Skráningarfærsla handrits

SÁM 85

Stellurímur ; Ísland, 1800-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-64v)
Stellurímur
Titill í handriti

Hér skrifast rímur af Stellu gjörðar af Sigurði Péturssyni sýslumanni í Kjósarsýslu og héraðsdómara í Gullbringusýslu

Upphaf

Í fyrsta sinn eg set á haf …

Niðurlag

… ljómaði fjórða og fimmta sól, fríhöndlunarinnar.

Athugasemd

Átta rímur (sjá nánar Rímnatal 1966: 449).

Um Stellurímur fjallar Guðrún Ingólfsdóttir (1998): „Brjálaður er hann annaðhvert, / eður hann gjörir bögu“; Um kveðskap Sigurðar Péturssonar sýslumanns í Vefni [rafrænt efni] : tímarit Félags um 18. aldar fræði.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 64 + ii blöð í oktavo (134 mm x 75 mm).
Tölusetning blaða
Blaðsett af skrásetjara 1-64.
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 110-120 mm x 65-67 mm.
 • Línufjöldi er ca 24-26.
 • Griporð.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrirsagnir og fyrsta lína í rímu eru með stærra og settara letri en annars er á textunum (sjá t.d. blöð 18r og 55v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Stimpill Halldórs Steinmanns kemur fyrir skertur á blaði 1r: H. Steinm[ann].
Band

Band frá síðari hluta tuttugustu aldar (141 mm x 82 mm x 15 mm). Tréspjöld eru klædd vönduðu rauðu skinni á kili og hornum, slönguskinnslíki er á spjöldum; spjaldblöð eru úr brúnum og örlítið yrjóttum pappír, sami pappír er í fremra saurblaði að framan og aftan; hin saurblöðin eru úr hvítum stýfum pappír; saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 86, 87, 88, 89 og 90.

Fylgigögn
Afhendingarlisti Kvæðamannafélagsins Iðunnar, dagsettur 15. september 2008, fylgir með í öskjunni. Einnig fylgir miði með númeri handrits á afhendingarlista með.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, sennilega á 19. öld.

Ferill
Handritið er gjöf frá Kvæðamannafélaginu Iðunni; tölusett sem nr. 22 á afhendingarlista (sjá fylgigögn). Það var áður í safni Halldórs Steinmanns Þorsteinssonar.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi fékk handritið, ásamt fleiri handritum, afhent til varðveislu þann 15. september 2008. Formleg afhending handritanna fór fram ári síðar, 15. september 2009, þegar Kvæðamannafélagið Iðunn fagnaði 80 ára afmæli sínu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í ágúst 2010.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 85
 • Efnisorð
 • Rímur
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
 1. Stellurímur

Lýsigögn