Skráningarfærsla handrits

SÁM 95

Rímur af Þórði hreðu ; Ísland, 1877-1880

Titilsíða

Rímur af Þórði hreðu, orktar anno 1820, af Sigurði Breiðfjörð á Skutulsfjarðareyri. Svo að það viti svimar dróttir, sem sönginn ljóða mega sjá, maddama Guðrún Magnúsdóttir, mærðina af Þórði Hræðu á, [drotti]nn(?) bið eg dugi þær, til [dægra]styttingar fjær og nær. S.G. Breiðfjörð.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-47v)
Rímur af Þórði hreðu
Titill í handriti

Fyrsta ríma, frá Þórði og bræðrum hans

Upphaf

Blindviðs fram á borðið kút …

Niðurlag

… til Mornar heiðar orma.

Skrifaraklausa

Naf. 26. janúar 1880, M.. ýurdrun (M .. Gurdrun (?))

Athugasemd

Skrifaraklausan er á blaði 46v.

Rifnað hefur af blaði 41 þannig að texti fimm síðustu lína blaðsins hefur skerts.

Tíu rímur.

Rímurnar eru ortar fyrir Guðrúnu Árnadóttur, Helgafelli; hndr.: Lbs. 2292 4to, Lbs. 434 8vo, ÍB 470 8vo (sjá Rímnatal 1966: 513-514).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 47 blöð + i (182-184 mm x 112-114 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalegar blaðsíðutölur hafa trosnað burt á bls. 1-41 og 89-92. Greina má blaðsíðutölur [4]2-[8]8.

Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-46.

Kveraskipan

Sex kver.

 • Kver I: blöð 1-9, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver II: blöð 10-15, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 16-23, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 24-31, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 32-39, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 40-47, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 155-167 mm x 92-95 mm.
 • Línufjöldi er ca 24-29.

Ástand
.

 • Bandið hefur látið verulega á sjá og þarfnast viðgerðar.
 • Kverin hafa losnað úr bandinu en eru saumuð og að mestu samhangandi (Kver I-III hanga saman á einum taumi, sömuleiðis kver IV-VI).
 • Rifnað hefur af blaði 41 þannig að texti fimm síðustu lína blaðsins hefur skerts.

 • Blöð eru blettótt og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari ókunnur. Sprettskrift.

Skreytingar

Fyrirsögn og á stundum fyrsta lína rímu er með stærra letri en yfirleitt er á meginmáli (sjá t.d. blöð 20r og 29r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Á fremra saurblað hefur verið skrifað með blýanti: Eigi rétt skrifaðar.
 • Á titilblað eru stimpluð nöfnin: Jón Borgfirðingur, og Halldór Steinmann. Aftan á bókarkápu er límdur miði (upphaflega hvítur) en á honum stendur: Þórður hreða (með blýanti), Sigurður Jónsson 1877 .

Band

Band (182 mm x 115 mm x 8 mm) er líklega frá síðari hluta 18. aldar. Kverin eru saumuð og utanum þau er þunn pappírskápa gerð úr tveimur samlímdum pappírsörkum þannig að spjaldapappír með marmaramynstri er límdur á bláa skrifpappírsörk.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 91, 92, 93, 94, 96 og 97.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, hugsanlega á árunum 1877-1880, sbr. dagsetingu á blaði 46v og ártal á bókarkápu.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 212 á afhendingarlista (sjá fylgigögn). Það var áður í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar en ekkert er vitað um feril handritsins fram að því fyrir utan það sem hugsanlega má ráða af viðbótum á titilblaði og bókarkápu (sjá nánar: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 95
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn