Undir er vísa sem hefst svo: Til að stytta stundir mér …
„Grímseyjarvísur kveðnar af prestinum síra Guðmundi Erlendssyni. “
„Almáttugur Guð himna hæða … “
„… göfgist hann af hjarta og mál.“
„Endað 22. janúar 1869“
Sextíu og átta erindi.
(Skrifaraklausan er á blaði 4v)
„Þegar neyðin þvingar mest …“
Lausavísa þessi er neðanmáls á eftir skrifaraklausunni.
„Hér byrjast það merkilega kvæði Hugarfundur kveðinn af hr. Magnúsi Einarssyni á Tjörn í Svarfaðardal“
„Margt kann buga heims í höllu … “
„… hljóða snauður kennist eg.“
„40 erindi.“
„Kappakvæði ort af Guðmundi sál. Bergþórssyni“
„Geystur þeysi Glettu byr … “
„… þeir vilja mínum fundinum ná.“
„Endað 1. febrúar 1869.“
Fjórtán erindi. Í innihaldslýsingu Einars Gunnars Péturssonar á efni handritsins segir að þetta kvæði sé ekki alþekkt og ekki sé getið um viðlagið í yfirlitsbókum um slíkt efni (sbr. innihaldslýsingu).
Í umfjöllun um Steinunni Finnsdóttur og kvæði hennar á BRAGI - óðfræðivefur er minnst á kappakvæði hennar og í tengslum við það er minnst á kappakvæði sem hér er skráð og það sagt eftir Guðmund Bergþórsson. Á vefnum segir að kvæðið sem hefst á vísuorðinu 'Geystur þjóti Glettu byr' og er með sama viðlagi og kvæði Steinunnar sé merkt með stöfunum G. B. S. sem vísar trúlega til Guðmundar Bergþórssonar. Það er þó sennilega röng ályktun skrifara þar sem svo virðist sem Árni Böðvarsson bindi nafn sitt í lok ljóðsins.
„Eg sá þá ríða / riddarana þrjá,“
„þeir vilja mínum fundinum ná.“
„Hefur óðar skrifað skrá …“
Lausavísa þessi er neðanmáls á eftir skrifaraklausunni.
„Rímur af Gustaf og Valvesi, ortar af Sigurði Breiðfjörð 1837.“
„Hef eg til þín hug og mál … “
„… sem yndið kærast beiðir.“
Sjö rímur. Rímurnar eru prentaðar 1860.
„Ævintýrið Jóhönnuraunir kveðnar af Snorra Bjarnasyni“
„Uppheims rósar lagar lind / læt eg mengi svala …“
„… svo til friðar ranna.“
Sjö rímur. Þær hafa verið gefnar út þrisvar sinnum og 25 handrit eru til af þeim Í Landsbókasafni (sbr. innihaldslýsingu).
„Rímur af Túto kóngi og Vilhelmínu kveðnar af Hallgrími læknir“
„Efnið kemur máls á met …“
„… gleði, frið og sóma.“
Átta rímur.
„Kvæðin tíðum stytta stund …“
Lausavísa þessi er neðanmáls á eftir rímunum.
„Rímurnar af Sigurði turnara“
„Efnið kemur máls á met …“
„… slagur kvæða.“
Sex rímur.
„Þessi tróð var / þulin ljóð …“
Lausavísa þessi er neðanmáls á eftir rímunum.
„Rímurnar af Þorsteini Víkingssyni, kveðnar af Magnúsi skáldi Jónssyni“
„Kemur dagur / rökkrið þverr …“
„… frí af móði styggða.“
Höfundur er ýmist kenndur við Magnússkóga. Eiginhandrit til (sbr. meðfylgjandi innihaldslýsingu) eða Laugar (sbr. JS 45 okt.(sjá einnig Lbs 3966 4to) ).
Sextán rímur.
„Þessi kera þundar hér …“
Lausavísa þessi er neðanmáls á eftir rímunum.
„Rímurnar af Hálfdani Eysteinssyni“
„Kemur dagur / rökkrið þverr …“
„… frí af móði styggða.“
Eiginhandrit til (sbr. meðfylgjandi innihaldslýsingu (sjá einnig Lbs 3966 4to)).
Níu rímur.
„Ljóða dvínar þulan þá …“
Upphöf nokkurrra vísna sem koma á eftir rímunum.
„Rímurnar af Gríshildi þolinmóðu“
„Gauta sjónar gjaldi með …“
„… lífs hver undur skína.“
Eiginhandrit til, prentaðar 1910 (sbr. meðfylgjandi innihaldslýsingu).
Sjö rímur.
Fjörutíu og tvö kver.
Með einni hendi, skrifari er óþekktur. Snarhönd.
Kaflafyrirsagnir eru með stærra og settara letri en almennt er á textanum. Það á einnig við um fyrstu línu í kafla (sbr. blöð 1r og 33r).
Líklega er bandið (205 mm x 175 mm x 30 mm) samtímaband, þ.e. frá seinni hluta 19. aldar. Spjöld og kjölur eru klædd með pappír (upphaflega svörtum eða dökkbrúnum). Handritið liggur í grárri pappaöskju.
Meðfylgjandi í pappaöskjunni er blaðagrein Rare Icelandic books for auction.
Handritið var hugsnalega skrifað á Íslandi 1869, sbr. blöð 4v og 8v.
Handritið barst Stofnun Árna Magnússonar 12. maí 2006 og það er gjöf frá Erni Arnar ræðismanni í Minneapolis. Handritið hafði hann fengið frá Ritu Goodmanson, ekkju Friðriks Thorsteins Goodmanson (Friðrik var f. 18. apríl 1921). Foreldrar Friðriks voru Grimsie Goodmanson og Roonie Magnusson (sbr. aðfangamiða).
Handritið kom ásamt prentaðri bók: Levys kennslubók handa yfirsetukonum … Rvk. 1871. Aftan við var Huuslægen Kbh. 1868.
VH skráði handritið í júlí 2010