Skráningarfærsla handrits

SÁM 47

Sigurgarðs saga frækna

Innihald

(1r-33v)
Sigurgarðs saga frækna
Titill í handriti

Sagan af Sigurgarði frækna

Upphaf

Ríkharður hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… endast svo þessi saga. Endir.

Skrifaraklausa

Skrifað af Guðmundi Kristjánssyni í Árlækjarseli árin 1867 og 68.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
33 + i bl. Auð blöð: 1v.
Tölusetning blaða

Titilsíða (1r) er ótölusett en sagan er blaðsíðumerkt af skrifara 1-64.

Umbrot

Eindálka.

Línufjöldi 23-26

Ástand

Eitt blað hefur losnað, bl. 9 (bls. 13-14), og verið límt á skakkan stað, á eftir bl. 10.

Blað 9 er rifið þversum

Skrifarar og skrift

Guðmundur Kristjánsson frá Árlækjarseli í Kelduhverfi

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titilsíðu er bætt við handritið síðar, e.t.v. þegar það var bundið inn: Sagan af Sigurgarði frækna. Skrifuð af Guðmundi Kristjánssyni 1867 og 68 Árlækjarseli. Eigandi Björn Guðmundsson, Lóni 1888. Fari þeir sem ég lána bókina vel með hana.
  • Eigandi handrits Björn Guðmundssonhefur skrifað nafn sitt innan á fremri kápu og á bl. 2r.

Band

Band frá ca 1888. Pappi klæddur brúnum og ljósum marmarapappír með dökkbrúnum striga á kili og hornum ( mm x mm x mm).

Fylgigögn

Sendibréf frá Katrínu Árnadóttur, Logalandi 25, Reykjavík, dagsett í janúar 1985

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað árin 1867-1868.

Ferill

Skrifari gaf syni sínum Birni Guðmundssyni, afa gefanda, bókina árið 1888. Bókin fannst á árinu 1984 að Lóni í Kelduhverfi þar sem Björn bjó.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar fékk að gjöf í janúar 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
ÞS skráði handritið 30. september 2008
Lýsigögn
×

Lýsigögn