Skráningarfærsla handrits

SÁM 91

Rímur af Búa Andríðarsyni ; Ísland, 1850-1899

Titilsíða

Rímur af Kjalnesinga sögu eður Búa Andríðarsyni ortar af Jóni Hallgrímssyni á Karlsá í Svarfaðardal, árið 1838. Rímur af Friðrik landstjórnara ortar af Sigurði Breiðfjörð. Rímur af Helga Hundingsbana, kveðnar eftir Sæmundar eddu af skáldinu Gísla Konráðssyni, fyrir jómfrú Maren Havstein í Hofsós.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-64v (bls. 2-128))
Rímur af Búa Andríðarsyni
Titill í handriti

Fyrsta 1.(!) ríma, ferskeytt.

Upphaf

Heil og sæl í hávegum,/ herjans meyjan rjóða …

Niðurlag

… yðar gæti alvaldur / Íslendingar mínir.

Athugasemd

Átta rímur.

Rímurnar eru ortar 1838; hndr.: Lbs. 2645 8vo, ÍB 501 4to (sbr. Rímnatal 1966: 94).

Blað 85 er autt.

Efnisorð
2 (65v-85r (bls.239-278))
Rímur af Friðriki landstjórnara
Titill í handriti

1. ríma, ferskeytt.

Upphaf

Herkju frosti hefir í …

Niðurlag

… dyggðin stríðið vinnur.

Athugasemd

Fimm rímur.

Rímurnar eru ortar 1838 fyrir Sigríði Schiöth; hndr.: Lbs. 1244 4to (brot úr ehndr.), Lbs. 2332 4to, Lbs. 1042 8vo, Lbs. 1132 8vo, Lbs. 1472 8vo, Lbs. 3240 8vo, Lbs. 3378 8vo (sbr. Rímnatal 1966: 151)

Efnisorð
3 (86r-136r)
Rímur af Helga Hundingsbana
Titill í handriti

1. ríma, ferskeytt.

Upphaf

Þó að rímna lasti ljóð …

Niðurlag

… himinsinnuð gæfa.

Athugasemd

Sjö rímur.

Rímurnar eru ortar 1847 fyrir Maríu Havstein; hndr.: Lbs. 702 4to, Lbs. 1277 4to (ehndr.), Lbs. 1428a 4to, Lbs. 1621 4to (brot), Lbs. 1342 8vo, Lbs. 2511 8vo, Lbs. 2946 8vo, ÍB 502 8vo, ÍBR 143 8vo (sbr. Rímnatal 1966: 216).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
137 blöð (165 mm x 111-113 mm).
Tölusetning blaða
Upprunalegt blaðsíðutal 1-128, 239-280. Milli bls. 128 og 239 (blaða 64-65) vantar því um 111 bls. eða 55 blöð. Blöð 86r-137v (Ríma af Helga Hundingsbana) eru ótölusett. Blaðsett af skrásetjara með blýanti: 1-137. Blað 85 og blöð 136v-137v eru auð.
Kveraskipan

Átján kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-69, 1 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver X: blöð 70-77, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 78-85, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 86-93, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 94-101, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 102-109, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 110-117, 4 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 118-125, 4 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 126-133, 4 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 134-137, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 140-150 mm x 80-85 mm.
 • Línufjöldi er ca 23-26.
 • Í Rímum af Búa Andríðarsyni er síðutitill yfir opnu þar sem fram kemur númer viðkomandi rímu (sbr. t.d. blöð 60v-61r).

Ástand
.

 • Bandið hefur látið verulega á sjá og þarfnast viðgerðar.
 • Kver hafa losnað úr bandinu (sbr. kver VIII, XIX, X, XI) og blöð eru blettótt og notkunarnúin.

Skrifarar og skrift

Með einni hendi, skrifari ókunnur. Sprettskrift. Fyrirsagnir og nöfn með áhrifum frá kansellískrift.

Skreytingar

Fylltir stafir og smáflúr á titilsíðum (sbr. blöð 1r, 65r og 86r).

Fyrirsagnir og fyrsta lína rímu eru m.a. með stærra letri en er á meginmáli (sjá t.d. blöð 80r og á stundum á það einnig við um nöfn, s.s. t.d. á blaði 126r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Efnisyfirlit á fremra spjaldblaði, ritað með öðru bleki og annarri hendi, gefur til kynna að hugsanlega hafi ríma af Ásm. og Rósu verið meðal efnis (sbr. blaðafjöldann sem á vantar) en aftan við titilinn hefur verið skrifað með sömu hendi no good; yfir titilinn er strikað með blýanti. Á blaðinu er getið um hinar rímurnar þrjár sem í bókinni eru.
 • Rauðbleikt kennimerki Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar, H. Steinmann, er stimplað á blað 1r.

Band

Band (168 mm x 105 mm x 20 mm) er sennilega frá síðari hluta 19. aldar. Bókarspjöld úr pappa eru pappírsklædd. Brúnt leður er á kili og upprunalega einnig á hornum en nú er aðeins eitt horn leðurklætt.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 92, 93, 94, 95, 96 og 97.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008. Miði með númeri handrits á afhendingarlista er einnig meðfylgjandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var líklega skrifað á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 28 á afhendingarlista (sjá: Fylgigögn). Það var áður í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í september 2010.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 91
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn