Skráningarfærsla handrits

SÁM 84

Nafnaskrá ; Ísland, 1878

Titilsíða

Sagan af Ambales kóngi Skrifuð árið átján hundruð sjötíu og átta. Skrifuð upp árið 1878 af 153 ára gamallri bók eftir handriti síra Péturs Einarssonar, skrifuð árið janúar 1722

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-78r (bls. 1-153))
Ambáles saga
Titill í handriti

Sagan af Ambales kóngi

Upphaf

Donrek hét konungur. Hann réði fyrir Hispaníu Spaníu …

Niðurlag

… Stýrði hann ríki sínu til dauðadags með stórum lofstýr og hans sonur Guðfreyr tók ríkið eftir hann.

Skrifaraklausa

Endað Marsmánuði 1878.

Baktitill

Endir sögunnar af Ambalesi kóngi.

Athugasemd

40 kaflar.

2 (78v)
Nafnaskrá
Titill í handriti

Registur yfir mannanöfn

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 78+ ii blöð (172 +/- 1 mm x 108 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða
Blaðsíðutal 4-153; blaðsíður 1-3 eru ómerktar. Blaðmerkt af skrásetjara með blýanti 1-78.
Kveraskipan

Ellefu kver.

 • Kver I: blöð1-6, 3 tvinn.
 • Kver II: blöð 7-14, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 15-24, 5 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-30, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 31-38, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 39-44, 3 tvinn.
 • Kver VII: blöð 45-52, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 53-60, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 61-68, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 69-74, 3 tvinn.
 • Kver XI: blöð 75-78, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 140-148 mm x 84-88 mm.
 • Línufjöldi er ca 22-26.
 • Leturflötur er yfirleitt afmarkaður og þá með bleki eða blýanti. Oftast er merkt fyrir fletinum að neðri spássíu undanskilinni.
 • Griporð víða.
 • Efnið er kaflaskipt: annar kapituli - 40. kapituli (ýmist skrifað fullum stöfum eða með tölustöfum; fyrsti kaflinn er ónúmeraður).

Skrifarar og skrift

Ein hönd, hugsanlega með hendi Jóns Jónssonar Sauðeyings (sbr. nafn efst á blaði 1r), sprettskrift eða snarhönd.

Skreytingar

Skreytt titilsíða í fjólubláu og svargráu (sjá 1r).

Á blaði 1r og á blaði 2r eru skreyttir stafir afmarkaðir af hornréttum fleti í öðrum lit, ýmist svargráum eða fjólubláum.Stafirnir sjálfir eru hvítir með lituðum doppum.

Kaflaskipti og fyrsta lína í kafla eru með stærra og á stundum settara letri en er á meginmáli, (sjá t.d. blöð 28v og 70r).

Band

Band (185 mm x 120 mm x 20 mm) nýlegt; líklega frá síðari hluta tuttugustu aldar. Pappaspjöld eru klædd pappír með marmaramynstri. Leður á hornum og kili; kjölur þrykktur með gyllingu; saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í grárri pappaöskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, 1878 (sbr. blöð 1r og 78r). Efst á blaði 1r er nafnið Jón Jónsson, Sauðeyingur og er þar sennilega um nafn skrifarans að ræða. Á vefsíðunni: http://www.rootsweb.ancestry.com/~nddip/thingvalla.html, er getið um Jón Jónsson Sauðeying, Breiðfjörð meðal Pioneer Icelandic Settlers in Thingvalla Township í Dakota. Jón þessi var fæddur 1856 og var kvæntur Svanborgu Pétursdóttur (1864) samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram. Hugsanlega gætu þessar upplýsingar tengst skrifaranum sem hefði þá skrifað bókina tuttugu og tveggja ára gamall.

Ferill
Ingibjörg G. Haraldsdóttir færði stofnuninni handritið að gjöf en það var í eigu föður hennar, Haraldar Levís Bjarnasonar, fornbókasala í Reykjavík, sem fæddur var í Helguhvammi, Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 19. september 1909, dáinn í Reykjvaík 11. nóvember 1990 (sbr. aðfangaskrá handrita; Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum).

Á blaði 1v er stipmlað: Thordur✳Gudmundsson frá Kvigindisfirdi.

Aðföng
Ingibjörg G. Haraldsdóttir færði stofnuninni handritið að gjöf en það var í eigu föður hennar, Haraldar Levís Bjarnasonar, fornbókasala í Reykjavík, sem fæddur var í Helguhvammi, Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 19. september 1909, dáinn í Reykjvaík 11. nóvember 1990 (sbr. aðfangaskrá handrita; Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði í ágúst 2010.

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Safnmark
 • SÁM 84
 • Efnisorð
 • Fornaldarsögur (síðari tíma)
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn