Manuscript Detail

SÁM 73

Sögubók ; Iceland, 1877-1888

Note
Fyrra handrit úr Svíþjóð
Language of Text
Icelandic

Contents

1 (1r-379v)
Sögubók
Note

Efnisyfirlit er á fremra saurblaði sem á er stimplað G. Sturlaugsson. : Á þessari bók eru eftirfylgjandi sögur: 1. Sagan af Agnari kóngi Hróarssyni, 2. Saga Hrafnkels goða, 3. Þáttur af Þorsteini Stangarhögg, 4. Þáttur af Þorsteini hvíta, 5. Sagan af Gunnlaugi Ormstungu, 6. Droplaugarsona saga hin meiri, 7. Sagan af Þorgilsi Örrabeinsfóstra, 8. Hænsa Þóris saga, 9. Þorfinns saga karlsefnis, 10. Sagan af Reimari og Fal hinum sterka, 11. Saga Flórus og Blansiflúr, 12. Sagan af Sigurði turnara, 13. Sagan af Bæring fagra, 14. Gull-Þóris saga, 15. Natans saga. Utan við upptalninguna er bætt við: Þáttur af Bárði birtu og Skarfi skímu. Sagan af Hænsa Þóri er tvítekin í handritinu en einungis er getið um fyrri uppskriftina í efnisyfirliti.

Upprunalegt blaðsíðtal bókarinnar er í fimm hlutum: 1) blaðsíður 1-170, blöð 1r-85v (blað 32v er autt); 2) blaðsíður 3-324, blöð 86r-246v; 3) blaðsíður 81-188, blöð 247r-300v; 4) blaðsíður 95-170, blöð 301r-338v ; 5) blaðsíður 1-76, blöð 339r-376v (blöð 377v-378v eru auð)

1.1 (1r-189v (bls. 1-170))
Sögubók - fyrsti hluti
1.1.1 (1r-31v )
Sagan af Agnari konungi Hróarssyni
Rubric

Sagan af Agnari konungi Hróarssyni

Incipit

Það er upphaf þessarar sögu að Helgi konungur Hálfdánarson …

Explicit

… þar til Agnar konungur lét aftur kristna það.

Colophon

Endar þannig sagan af Agnari konungi Hróarssyni, er hún nú eins og hún kemur fyrir sjónir gerð eftir rímunum þar hvergi er að fá sjálfa söguna, af Guðbrandi Sturlaugssyni. En blöðin á Ástríður Guðbrandsdóttir. Hvítadal February 16, 1883

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 32v).

Á blöðum meðfylgjandi handritinu er þess getið að: Um rímurnar, sem eru eftir Árna Böðvarsson, sjá Brávallarímur s. clxxi. Hann nefndi þar þrjú handrit og er eitt með hendi Guðbrands, en annað með hendi Magnúsar í Tjaldanesi.

1.1.2 (32r)
✞ Minning
Rubric

✞Jón Þórarinsson fyrrum hreppstjóri f. 1807, d. 1897 í desember að Grund í Skorradal …

Incipit

Hann var ekki hversdagsmaður …

Note

Blað 32v er autt.

Text Class
1.1.3 (33r-48v )
Hrafnkels saga Freysgoða
Rubric

Sagan af Hrafnkeli Freysgoða

Incipit

Það var á dögum Haralds hárfagra Hálfdanarsonar …

Explicit

… báðir áttu þeir goðorð saman og þóttu miklir menn fyrir sér.

Colophon

Hvítadal March 01, 1883 af Guðbrandi Sturlaugssyni.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Hrafnkeli Freysgoða.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 48v).

1.1.4 (49r-59r )
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Rubric

Söguþáttur af Þorsteini stangarhögg

Incipit

Þórarinn hét maður er bjó í Sunnudal …

Explicit

… og er margt stórmenni frá þeim komið.

Final Rubric

Og lýkur hér söguþætti Þorsteins stangarhöggs.

1.1.5 (49r-59r )
Þorsteins saga hvíta
Rubric

Sagan af Þorsteini hvíta

Incipit

Ölver hét maður og var kallaður hinn hvíti …

Explicit

… og endar þannig sagan af Þorsteini hvíta og Þorsteini fagra.

Colophon

Hvítadal March 10, 1883

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 59r).

1.1.6 (60r-82r )
Gunnlaugs saga ormstungu
Rubric

Sagan af Gunnlaugi ormstungu og Skáld-Hrafni

Incipit

Eftir því sem sagt hefur Ari prestur hinn fróði …

Explicit

… hún muni hafa andast nálægt 1020 eftir aldri barna hennar sem öll munu hafa verið ung er hún lést.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Gunnlaugi Ormstungu.

1.1.6.1 (82r )
No Title
Incipit

Þessi saga því er ver …

Colophon

Þessar vísur voru kveðnar undir nafni stúlku sem lastaði sögu þessa, hældi mjög kveðskap Sigurðar Breiðfjörðs.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 82r).

1.1.7 (82r-85V)
Ættartala Guðbrands Sturlaugssonar frá Kveldúlfi hersi til Ástríðar Guðbrandsdóttur
Colophon

En þeim til gamans sem lesa vilja læt eg hér með fylgja ættartölu mína frá Kveldúlfi svo að þeir sem lifa eftir mína daga geti talið ætt sína til Helgu hinnar vænu.

Note

(Skrifaraklausan um ættartöluna er á blaði 82r).

Dagsetning uppskriftarinnar er á blaði 83r en eftir henni koma viðbætur við ættartöluna, þ.e. á blöðum 83r-83v og á blöðum 84r-85v er ættartala Fornjótsættar [sic] til þeirra manna sem nú lifa.

Text Class
1.2 (86r-246v (bls. 3-324))
Sögubók - annar hluti
1.2.1 (86r-147r )
Droplaugarsona saga
Rubric

Njarðvíkinga- eður Droplaugarsona saga hin meiri

Incipit

Þorgerður hét kona …

Explicit

… og Þorvaldur sonur þeirra Gríms. Þorvaldur átti þann son er Ingjaldur hét, hans son var Þorvaldur er sagði fyrir sögu þessa.

Colophon

Hafi þeir gaman af er hlíða á söguna. Hvítadal April 04, 1881

Final Rubric

Og endar þannig sagan af þeim Helga og Grími Droplaugarsonum.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 147r).

1.2.2 (147r-175v )
Flóamanna saga
Rubric

Hér skrifast Flóamanna saga eður sagan af Þorgilsi örrabeinsfóstra

Incipit

Haraldur gullskeggur hefur kóngur heitið í Sogni …

Explicit

… þeirra dóttir Sigríður átti Guðbrand bónda Sturlaugsson á Hvítadal.

Colophon

Skrifuð í Hvítadal árið 1881.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Þorgilsi örrabeinsfóstra.

Note

Guðbrandur hefur bætt við ættartölu sögunnar og endar hún á nafni skrifarans sjálfs.

(Skrifaraklausan er á blaði 175v).

1.2.3 (176r-193r )
Hænsna-Þóris saga
Rubric

Sagan af Hænsa-Þórir og nokkrum Borgfirðingum

Incipit

Oddur hét maður og var Önundarson…

Explicit

… Jófríður þótti hinn mesti kvenskörungur.

Final Rubric

Og endar þannig Hænsa-Þóris saga.

1.2.4 (193v-206r )
Eiríks saga rauða
Rubric

Sagan af Þorfinni Þórðarsyni karlsefni

Incipit

Herjólfur hét maður íslenskur og sonur hans Björn…

Explicit

… Lúkum vér svo sögu Þorfinns karlsefnis.

Colophon

Skrifuð í Hvítadal March 28, 1882

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 206r).

1.2.5 (206r-225v)
Sagan af Reimari keisara og Fal hinum sterka
Author

Séra Jón Oddsson Hjaltalín

Rubric

Sagan af Reimari kóngi og Fal enum sterka

Incipit

Svo byrjar þessa sögu …

Explicit

… og stýrðu ríkjum sínum langa ævi og niðjar þeirra eftir þá.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Reimari keisara og Fal hinum sterka.

Note

Sagan er eignuð Jóni Oddssyni Hjaltalín (sbr. Kristinn Kristjánsson 1979 (óútgefin lokaritgerð)).

Text Class
1.2.6 (226r-242v)
Hænsna-Þóris saga
Rubric

Sagan af Hænsa-Þórir

Incipit

Oddur hét maður og var Önundarson …

Explicit

… Jófríður var hinn mesti kvenskörungur þar um sveitir.

Final Rubric

Og endar þannig Hænsa-Þóris saga.

1.2.7 (243r-246v)
Af Bárði birtu og Skarfi skímu
Rubric

Lítill söguþáttur af Bárði birtu og Skarfi skímu eður [....] úr landnámasögu þeirra eru byggðu Fljót, Sléttuhlíð og Höfðaströnd og þær sveitir.

Incipit

Þá Höfða-Þórður bjó í Höfða á Höfðaströnd …

Explicit

… og er margt manna frá honum komið.

Colophon

Hvítadal 3. janúar 1883, Guðbrandur Sturlaugsson. Þenna söguþátt skrifaði ég eftir afar gömlum blaðaskræðum og mun hann ei víða vera til. Heyrir hann til landnámasögu landsins. G.S.

Final Rubric

Endar þannig að segja frá Bárði birtu og Skarfi skímu.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 246v).

1.3 (247r-300v (bls. 81-188))
Sögubók - þriðji hluti
1.3.1 (247r-266r )
Flóres saga og Blankiflúr
Rubric

Sagan af Flórus og Blantseflúr

Incipit

Felix hefur kóngur heitið …

Explicit

… en synir þeirra stýrðu ríkinu eftir þeirra dag og þóttu hinir mestu ágætismenn.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Flórusi kóngi og Blantseflúr drottningu.

Text Class
1.3.2 (266r)
Hátt bar segl við húna …
Author

Sandanesi

Incipit

Hátt bar segl við húna …

Colophon

Þannig kvað Þorvaldur gamli á Sandanesi þegar ræningjaskip sveimaði þar fyrir landi. Er það sögn manna að skipið færist með allri áhöfn.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 266r).

Text Class
1.3.3 (266v)
Faðir vor á himna hæðum …
Author

Sandanesi

Rubric

Faðir vor í ljóðum eftir Þorvald gamla

Incipit

Faðir vor í himna hæðum …

Colophon

Það ætla menn að Þorvaldur dæi blindur og fjörgamall árið 1566, Guðbrandur Sturlaugsson.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 266v).

Text Class
1.3.4 (267r-282v )
Sigurðar saga turnara
Rubric

Sagan af Sigurði Vilhjálmssyni turnara

Incipit

Svo byrjar sögu þessa að fyrir Frakklandi hefur kóngur ráðið …

Explicit

… Endar þannig söguna af Sigurði konungi Vilhjálmssyni er kallaður var turnari.

Colophon

Skrifuð á Hvítadal, February 1877.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 282v).

Text Class
1.3.5 (283r-299v )
Bærings saga
Rubric

Sagan af Bæring fagra riddara

Incipit

Á dögum Alexanders páfa réði fyrir Saxlandi …

Explicit

… og höfum vér ei meira heyrt af hans frægðarverkum.

Final Rubric

Og endar þannig sagan af Bæring fagra riddara.

Text Class
1.3.6 (300r-300v)
Rask
Author

Þorsteinn Erlingsson

Rubric

R. Kr. Rask. 1787-1832-1837

Incipit

Þú komst þegar Fróni reið allra mest á …

Colophon

Þorsteinn Erlingsson kvað þannig um Dani að makligleikum.

Note

Kvæðið er í ljóðabók Þorsteins Erlingssonar, Þyrnum. Ljóðið hefur undirtitilinn Á hundrað ára afmæli hans 1887.

(Skrifaraklausan er á blaði 300v).

Text Class
1.3.7 (300v )
Bjarni bjó til húfu …
Incipit

Bjarni bjó til húfu …

Text Class
1.4 (301r-338v (bls. 95-170))
Sögubók - fjórði hluti
1.4.1 (301r-337r )
Gull-Þóris saga
Rubric

Hér hefst Gull-Þóris eður Þorskfirðinga saga

Incipit

Hallsteinn son Þórólfs Mostrarskeggja …

Explicit

… Gunnar bjó á Gunnarsstöðum en Grímur í Múla langa tíð en Þorsteinn Kinnarsson á Kinnarstöðum.

Colophon

Skrifuð á Hvítadal 1880. Þennan eftirfylgjandi kapitula vantaði í handrit það er ég skrifaði eftir og læt ég hann því hér með fylgja eins og hann fyrir kemur í prentuðu sögunni, er hann þar hinn ellefti.

Final Rubric

Endar þannig sagan af Gull-Þórir og Þorskfirðingum.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 336v).

1.4.1.1 (336v-337r )
Gull-Þóris saga
Incipit

… Það verður þessu næst til tíðinda …

Explicit

… beið hann við eyjarnar til þess er veðrið lægði. Hélt hann þá heim og sagði sínar farir ei slétttar.

Colophon

Þannig er þessi kapituli og er mér grunur á að hann sé seinni manna smíðan. Eigi síður enn seinasti hluti sögurnnar. Guðbrandur Sturlaugss.

Note

(Skrifaraklausan er á blaði 337r).

1.4.2 (337v-338v )
Ættartala Ástríðar Guðbrandsdóttur rakin frá Guðmundi ríka og konu hans, Þórlaugar Atladóttur
Rubric

Ættartala Guðmundar ríka

Incipit

Guðmundur ríki bjó á Möðruvöllum í Eyjafirði …

Explicit

… Guðmundur bóndi á Hvítadal. Hans dóttir … Ástríður Guðbrandsdóttir sem þessa bók á.

Text Class
1.5 (339r-378v (bls. 1-80))
Sögubók - fimmti hluti
Note

(blöð 377v-378v eru auð)

1.5.1 (339r-376v )
Sagan af Natani Ketilssyni
Rubric

Sagan af Natani Ketilssyni

Incipit

Ketill hét maður, son Eyjólfs Eyjólfssonar …

Explicit

… og kom svo að hann gekkst við faðerni sveinsins, gaf með honum og fór síðan utan með hann.

Physical Description

Support
Pappír
No. of leaves
ii + 378 + i blöð í (220 +/- 1 mm x 172 +/- 1 mm). Saurblað og spjaldblað (gul, bæði að framan (það fremra) og aftan) eru tvinn.
Foliation
Blaðmerkt af skrásetjara með blýanti: 1-378. Upprunalegt blaðsíðutal bókarinnar er í fimm hlutum: 1) blaðsíður 1-170, blöð 1r-85v; 2) blaðsíður 3-324, blöð 86r-246v; 3) blaðsíður 81-188, blöð 247r-300v; 4) blaðsíður 95-170, blöð 301r-338v ; 5) blaðsíður 1-76, blöð 339r-376v (blöð 377v-378v eru auð) .
Collation

Níutíu og fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: blöð 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: blöð 9-12, 2 tvinn.
  • Kver IV: blöð 13-16, 2 tvinn.
  • Kver V: blöð 17-20, 2 tvinn.
  • Kver VI: blöð 21-24, 2 tvinn.
  • Kver VII: blöð 25-28, 2 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 29-32, 2 tvinn.
  • Kver IX: blöð 33-36, 2 tvinn.
  • Kver X: blöð 37-40, 2 tvinn.
  • Kver XI: blöð 41-44, 2 tvinn.
  • Kver XII: blöð 45-48, 2 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 49-52, 2 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 53-56, 2 tvinn.
  • Kver XV: blöð 57-60, 2 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 61-64, 2 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 65-68, 2 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 69-72, 2 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 73-76, 2 tvinn.
  • Kver XX: blöð 77-80, 2 tvinn.
  • Kver XXI: blöð 81-84, 2 tvinn.
  • Kver XXII: blöð 85-88, 2 tvinn.
  • Kver XXIII: blöð 89-92, 2 tvinn.
  • Kver XXIV: blöð 93-96, 2 tvinn.
  • Kver XXV: blöð 97-100, 2 tvinn.
  • Kver XXVI: blöð 101-104, 2 tvinn.
  • Kver XXVII: blöð 105-108, 2 tvinn.
  • Kver XXVIII: blöð 109-112, 2 tvinn.
  • Kver XXIX: blöð 113-116, 2 tvinn.
  • Kver XXX: blöð 117-120, 2 tvinn.
  • Kver XXXI: blöð 121-124, 2 tvinn.
  • Kver XXXII: blöð 125-128, 2 tvinn.
  • Kver XXXIII: blöð 129-132, 2 tvinn.
  • Kver XXXIV: blöð 133-136, 2 tvinn.
  • Kver XXXV: blöð 137-140, 2 tvinn.
  • Kver XXXVI: blöð 141-144, 2 tvinn.
  • Kver XXXVII: blöð 145-148, 2 tvinn.
  • Kver XXXVIII: blöð 149-152, 2 tvinn.
  • Kver XXXIX: blöð 153-156, 2 tvinn.
  • Kver XL: blöð 157-160, 2 tvinn.
  • Kver XLI: blöð 161-164, 2 tvinn.
  • Kver XLII: blöð 165-168, 2 tvinn.
  • Kver XLIII: blöð 169-172, 2 tvinn.
  • Kver XLIV: blöð 173-176, 2 tvinn.
  • Kver XLV: blöð 177-180, 2 tvinn.
  • Kver XLVI: blöð 181-184, 2 tvinn.
  • Kver XLVII: blöð 185-188, 2 tvinn.
  • Kver XLVIII: blöð 189-192, 2 tvinn.
  • Kver XLIX: blöð 193-196, 2 tvinn.
  • Kver L: blöð 197-200, 2 tvinn.
  • Kver LI: blöð 201-204, 2 tvinn.
  • Kver LII: blöð 205-208,2 tvinn.
  • Kver LIII: blöð 209-212,2 tvinn.
  • Kver LIV: blöð 213-216, 2 tvinn.
  • Kver LV: blöð 217-220, 2 tvinn.
  • Kver LVI: blöð 221-224, 2 tvinn.
  • Kver LVII: blöð 225-228, 2 tvinn.
  • Kver LVIII: blöð 229-232, 2 tvinn.
  • Kver LIX: blöð 233-236, 2 tvinn.
  • Kver LX: blöð 237-242, 3 tvinn.
  • Kver LXI: blöð 243-246, 2 tvinn.
  • Kver LXII: blöð 247-250, 2 tvinn.
  • Kver LXIII: blöð 251-254, 2 tvinn.
  • Kver LXIV: blöð 255-258, 2 tvinn.
  • Kver LXV: blöð 259-262, 2 tvinn.
  • Kver LXVI: blöð 263-266, 2 tvinn.
  • Kver LXVII: blöð 267-270, 2 tvinn.
  • Kver LXVIII: blöð 271-274, 2 tvinn.
  • Kver LXIX: blöð 275-278, 2 tvinn.
  • Kver LXX: blöð 279-282, 2 tvinn.
  • Kver LXXI: blöð 283-286, 2 tvinn.
  • Kver LXXII: blöð 287-290, 2 tvinn.
  • Kver LXXIII: blöð 291-294, 2 tvinn.
  • Kver LXXIV: blöð 295-298, 2 tvinn.
  • Kver LXXV: blöð 299-300, 1 tvinn.
  • Kver LXXVI: blöð 301-304, 2 tvinn.
  • Kver LXXVII: blöð 305-308, 2 tvinn.
  • Kver LXXVIII: blöð 309-312, 2 tvinn.
  • Kver LXXIX: blöð 313-316, 2 tvinn.
  • Kver LXXX: blöð 317-320, 2 tvinn.
  • Kver LXXXI: blöð 321-324, 2 tvinn.
  • Kver LXXXII: blöð 325-330, 3 tvinn.
  • Kver LXXXIII: blöð 331-334, 2 tvinn.
  • Kver LXXXIV: blöð 335-338, 2 tvinn.
  • Kver LXXXV: blöð 339-342, 2 tvinn.
  • Kver LXXXVI: blöð 343-346, 2 tvinn.
  • Kver LXXXVII: blöð 347-350, 2 tvinn.
  • Kver LXXXVIII: blöð 351-354, 2 tvinn.
  • Kver LXXXIX: blöð 355-358, 2 tvinn.
  • Kver XC: blöð 359-362, 2 tvinn.
  • Kver XC: blöð 363-366, 2 tvinn.
  • Kver XCII: blöð 367-370, 2 tvinn.
  • Kver XCIII: blöð 371-374, 2 tvinn.
  • Kver CXIV: blöð 375-378, 2 tvinn.

Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 180-190 mm x 140-150 mm.
  • Línufjöldi er 24-34.
  • Strikað er fyrir leturfleti með blýanti nema við neðri spássíu.

Condition

  • Klæðning kápuspjaldanna er upplituð og máð og skinnklæðning á kili er tekin að gefa sig.

Script

Með hendi Guðbrands Sturlaugsson í Hvítadal. Snarhönd. Stimpill skrifarans er á seinna fremra saurblaði.

Binding

Band (227 mm x 195 mm x 54 mm) er hugsanlega frá 1880-1888, og þá samtímaband ef mið er tekið af því hvenær skrifarinn gaf dóttur sinni bókina (sjá feril). Bókin er bundin í þykk pappaspjöld, klædd brúnu skinni á kili og hornum og blágrænn snjáður líndúkur er á spjöldum. Kjölur er þrykktur.

Accompanying Material
Meðfylgjandi eru fjögur vélrituð blöð (A4) með innihaldslýsingu bókanna SÁM 73 og SÁM 74 og miði með upplýsingum um aðföng.

History

Origin

Handritið var skrifað á Íslandi, n.t.t. að Hvítadal í Dalasýslu. Skrifarinn setur bókina saman fyrir dóttur sína Ástríði Guðbrandsdóttur. Elsta uppskrift bókarinnar er frá 1877 en 1888 er hún eignuð Ástríði. SÁM 73 er önnur tveggja bóka sem Guðbrandur skrifaði og merkti dóttur sinni. Hin bókin er SÁM 74.

Provenance
Á fremra (síðara) saurblað hefur skrifarinn skrifað:Bókina á Ástríður Guðbrandsdóttir. Henni gefin af föður hennar, Guðbrandi Sturlaugssyni, 1888.

Guðbrandur (1820-April 14, 1897) var fyrst bóndi í Kaldrananesi í Strandasýslu, 1847-1861, en síðan bóndi á Hvítadal til æviloka. Ástríður var fædd December 02, 1880 og hún lést July 24, 1949 Hún var ekki hjónabandsbarn en móðir hennar var Ólína Andrésdóttir skáldkona.

Ástríður var saumakona í Reykjavík, ógift og barnlaus (sbr. meðfylgjandi blöð (vélrituð (A4)).
Acquisition

Handritið fékk Stofnun Árna Magnússonar að gjöf frá sonum prófersors Valters Janssons 2003. Það hafði hann fengið frá nemanda sínum Gunn Nilsson September 14, 1951. Gunn Nilson, síðar Widmark, prófessor í Uppsölum, keypti handritið á Íslandi árið 1951 fyrir milligöngu Sigurðar Nordals, ásamt tveimur öðrum handritum (sbr. fylgigögn).

Additional

Record History

VH skráði handritið í July 2010

Bibliography

Metadata