Skráningarfærsla handrits

SÁM 129

Samstæður ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2r)
Samstæður
Upphaf

Oft er ís lestur / illa skór festur …

Athugasemd

Brot.

2 (2r-v)
Samstæður
Upphaf

Stöngin fylgir strokki …

Athugasemd

Brot.

Erfitt er að átta sig á því hvort kvæðið var skrifað á undan hinu þar sem erindaröð er óvenjuleg og líklegt er að blöð vanti innan í tvíblöðunginn. Á því blaði sem kalla má bl. 1r, fyrir miðju er fyrsta erindið, Oft er ís lestur. Af kvæðinu Oft er ís lestur eru þessi erindi í þessari röð á bl. 1r-v: 1, 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 12 (aðeins fyrstu línurnar af því síðastnefnda þar sem blaðið endar). Það sem kalla má bl. 2r hefst á erindum úr kvæðinu Stöngin fylgir strokki, þ.e. 11, 5, 7 og loks kemur viðbótarerindið Brók að leysa á brautum en á eftir því kemur (upphafs)erindið Stöngin fylgir strokki, þ.e. 1 og á bl. 2v eru svo erindin: 13, 14, 18, 17. Bl. 1r hefst á 15. erindi sama kvæðis, þá kemur viðbótarerindið Brattur er fjallabingur. Á eftir því er skrifað: „Ender þessara samhenda“ og þar á miðri síðu kemur erindið Oft er ís lestur, eins og áður segir.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
2 blöð (156 mm x 107 mm).
Kveraskipan

Tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur ca 150 mm x 100 mm.
  • Línufjöldi 21 og 22

Ástand

Aðeins brot og líklega vantar blöð innan í tvinnið.

Mjög illa farið tvinn og texti skertur vegna fúa.

Gert hefur verið við blöðin með því að líma í götin viðgerðarpappír.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift.

Fylgigögn

Á seðli með hendi Þórðar Tómassonar: Byggðasafnið í Skógum. Brot úr Samstæðum sr. Hallgríms Péturssonar. 2 blöð úr bandi bókar frá Vestfjörðum. Seinni hluti 18. aldar. Lánað Árnastofnun 7. júní 2006. Þórður Tómasson.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á seinni hluta 18. aldar.

Ferill
Frá Þórði Tómassyni á Byggðasafninu í Skógum.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið afhent til varðveislu 14. október 2009.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði í desember 2018 og jók við upplýsingum frá Margréti Eggertsdóttur 2. apríl 2019.

Lýsigögn
×

Lýsigögn