Skráningarfærsla handrits

SÁM 130

Tímatal ; Frakkland, 1450

Tungumál textans
franska (aðal); latína

Innihald

1 (1r-12v)
Tímatal
2 (13r-16v)
Víxlsöngur
Upphaf

Christi audi nos...

Niðurlag

...Per aduentum et grām.

Athugasemd

Vantar aftan á víxlsönginn.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 16 + i blað (165 mm x 115 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur síðar verið blaðmerkt með blýanti.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 97-98 mm x 67-68 mm.
  • Línufjöldi er 15 línur í tímatali en 18 í víxlsöng.
  • Leturflötur er afmarkaður með rauðum línum, hvorutveggja láréttum og lóðréttum. Í tímatalinu skipta þær textanum í fjóra dálka.

Ástand

Blöð mjög vel með farin en lítil hringlaga göt eru á blöðum 1-4.

Texti sést í gegn.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir mánaðaheita litaðir og flúraðir (rauðir, bláir og hvítir) og lagðir blaðgulli.

Í næstfremsta dálki tímatalsins eru bókstafirnir a-g endurteknir en þeir tákna fjölda daga í viku. Bókstafurinn a er litaður og flúraður (rauður, blár, hvítur) og lagður blaðgulli. Hinir eru með dökkum lit.

Allir upphafsstafir í víxlsöngnum litaðir og flúraðir (rauðir, bláir og hvítir) og lagðir blaðgulli.

Mánaðaheiti, nöfn höfuðdýrlinga og aðrar stórhátíðir eru með gylltum stöfum. Einnig eru rómverskar tölur sem eru í fremsta dálki ritaðar með gylltu letri. Annars skiptist á rautt og blátt letur í línum tímatalsins.

Skrautræma í rauðum, bláum, hvítum og gylltum lit við enda málsgreina víxlsöngsins.

Band

Band (173 mm x 124 mm x 10 mm):

Band frá 20 öld. Bókaspjöldin eru klædd pergamenti og á fremra bókaspjaldi stendur með gylltum hástöfum: Illuminated calendar and litany use of Paris from ms. hours of the virgin c. 1450.

Band er í góðu ástandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Frakklandi um 1450.

Ferill
Allan Cormack keypti handritið á fornbókasölu James Thin í Edinborg árið 1976. Dóttir hans, Margaret Cormack afhenti handritið stofnuninni til eignar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið afhent til varðveislu þann 7. febrúar 2012.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

skráði í janúar 2016.

Lýsigögn
×

Lýsigögn