnum

Upphaf

Ófeigur hét maður er bjó í Miðfirði …

Niðurlag

… hélst vinátta þeirra feðga með góðri frændsemi meðan þeir lifðu báðir.

Baktitill

Og lýkur hér svo sögunni af Oddi Ófeigssyni og þeim Bandamönnum.

4 (27v-56v)
Vatnsdæla saga
Titill í handriti

Vatnsdæla

Upphaf

Maður er nefndur Ketill …

Niðurlag

… að hann var rétttrúaður maður og elskaði Guð.

Baktitill

Og endum vér þar Vatnsdæla sögu.

5 (57r-108r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Laxdæla

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður son Bjarnar bunu …

Niðurlag

… en þó hefði vel mátt í stórar frásögur færa.

Baktitill

Og lyktar hér svo Laxdælu.

6 (108v-148v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Eyrbyggja

Upphaf

Maður er nefndur Ketill …

Niðurlag

… fyr neðan kirkjuna.

Skrifaraklausa

IX. janúarii MDCCLXIX.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Þórnesinga […] og Álftfirðinga.

7 (149r-235v)
Njáls saga
Titill í handriti

Njála

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var Gýgja …

Niðurlag

… Allir vildu fylgja honum og sigla þeir nú suður …

Athugasemd

Vantar aftan af. Textinn endar í 149. kafla (158. kafla miðað við útgáfu Hins íslenzka fornritafélags).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 235 + ii blöð (290 mm x 185 mm).
Tölusetning blaða
Blöð eru tölusett síðar með blýanti, þó ekki óslitið. Blað 74 er merkt sem 73 og því er tölusetning þaðan í frá röng í handritinu.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 260-270 mm x 150-160 mm.
  • Línufjöldi 33-39.

Ástand
  • Blöð vantar aftan af handritinu.
  • Allmörg önnur blöð hafa glatast og hefur J.J.S. skrifað texta þeirra upp og sett á sinn stað í handritinu. Þetta eru bl. 1-10, 74-83, 88, 92-93, 98-99, 116.
  • Handritið er afar illa farið af fúa og hafa spássíur víðast hvar molnað af. Við það hefur texti skerst á nokkrum blöðum, mest á bl. 117-124, 140-148, 221-235.
  • Bleksmitun víða.
  • Skítugt og blettótt, t.d. á bl. 17-25, 33-35, 100-101, 132-133, 204-209.
  • Texti máður, t.d. á bl. 94-96, 110-113, 118, 157, 180-181, 188.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Bl. 1-10, 77-83, 88, 92-93, 98-99, 116 með hendi J.J.S., sem kann að vera Jóhannes Jónsson á Smyrlhóli, snarhönd.

Bl. 75-76 með annarri hendi, snarhönd.

Band

Nýlegt band (304 mm x 196 mm x 55 mm).

Pappaspjöld klædd ljósu skinni sem fest er með skinnþvengjum.

Saumað með hamptaumi.

Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Seðill m.h. Jóns Samsonarsonar með tilgátu um skrifara liggur með handritinu.

Rifrildi úr blaði (103 mm x 40 mm) með textabroti liggur með handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1767-1769.

Glötuð eða skemmd blöð skrifuð upp af J.J.S. 1877.

Ferill

Frá erfingjum Jóns M. Samsonarsonar.

Á frímerktu umslagi sem lá í öskju með handritinu stendur með hendi Jóns Samsonarsonar: „Sendandi. Guðm Baldvinss Hamraendu [svo]“. Neðan við stendur með hendi Einars G. Péturssonar: „Jón Sam. segist hafa fengið hdr. að gjöf eftir lestur um Snóksdalskirkju“ og svo hefur Einar bætt við: „Guðmundur dró það úr altari Snóksdalskirkju“ og segist hann hafa haft það eftir Jóni. Guðmundur var fæddur 1906. Umslagið hefur verið póstlagt í Búðardal 5. maí (?) 1977.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu 1. október 2014.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í mars 2019.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn