Skráningarfærsla handrits

SÁM 112

Ljóðabréf ; Ísland, 1861

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(2r-8v )
Ljóðabréf Gísla Konráðssonar til síra Tómasar Tómassonar
Titill í handriti

Sendibréf til síra Tómasar Tómassonar norður, 1861

Upphaf

Frændi og bróðir bið eg sért …

Niðurlag

… Gísli Konráðssonur sem senn að jörðu hniginn.

Athugasemd

Sjötíu og fimm erindi.

Blað 1r er autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 8 blöð + i (167 mm x 104 mm).
Tölusetning blaða

Tölusetning blaða: 1-8 (27. sept. 2010).

Kveraskipan

Eitt kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-145 mm x 70-75 mm.
  • Línufjöldi er ca 20-23.
  • Erindi eru númeruð: 1-75.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, snarhönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Stimpill Kvæðamannafélagsins Iðunnar er á blaði 1r.

Band

Band (172 mm x 110 mm x 7 mm): Pappaspjöld eru klædd marmarapappír (rauðbrúnum og gráum). Brúnn shirtingur er á spjaldhornum og kili. Á kili er gylltur titill: Gísli Konráðsson SENDIBRÉF.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 107, 108, 109, 110 og 111.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ljóðabréfið var skrifað á Íslandi árið 1861 (sbr. blað 2r) og ef hér er um eiginhandarrit höfundar að ræða (?) er það ár, skriftarár handritsins.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 228 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn)
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn