Skráningarfærsla handrits

SÁM 101

Rímur ; Ísland, 1901

Titilsíða

Rímur af Úlfi Uggasyni, kveðnar af og Otúel sterka eftir Guðmund Bergþórsson , skrifaðar í febrúar 1901, af Halldór Steinmann.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-28v (bls. 1-56))
Rímur af Úlfi Uggasyni
Titill í handriti

1. ríma

Upphaf

Suðra skeið um sagnar mið …

Niðurlag

… hljóða sending, náðist varla.

Skrifaraklausa

Skrifaðar í Hraukbæ 22. og 23. febr. 1901 af Halldór Steinmann.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 28v.

Sex rímur; (sjá nánar: Rímnatal 1966: 481-482).

Blað 1v er autt.

Efnisorð
2 (29r-64r (bls. 57-127))
Rímur af Otúel frækna
Titill í handriti

Rímur af Otúel sterka, kveðnar af Guðmundi Bergþórssyni

Upphaf

Máls upptökin myndast þar …

Niðurlag

… oss vor blessi faðir.

Athugasemd

Átta rímur; ortar 1681 (sjá nánar: Rímnatal 1966: 374-375).

Efnisorð
3 (64r-68r (bls. 127-135))
Álfhildar ríma
Titill í handriti

Ríma af Álfhildi konungsdóttur

Upphaf

Er það sögu upphafið …

Niðurlag

… oss vor blessi faðir.

Athugasemd

Fjörutíu og átta erindi (mansöng vantar); samkvæmt Rímnatali mun hafa verið um 60 erindi, ort um 1857 (sjá nánar: Rímnatal 1966: 18-19).

Tvö ónúmeruð lokaerindi. Hefst annað svo: Ártal þekkja allir menn … og hitt svo: Svona bíði braga skrá …

Efnisorð
4 (68r-72v (bls. 135-144))
Ríma af Lykla-dreng
Titill í handriti

Ríma af Litla-dreng eftir sama

Upphaf

Landi svella svölu á …

Niðurlag

… fánýt litla ríma.

Athugasemd

Fimmtíu og níu erindi (mansöng vantar); samkvæmt Rímnatali eru í rímunni 78 erindi, ort 1856 (sjá nánar: Rímnatal 1966: 333).

Efnisorð
5 (72v-77r (bls. 144-153))
Ríma af sjóhrakningi Jóns Ólafssonar úr Leiru 1836
Titill í handriti

Ríma af sjóhrakningi Jóns Ólafssonar úr Leiru árið 1836 (eftir sama)

Upphaf

Efnis látum upphaf þá …

Niðurlag

… guðleg þrenning hæða.

Athugasemd

Sextíu og eitt erindi; samkvæmt Rímnatali eru í rímunni 56 erindi, ort 1836 (sjá nánar: Rímnatal 1966: 249-250).

Efnisorð
6 (77v-79r (bls. 154-157))
Barbarossakvæði
Titill í handriti

Friðrik Barbarósa

Upphaf

Keisari nokkur mætur mann …

Niðurlag

… þá er endað þetta litla kvæði.

Athugasemd

Tólf erindi (sjá nánar: http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/ljodasafn.)

7 (79r-80r (bls. 157-159))
Ríma af Hróaldi
Titill í handriti

Ríma af Hróaldi

Upphaf

Lukkan mér ei lánast snjöll …

Niðurlag

… heim í naustið þagnar.

Athugasemd

Þrettán erindi.

Blað 80v er autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
80 blöð (161 mm x 100 mm).
Tölusetning blaða

Upprunalegt blaðsíðutal: 1-159 (bls. 1-4 eru ótölusettar og bls. 1 og 160 (blöð 1v og 80v) eru auðar og ótölusettar); blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-80.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: blöð 1-40, 20 tvinn.
  • Kver II: blöð 41-80, 20 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 mm x 80-90 mm.
  • Línufjöldi er 20.
  • Pappír er með áprentuðum línum.

Skrifarar og skrift

Með hendi Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar; skriftin er snarhönd, nöfn og oft fyrsta lína rímu eru með snarhönd og / eða kansellískrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu, eru með stærra og settara letri en annars er á textanum (sjá t.d. blöð 54v-55r og 77v).

Skrautbekkur umlykur titilsíðu (sjá blað 1r) og sumar fyrirsagnir (sjá blað 29r).

Skrautræma eða skrautbekkur er á milli rímna.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á aftara kápuspjald innanvert er skrifað H. Sigmundsson.

Band

Band (161 mm x 100 mm x 10 mm): Tvær glósubækur; í hvorri eru 40 blöð saumuð í tvær stífar pappakápur; kápurnar eru festar saman með fjórum bréfaklemmum.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 98, 99, 100, 102, 103, 104, 105 og 106.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Hraukbæ 1901 (sbr. blað 28v).

Ferill
Það er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 217 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn