Skráningarfærsla handrits

SÁM 71

Eyrbyggja saga ; Ísland, 1795

Titilsíða

Sagan af þeim Eyrbyggjum. Item af Bragða-Ölvi og Ormi Framarssyni 1795

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(2r-73v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Eyrbyggja saga

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

… þar sem nú stendur kirkjan.

Skrifaraklausa

Þessar sögur af Eyrbyggjum, Bragða-Ölvi og Ormi Framarssyni eru skrifaðar af prestunum séra Hjálmari Þorsteinssyni og séra Birni Hjálmarssyni í Tröllatungu Anno 1795.

Baktitill

Og lýkur þar sögu Þórnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.

Athugasemd

Skrifaraklausan er á versóhlið titilsíðu (bl. 1v).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
73 blöð (208 +/- 2 mm x 160 +/- 2 mm).
Tölusetning blaða
Blöð handritsins eru ótölusett.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 180 +/-2 mm x 135 +/- 4 mm.
  • Línufjöldi er ca 26-29.
  • Vísur eru afmarkaðar frá megintexta með inndrætti.

Ástand

  • Blöð hafa glatast aftan af handritinu með sögunum af Bragða-Ölvi og Ormari Framarssyni.
  • Blöðin eru skítug og notkunarnúin og mjög trosnuð á jöðrum. Hefur texti skerst á blöðum 1r-9v vegna þess.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

Sumt með hendi Hjálmars Þorsteinssonar, síðfljótaskrift.

Sumt með hendi Björns Hjálmarssonar, síðfljótaskrift.

Skreytingar

Skreyttur rammi um titilsíðu, sumpart laufskreyti í rauðu og grænu.

Fyrirsögn með blekfylltum stöfum og upphafsstafur er einnig blekfylltur (bl. 2r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Nafn fyrri eiganda á bl. 14r og spássíugrein á bl. 58r. Eitthvert krot á bl. 65v.
Band

Handritið er óinnbundið og liggur í pappaöskju frá Stofnun Árna Magnússonar. Því hefur verið skipt í 9 hluta og blaði slegið um hvern þeirra.

Fylgigögn

Seðill með upplýsingum um gefanda og nokkra fyrri eigendur.

Kort í umslagi með kveðju og dagsetningu en engri undirskrift. Umslagið er stílað á Einar Ólaf Sveinsson þáverandi forstöðumann Handritastofnunar Íslands.

Ljósrit af minningargreinum um gefanda, Ebbu Sveinsdóttur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað í Tröllatungu í Steingrímsfirði árið 1795.
Ferill

Á bl. 14r stendur: Jón Jónsson á söguna þessa.

Fyrri eigendur, næst á undan gefanda, voru Sveinsiníus Magnússon, kaupmaður í Kaupmannahöfn, Magnús Jónsson í Kvídal eða kona hans.

Ebba Sveinsdóttir (Jónsson), Garðaflöt 15, Garðahreppi, gaf handritið. Einnig stendur á seðli: Dansk kvindeklub (form. Elizabeth Richter) vill helst afhenda þetta á afmæli klúbbsins 4. maí. Og með annarri hendi: EÓS vildi ekki gera opinbert á sínum tíma, því gjöfin barst rétt áður en danska þingið samþ. á seinna skipti afh. Hafði hugsað sér að skjóta þakklæti til kvennanna inn í e-a athöfn síðar.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar eignaðist handritið 4. maí 1965 (sbr. dags. korts).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
ÞS skráði 27.-28. júlí 2010.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Eyrbyggja saga

Lýsigögn