Skráningarfærsla handrits

SÁM 119

Edda ; Ísland, 1827

Titilsíða

Íslensk Snorra-Edda, hafandi inni að halda I. Gylfaginning eður Háslygi, II. Bragaræður, III. Kenningar og málrúnir. Skrifuð að Kirkjubóli í Stöðvarfirði árið 1827 af NB............

Innihald

1 (2r-100r)
Edda
Titill í handriti

Edda Íslendinga

Athugasemd

Í þessari gerð Eddu sem skipt er í þrjá hluta (sjá: Titilsíða) er bæði formáli Magnúsar Ólafssonar (Laufás-Edda (sjá Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda), Anthony Faulkes 1979 )) og Prologus Snorra Sturlusonar (Snorra-Edda (sjá Snorri Sturluson ritsafn, Vésteinn Ólason 2002: xxxi-xl )). Edda Snorra Sturlusonar er í fjórum hlutum, þ. e. Prologus, Gylfaginning, Skáldskaparmál og Háttatal. Það var að undirlagi Arngríms Jónssonar lærða að Magnús prestur Ólafsson skrifaði Laufás-Eddu (sbr. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda), Anthony Faulkes 1979; 15-16 ) AM 758 (sjá Katalog II; bls. 180 (nr. 1875)) en hún er kerfisbundin skráning á efni Eddu. Magnús setur goðsögurnar fram sem dæmisögur og kenningum Skáldskaparmála raðar hann í stafrófsröð eftir merkingu. Háttatal Snorra-Eddu er ekki með. Magnús skiptir efni sínu í tvo hluta; dæmisögur (Gylfaginning og Bragaræður) og kenningar auk þess sem hann skrifar formála. Í þessari gerð Eddu eru hlutarnir taldir vera þrír. Gylfaginning sá fyrsti, Bragaræður annar og kenningar sá þriðji. Báðir formálarnir (eftir Snorra Sturluson og Magnús Ólafsson) eru með í þessari gerð eins og fyrr er getið.

1.1 (2r-4v)
Efnisyfirlit
Athugasemd

Efnisyfirlitið er nákvæm upplistun á efni bókarinnar sem skiptist í þrjá hluta þ.e. l. partur eður Gylfaginning (40 sögur); 2. partur: Bragaræður (20 sögur); 3. partur. Kenningar og nöfn eftir stafrófi (a-ö). Auk þessa eru Registur yfir málrúnir (klapprúnir, villuletur og rammvilling), Appendix þ.e. Krists og sólarvísur og undir Viðbætir eru fjórir háttalyklar, söguyfirlit og vísa eftir Matthildi Pétursdóttur.

1.2 (5-10v (bls. 1-12))
Formálar
Efnisorð
1.2.1 (5r-v (bls.1-2))
Til lesarans
Titill í handriti

Til lesarans

Upphaf

Edda er íþrótt af forndiktuðum fróðra manna dæmisögum og margfundnum heitum hlutanna, …

Niðurlag

…því öll forn fræði eru ekki á einni bók.

Athugasemd

Hér er formáli Magnúsar Ólafssonar en með breytingum og viðbótum (eftir óþekktan höfund).

Í niðurlagi formálans sem er viðbót við formála Magnúsar er fjallað um efnislegt mikilvægi (sjá blöð 5r-v; sjá formála Magnúsar Ólafssonar ( Edda Magnúsar Ólafsson (Laufás Edda), Anthony Faulkes 1979: 189 ).

Efnisorð
1.2.2 (5v-10v (bls. 2-12))
Prologus Snorra-Eddu
Upphaf

Almáttugur Guð skapaði í upphafi himin og jörð og alla þá hluti sem þeim fylgja …

Niðurlag

… í Norveg, Svíþjóð, Danmörk, Saxland og Jótland, sem sjá má af fornum landaheitum, staða, borga og margra annarra hluta.

Efnisorð
1.3 (11r-43r (bls. 13-77))
Fyrsti partur Eddu
Titill í handriti

Fyrsti partur Eddu

1.3.1 (11r-43r (bls. 13-77))
Gylfaginning
Titill í handriti

Gylfaginning. 1sta Fabula. Um Gylfa og Gefjun

Upphaf

Gylfi réð þar löndum með kóngstign er nú heitir Svíþjóð …

Niðurlag

… og eftir honum sagði hvur maður öðrum allar þessar áður skrifaðar dæmisögur.

Athugasemd

Fjörutíu dæmisögur.

1.4 (43v-63r (bls. 78-117))
Annar partur Eddu
1.4.1 (43v-63r (bls. 78-117))
Bragaræður
Titill í handriti

Bragaræður, I. dæmisaga. Um Ægir

Upphaf

Einn maður er nefndur Ægir …

Niðurlag

…Hér af eru steinar kallaðir brandur Hamðis og Sörla.

Athugasemd

Tuttugu dæmisögur.

1.5 (63r-100v (bls. 117-191))
Þriðji partur Eddu
1.5.1 (63r-94v (bls. 117-180))
Kenningar
Titill í handriti

Kenningar og nöfn eftir a, b, c. A. Ása nöfn.

Upphaf

Baldur, Býleifur, Bragi …

Niðurlag

…hlífar og örvar.

Baktitill

Endi á kenningum.

1.5.2 (95r-98v (bls. 181-188))
Málrúnir
Titill í handriti

Málrúnir, þeirra myndir, nöfn og kenningar eftir stafrófi. a. […] ár.

Upphaf

Ár er afrek, aldarauki, algróinn akur, …

Baktitill

Endi á málrúnum.

Efnisorð
1.5.3 (98v (bls. 188))
Slétturúnir Sæmundar fróða
Efnisorð
1.5.4 (99r-100r (bls. 189-191))
Klapprúnir
Efnisorð
1.5.5 (100r (bls. 191))
Rammvilling
Efnisorð
1.6 (100v-130r (bls. 192-251))
Viðbætur
Titill í handriti

Appendix

Athugasemd

Í viðbótum eru Krists- og sólarvísur, fjórir háttalyklar, söguyfirlit og vísa eftir Matthildi Pétursdóttur.

1.6.1 (100v-101r (bls. 192-193))
Viðbætur við kenningar
1.6.1.1 (100v-101r (bls. 192-193))
Kristsvísur
Titill í handriti

Kristsvísur

Upphaf

Kristur skóp ríkur og reisti, …

Niðurlag

… hvatir né betri bræður landreka æðri.

1.6.1.2 (101r (bls. 193))
Sólarvísur
Titill í handriti

Sólarvísur

Upphaf

Máni skín af mæði …

Niðurlag

… auðið lífs né dauða.

Skrifaraklausa

Þessar Krists- og sólarvísur heyra til kenningunum.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 101r).

1.6.2 (101r (bls. 193))
Kvæði um útleggingu Eddu á danska og latínska tungu
Titill í handriti

Þá Edda var útlögð á danska og latínska tungu var þetta kveðið:

Upphaf

Edda hvílir undir …

Niðurlag

… hafði hún reist sig of.

Skrifaraklausa

Endi. N.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 101r).

1.7 (101v-124r (bls. 194-239))
Háttalyklar
Efnisorð
1.7.1 (101v-109v (bls. 194-210))
Háttalykill Lofts Guttormssonar
Höfundur

Titill í handriti

Hér skrifast Háttalykill dýri, hvern ort hefur Loftur Guttormsson ríki

Upphaf

Marsglóða mín troða hýra, …

Niðurlag

… fróði þáttinn, lykils hátta, nú er [.....]álað.

Efnisorð
1.7.2 (100v-101r (bls. 210-219))
Háttalykill Jóns Guðmundssonar á Felli
Höfundur

Titill í handriti

Annar háttalykill séra Jóns Guðmundssonar á Felli

Upphaf

Litars báru læt eg hér …

Efnisorð
1.7.3 (114v-120v (bls. 220-232))
Bragarhættir teknir saman af Ólafi Markússyni
Höfundur

Ólafur Markússon

Titill í handriti

Þriðji háttalykill eður bragarhættir samanteknir af Ólafi Markússyni anno 1674 í decembri.

Upphaf

Ei mun duga að færa á frest …

Niðurlag

… þrýtur, rénar, bíður smíð.

Skrifaraklausa

Nóta. Þessi háttalykill innihélt 103 bragarhætti en eg hef nokkra úr honum undanfellt sem finnast í þeim fyrirfarandi og eftirfylgjandi lyklum en 13 þeim síðustu bragarháttum sem eru frá annarri hendi hefi eg aftur við aukið. Testor, N. Brynjúlfsson.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 120v).

Efnisorð
1.7.4 (121r-124r (bls. 233-239))
Háttalykill eftir ýmsa höfunda
Titill í handriti

Fjórði háttalykill saminn af ýmsum authoribus.

Upphaf

Fer hér í fótspor flokkum vér …

Niðurlag

… hér sér þver mér er hver kerra.

Efnisorð
1.8 (124r-v (bls. 239-240))
Þrjár kviður
Titill í handriti

Eftirfylgjandi kviður 3 eru ortar

1.8.1 (124r-v (bls. 239-240))
Kviða séra Hallgríms Péturssonar
Titill í handriti

Sú fyrsta af séra Hallgrími Péturssyni.

Upphaf

Týr, Þór, Knörr …

Niðurlag

… var mér þrár lær hlýri.

Athugasemd

Vísan er eignuð fleirum en Hallgrími.

1.8.2 (124v (bls. 240))
Kviða Jóns Guðmundssonar
Titill í handriti

Önnur af séra Jóni Guðmundssyni.

Upphaf

Freyr úr vör sér …

Niðurlag

… mér er hver herjans.

1.8.3 (124v (bls. 240))
Þriðja af Brynjúlfi Brynjúlfssyni
Titill í handriti

Þriðja af Brynjúlfi Brynjúlfssyni

Upphaf

Ber jór þar úr …

Niðurlag

… þver mér er hver kerra.

1.9 (125r-129r (bls. 241-249))
Yfirlit yfir sögur skrifaðar á Íslandi
Titill í handriti

Registur yfir sögur þær sem hér á Íslandi hafa ritaðar verið bæði af innlendum og útlendum.

Upphaf

Adoníus saga, Af Agnari kóngi, Akurnesinga saga …

Niðurlag

… Örvar-Oddi, Ölvesinga saga. Endi.

Skrifaraklausa

Sumar sögur eru þær hér sem eru tvisvar eður jafnvel þrisvar skrifaðar og ber það til þess að þær hafa ýmisleg nöfn og afskriftir og kann það jafnvel að villa ókunnugan ef hann veit ei áður öll þeirra kenningarnöfn. Sumar sögur eru og hér nefndar sem nú meinast ei existera hvað og svo er observatione dignum.

Athugasemd

Yfirlitið er í stafrófsröð.

(Skrifaraklausan er á blaði 129r).

1.10 (129v-130r (bls. 250-251))
Vísa - Langloka eftir Matthildi Pétursdóttur
Höfundur

Matthildur Pétursdóttir

Titill í handriti

Vísa til uppfyllingar. Skrifast hér ein langloka ort af Matthildi Pétursdóttur.

Upphaf

Alla skaltu ævi langa …

Niðurlag

… þér sjálfum hjá, vor Jehova.

Skrifaraklausa

Endir.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 130r).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i +130 blöð (165 mm x 100 mm).
Tölusetning blaða
Blöð voru ótölusett en merkt með blýanti af skrásetjara (des. 2010): 1-130.
Kveraskipan

Sautján kver:

 • Kver I: blöð 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5-12, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 13-20, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 21-28, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 29-36, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 37-44, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 45-52, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 53-60, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 61-68, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 69-76, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 77-84, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 85-92, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 93-100, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 101-108, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 109-116, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 117-124, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 125-130, 3 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 125-135 mm x 75-80 mm.
 • Línufjöldi er ca 26-30.
 • Griporð eru víðast hvar.
 • Síðutitlar.

Ástand

 • Blöð hafa verið styrkt á nokkrum stöðum, s.s. blöð 68r, 84r og 104r.
 • Blöð eru nokkuð notkunarnúin.
 • Leðurklæðning á bókarspjöldum er snjáð og mynstur og litur hefur víða máðst af.

Skrifarar og skrift

Skrifari er að öllum líkindum Nikulás Brynjólfsson, Kirkjubóli í Stöðvarsókn, Suður-Múlasýslu (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur; Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands; http://www.archives.is/index.php?node=124 ). Kansellískrift.

Skreytingar

Tvöfaldur rammi er um titilsíðu (blað 1r). Ramminn er skreyttur í mismunandi litum með laufum, blómum og hjörtum.

Upphafsstafur, þ.e. stækkaður, skreyttur og/eða litaður bókstafur er í upphafi efnisþáttar (sjá t.d. blöð 5r-v og 43v).

Fyrirsagnir eru með blekfylltum stöfum (sbr. blöð 84v og 86r).

Bókahnútur eða ígildi bókahnúts, þ.e. skreyting við niðurlag texta er á blöðum 4v, 43r og 94v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nöfn fyrri eigenda má sjá á blaði 130v (sjá: Feril) og skriftarstaður, dagsetning og ár koma fram á titilsíðu (blaði 1r) ásamt upphafsstöfum skrifara NB.

Nafnið Eiríkur Eiríksson er skrifað á framanvert fremra saurblað.

Band

Band (177 mm x 103 mm x 32 mm): Kjölur og tréspjöld eru klædd leðri (í eitt) með áþrykktu kaflamynstri og er sex blaða blómhnappur í hverjum ferningi. Bandið er spennt saman að framan með koparspennum og leðurólum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Kirkjubóli í Stöðvarfirði árið 1827 af NB............. (sbr. titilsíðu (blað 1r)). NB og N. Brynjúlfsson á blaði 120v benda til þess að Nikulás Brynjólfsson hafi skrifað handritið því á vef Þjóðskjalasafnsins, n.t.t. í manntalinu 1850 má sjá að Nikulás Brynjólfsson var búsettur á Kirkjubóli í Stöðvarfirði. Nikulás er þar sagður vera ekkill, 64 ára að aldri og tengdafaðir bóndans. Handritið hefur hann því skrifað 41 árs að aldri, ef mið er tekið af framansögðu.
Ferill

Upplýsingar um fyrri eigendur má fá í handriti: Á blaði 130v stendur: Sigurður Jóhannesson á með réttu bók þessa að mér dauðum ef hann lifir lengur. En lifi ég lengur, sem ólíklegt er áskil ég mér hana aftur. Til merkis mitt nafn, Jóhannes Árnason, þann 9. október 1848 á Teigarhorni við Berufjörð.

Á blaði 2v stendur (með annarri hendi): S. Jóhannesson á (niðurlag setningarinnar vantar) svo hugsanlega hefur þetta allt gengið eftir sem að framan segir og Sigurður eignast bókina eftir föður sinn.

Í manntalinu 1855 kemur fram að Jóhannes Árnason, Teigarhorni (hjáleiga) sé 86 ára ekkill og blindur. Hann býr þar með dóttur sinn, Ingveldi Jóhannesdóttur og manni hennar, Anthoniusi Eiríkssyni grashúsmanni, en þau áttu dótturina Kristbjörgu sem þá var sjö ára gömul (sbr. Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands; http://www.archives.is/index.php?node=124 ).

Ekki fundust heimildir um vensl Jóhannesar og Sigurðar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
VH skráði handritið 15. desember 2010.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian

Lýsigögn