Skráningarfærsla handrits

SÁM 133

Sögubók ; Ísland

Titilsíða

Sögubók fornmanna sem fráskýrir þeirra ættum og atgjörvi, hreysti og hugprýði, lunderni og limasköpun, vopnfimi og viturleik, manndáð og mörgu fleiru. Að nýju skrifuð og samansöfnuð í eitt af bóndanum Jóhannesi Jónssyni á Smyrlahóli á árunum 1851-52-53-54-55-56-57 (1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Innihald bókarinnar

2 (3r-90r)
Mágus saga jarls
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Máus jalli

Upphaf

Svo vísar í annálum að Karl keisari tók við ríki í Saxlandi …

Niðurlag

… tók Rafn Hængsson lögsögn hér á Íslandi anno 930.

Skrifaraklausa

… og endum vér so þessa sögu þann 14da marts 1851.

Efnisorð
3 (90r-94v)
Ajax saga frækna
Titill í handriti

Sagan af Ajax frækna

Upphaf

Svo byrjar sögu þessa að Sigurður hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… þá hann var áttatigi og sjö ára og enda so þessi saga af Ajax hinum frækna.

Skrifaraklausa

Enduð þann 5ta maii 1851 af I.I.S.

Efnisorð
4 (95r-117v)
Göngu-Hrólfs saga
Titill í handriti

Sagan af Göngu-Hrólfi

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Hreggviður hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… en guði eru að þakka allir góðir hlutir og endar svo þessi saga.

Skrifaraklausa

Enduð þann 18da mars 1853 af I.I.S.

5 (118r-134v)
Eiríks saga frækna
Titill í handriti

Sagan af Eiríki frækna

Upphaf

Á ofanverðum dögum Haralds kóngs hins hárfagra …

Niðurlag

… þótt hann væri fyrr á tímum og lúkum vér svo þessari sögu.

Skrifaraklausa

Enduð þann 17da október 1854 af I.I.S.

6 (134v-139r)
Sagan af Selikó og Berissu
Titill í handriti

Saga af Selikó og bræðrum hans

Upphaf

Í því ríki er Juida heitir …

Niðurlag

… lifði þar eftir ánægt og aðskildist aldrei á meðan það lifði.

Skrifaraklausa

Enduð þann 30ta oktober 1854 af I.I.S.

Efnisorð
7 (139r-144v)
Sagan af Felix og Iðunni
Titill í handriti

Sagan af þeim systkinum Felix og Iðunni

Upphaf

Suður í landinu Pólónía bjó einn ríkur borgari …

Niðurlag

… í lukku og velgengni og endar svo þessa sögu

Skrifaraklausa

þann 8da nóvembris 1854 af I.I.S.

Efnisorð
8 (145r-163r)
Sagan af Goðleifi prúða
Titill í handriti

Sagan af Goðleifi prúða

Upphaf

Austarlega í landinu Portúgal …

Niðurlag

… og endar svo þessa sögu af Goðleifi prúða.

Skrifaraklausa

Endað þann 29da janúar 1855 af J. Jónssyni.

Efnisorð
9 (163v-203r)
Hrólfs saga Gautrekssonar
Titill í handriti

Sagan af Hrólfi kóngi Gautrekssyni

Upphaf

Þar hefjum vér eina kátlega frásögu af kóngi þeim …

Niðurlag

… og lúkum vér svo þessa ágætu sögu af Hrólfi kóngi Gautrekssyni.

Skrifaraklausa

Enduð þann 13da mars 1855 af J. Jónssyni.

10 (203r-214v)
Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana
Titill í handriti

Sagan af Eigli einhenda og Ásmundi berserkjabana

Upphaf

Hertryggur hét kóngur, hann réði fyrir Austur-Rússía …

Niðurlag

… og ekkert sem þar var innanborðs, og endast svo þessi saga.

Skrifaraklausa

Enduð þann 19da mars 1855 af J. Jónssyni.

11 (214v-226r)
Fertrams saga og Platos
Titill í handriti

Sagan af Fertram og Plató

Upphaf

Artus er kóngur nefndur megtugur og stórauðugur …

Niðurlag

… og skildu svo með kærleika og endar svo þessa sögu af Fertram og Plató.

Skrifaraklausa

Enduð þann 28da mars 1855 af J. Jónssyni.

Efnisorð
12 (226v-234v)
Hemings þáttur Áslákssonar
Titill í handriti

Saga af Hemingi Áslákssyni

Upphaf

Haraldur konungur Sigurðarson stýrði Norvegi …

Niðurlag

… hann hefur verið mesti afreksmaður og besti drengur og endar svo þessi saga.

Skrifaraklausa

Enduð þann 22n október 1855 af J. Jónssyni.

Efnisorð
13 (234v-241r)
Áns saga bogsveigis
Titill í handriti

Sagan af Án bogsveigir

Upphaf

Í þann tíma er fylkiskóngar réðu fyrir Norvegi …

Niðurlag

… og endar svo sögu af Án bogsveigir. 26ta jan. 1856.

14 (241r-254r)
Ásmundar saga víkings
Titill í handriti

Sagan af Ásmundi víking

Upphaf

Hringur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… lifðu lengi og unntust vel til enda. Endar svo þessa sögu.

Skrifaraklausa

Þann 2n febrúar 1856 af J. Jónssyni.

15 (254r-263v)
Nikulás saga leikara
Titill í handriti

Sagan af Nikulaus leikara

Upphaf

Svo segja sannfróðir menn og meistarar …

Niðurlag

… fyrir margra hluta sakir og endar svo þessa sögu.

Skrifaraklausa

Þann 7da febrúar 1856.

Efnisorð
16 (263v-305r)
Karlamagnús saga
Titill í handriti

Hér byrjar söguna af þeim nafnfræga keisara Carólus Magnus hvörsu hann mannlega og herralega barðist fyrir þá kristilegu trú, með þeim tólf jafningjum

Upphaf

Fyrir Frakklandi réði einn kóngur sá eð Pipping hét …

Niðurlag

… fyrir utan allan enda að eilífu amen.

Skrifaraklausa

Þessi fágæta merkis saga er enduð á Smyrlahóli þann 7da mars 1856 af J. J.S.

Efnisorð
17 (305r-309r)
Drauma-Jóns saga
Titill í handriti

Saga af Drauma-Jóni

Upphaf

Henrik er maður nefndur, jarl að tign …

Niðurlag

… hann er blessaður um aldir alda.

Skrifaraklausa

Enduð þann 2n janúar 1857 af J. Jónssyni.

Efnisorð
18 (309r-311v)
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Saga af Slysa-Hróa

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Sveinn konungur réði fyrir Danmörk …

Niðurlag

… og varð hann hinn göfugasti maður og ágætur höfðingi í Englandi.

Skrifaraklausa

Enduð þann 5ta janúar 1857 af J. J.S.

Efnisorð
19 (311v-321r)
Jasonar saga bjarta
Titill í handriti

Saga af Jason bjarta

Upphaf

Fyrir Indíalandi réði kóngur sá er Melandus hét …

Niðurlag

… og lúkum vér svo sögunni af Jason bjarta og Herrauð hertoga.

Skrifaraklausa

Enduð þann 17da jan. 1857 af J. J.S.

Efnisorð
20 (321r-327r)
Flóres saga konungs og sona hans
Titill í handriti

Sagan af Flóres og sonum hans

Upphaf

Konungur sá réði fyrir Tartaría er Flóres hét …

Niðurlag

… eður þeim bræðrum sonum hans og lýkur svo þessari sögu.

Skrifaraklausa

Enduð 22n jan. 1857 af J.J.S.

Efnisorð
21 (327r-v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Æfintýr af Þorsteini forvitna

Upphaf

Þorsteinn hét maður íslenskur er kom á fund Haralds kóngs Sigurðarsonar …

Niðurlag

… og lyktar svo hér af Þorsteini forvitna að segja.

Skrifaraklausa

Þetta allt hér að framan ritað er endað dag 22n janúar 1857 af Jóhannesi Jónssyni á Smyrlahóli.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
327 blöð (182 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða
Handritið er blaðsíðumerkt með hendi skrifara 1-648. Titilsíða og registur eru ómerkt fremst. Blaðsíðunúmer 251, 252, 253 og 254 eru tvítekin. Versóhlið titilsíðu auð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 155-160 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi 27-30
  • Sums staðar mótar fyrir línu efst sem afmarkar leturflöt.
  • Síðutitlar.
  • Griporð.

Ástand

Handritið er notkunarnúið og gat á aftasta blaði (327) sem skerðir texta.

Hægra horn neðst rifið af bl. 2, sem inniheldur registur.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóhannesar Jónssonar á Smyrlahóli, snarhönd.

Bl. 251-254 með óþekktri hendi.

Skreytingar

Rauður skrautrammi utan um titilsíðu.

Band

Band frá ca 1857 (190 mm x 153 mm x 67 mm). Skinnband. Tréspjöld klædd brúnu áþrykktu leðri. Spennsla fyrir miðju. Saumað með hamptaumi.

Fylgigögn

Seðill með kveðju frá Brian Dodsworth til Jóns Samsonarsonar þar sem hann þakkar Jóni fyrir lán á handritinu og gerir athugasemd um Mágus sögu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1851-1857.

Ferill
Frá erfingjum Jóns M. Samsonarsonar.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu 1. október 2014.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í desember 2018 og febrúar 2019.

Notaskrá

Lýsigögn