Skráningarfærsla handrits

SÁM 44

Samantektir um skilning á Eddu

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-32r)
Samantektir um skilning á Eddu
Höfundur

Jón Guðmundsson lærði

Titill í handriti

Sű fijrsta fregn af Sturno i krijt epter | fornum frædebkum, nu upp teijknad, | ffrdlega til gamanns

Upphaf

A dgum Iösue, er hfdijnge var

Niðurlag

bróllta vmm fletinn | og skinn vid skrila

Athugasemd

B-gerð Samantektanna, en þetta er besta og heillegasta handrit þeirrar gerðar ( Einar G. Pétursson 1998:223 ).

2 (32r-40v)
Egils drápa Skallagrímssonar
Höfundur

Björn Jónsson á Skarðsá

Titill í handriti

Egils drápa Skallagrímssonar

Upphaf

Hier skulu sijnast lofvijsur Eigilz

Niðurlag

huor sem þad vill hier til setia

Athugasemd

Skýringar við Höfuðlausn.

3 (40v-60v)
Hér skal sýnast nokkuð samantekið um Eddubækur. Nokkrar málsgreinir, nú fyrst um það hvaðan Eddubækur hafa sitt nafn
Höfundur

Björn Jónsson á Skarðsá

Titill í handriti

Hier skal sijnast nockud samantek|ed vmm Eddubækur. | Nockrar mz greijner, :/: nu fijrst :/: vmm þad, huadann | Eddubækur hafa sitt nafn

Upphaf

Tuær bækur ero þær hier islande

Niðurlag

Samannteked Anno 1644. | Skardz . - Birn Joonßon. -

Athugasemd

Skýringar við Völuspá.

4 (60v-93v)
Rímbegla
Titill í handriti

Hier Hefst formle Bkarinnar Rijmbeglu, epter | þui sem hennar Hfundur hefur tilsett

Upphaf

Bk si er samannsett, af fræde marghttadre

Niðurlag

sem fie hirdslann er

Athugasemd

Texti lítillega skertur vegna skemmda á blöðum.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 93 + ii blöð í kvartó (198-199 mm x 158 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blýantsblaðmerking 1-92 (1r-154r), þ.e. upprunaleg blöð handrits eru öll blaðmerkt, en innskotsblöð eru ómerkt. Sá sem blaðmerkti hefur hins vegar óvart skrifað töluna 12 tvisvar, þ.e. blað 13 er blaðmerkt 12 o.s.frv.

Kveraskipan

Ellefu kver:

  • 2 stök blöð.
  • Kver I: 7 blöð, 3 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver II: 9 blöð, 4 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver III: 12 blöð, 6 tvinn.
  • Kver IV: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver V: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver VI: 8 blöð, 5 tvinn og 4 stök blöð.
  • Kver VII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver VIII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver IX: 8 blöð, 7 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver X: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver XI: 7 blöð, 3 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

  • Leturflötur er
  • Línufjöldi er 22-25.
  • Griporð.

Ástand

Bl. 24, 25, 30, 67, 78, 90 og 91 rifin, texti þó aðeins skertur á bl. 67 og 78.

Skrifarar og skrift

Ein hönd

Óþekktur skrifari, sama hönd og á Lbs 183 fol. ( Einar G. Pétursson 1998:225 ).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Við band hefur auðum blöðum verið skotið inn í handritið, e.t.v. til að skrifa á skýringar við textann ( Einar G. Pétursson 1998:223 ). Svo virðist sem blöð þessi hafi staðið aftan við hvert blað í handritinu, en síðar hafa sum þeirra verið skorin eða rifin burt og af sumum er einungis eftir rifrildi (milli bl. 7 og 8, 20 og 21, 30 og 31, 32 og 33, 59 og 60, 66 og 67, 86 og 87, 90 og 91). Heil blöð eru nú 55.
  • Víða eru athugasemdir við textann á spássíum, t.d. 10r, 32r-v og 33r.
  • Bendistafir eru á stöku stað á spássíum þar sem vísur eru í texta, t.d. 23v og 24r.
  • Neðst á bl. 5r og inni í textanum á 5v, hefur einhver sett sviga utan um textann með blýanti. Einnig hefur sá sami og þetta gerði strikað á fáeinum stöðum niður eftir texta.

Band

Band frá því fyrir 1836, en leifar af uppboðsnúmerinu frá Richard Heber eru enn á bandinu (202 mm x 163 mm x 30 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd pappír með upphleyptu prenti og blómamynstri, en pappírinn er farinn að losna af kili og liggur bútur af honum fremst í hdr. Á saurblaði fremst er efnisskrá handritsins á latínu, en neðan við hana með annarri og e.t.v. yngri hendi stendur (með blýanti): all unpublished. Annað saurblaðið að aftan er laust úr bandi. Af vatnsmerki má ráða að saurblöðin að aftan hafa áður verið ein heild. Saurblöð handritsins eru sömu gerðar og auðu blöðin sem stungið hefur verið inn í handritið.

Fylgigögn

  • Fremst í handritinu er laust blað þar sem útskýrð eru bönd og skammstafanir. Höndin virðist vera frá því um 1800 og er áþekk hönd Finns Magnússonar prófessors. Vera kann að upplýsingarnar á blaðinu hafi átt að auðvelda útlendingi að lesa handritið ( Einar G. Pétursson 1998:222 ). Í blaðinu er vatnsmerki sem notað var af dönsku fyrirtæki á árunum 1805-1832, þannig að um það leyti hefur blaðið verið skrifað ( Einar G. Pétursson 1998:229 ).
  • Á þremur stöðum í hdr. hefur lausum seðlum verið stungið inn, en ekki er ljóst hver tilgangurinn er. Á tveimur þeirra er ritað mál.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á fyrri hluta 18. aldar og fyrir 1725 ef það er skrifað beint eftir handriti Odds Sigurðssonar lögmanns AM 552 n 4to ( Einar G. Pétursson 1998:224 og 226 ).

Ferill

Fyrst er vitað um hdr. í eigu Richard Heber (1773-1833), en síðan eignaðist Sir Thomas Philipps (1792-1872) það. Eftir dauða hans virðist það hafa verið í eigu erfingja hans til 1945 er afgangurinn af safni hans var seldur til fyrirtækisins William H. Robinson. Guðmundur Axelsson fornbókasali keypti það hjá Sotheby´s 28. júní 1977 og seldi það Stofnun Árna Magnússonar. Í uppboðsskrá segir að hdr. sé skrifað fyrir Ólaf Gunnlaugsson í Svefneyjum, en Einar G. Pétursson telur það óvíst. Handritið gæti hafa borist til Englands um hendur Finns Magnússonar eða Gríms Thorkelín en engar heimildir eru um það ( Einar G. Pétursson 1998:226-229 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

DKÞ færði inn grunnupplýsingar1. mars 2001. GI skráði 4. desember 2003. Einkum var stuðst við  Einar G. Pétursson 1998. .

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn