Skráningarfærsla handrits

SÁM 41

Rímur af Haka og Hagbarði ; Ísland, 1810-1877

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-73v)
Rímur af Haka og Hagbarði
Höfundur

Séra Hannes Bjarnason að Rípum í Hegranesi (5 fyrstu rímurnar)

Gísli Konráðsson (5 seinni rímurnar)

Titill í handriti

Rímur af Haka og Hagbarði 5 hinar fyrri kveðnar af Hannesi presti Bjarnasyni að Ríp í Hegranesi 5 seinni af Gísla Konráðssyni

Upphaf

Minn svo hlýna mætti hér / mærðar frosinn akur … [Mansöngur]

Athugasemd

Skýringar eru á stöku stað neðanmáls, t.d. á bl. 41v og 42v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 73 + i blöð í oktavó (159 mm x 95 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 3-146 (2r-73v).

Kveraskipan

Sjö kver:

  • 1 stakt blað (titilblað).
  • Kver I: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver II: 12 blöð, 6 tvinn (vera kann að ystu blöðin séu stök).
  • Kver III: 12 blöð, 5 tvinn og 2 stök blöð.
  • Kver IV: 8 blöð, 3 tvinn og 2 stök blöð.
  • Kver V: 11 blöð, 5 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver VI: 10 blöð, 5 tvinn.
  • Kver VII: 10 blöð, 5 tvinn.
  • 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 121-140 mm x 61-72 mm.
  • Línufjöldi er 19-26.
  • Strikað fyrir leturfleti með blýanti.

Ástand

  • Blekklessur á titilsíðu (1r).
  • Á stöku stað hefur einhver strikað undir orð í textanum með rauðu bleki, t.d. á 41v og 42v, en á 65v hefur sá sami strikað yfir eitt orð.

Skrifarar og skrift

Með hendi Gísla Konráðssonar, snarhönd.

Skreytingar

Skrautstafir og laufskreyti á titilsíðu (1r).

Litskreyttir upphafsstafir í upphafi hverrar rímu, litur gulur (2r, 15v, 22r, 27v, 32v, 40r, 49v, 57r, 65r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 18r, 27r, 59v og 71r: Leiðréttingar við textann.
  • Bl. 33v og 34r: Klausa frá eiganda (sjá feril).
  • Bl. 73v: Mannsnafn (sjá feril).
  • Bl. 27v, 31v og 34r: Klausur.
  • Bl. 32v, 49r og 73v: Pennaprufur.

Band

Óvíst um uppruna bandsins (169 mm x 102 mm x 12 mm). Svart leður á kili og hornum, svartur og grænn marmarapappír á spjöldum. Kjölur upphleyptur (falskir garðar). Milli bl. 41 og 42 er blaðræma upp við kjöl, til styrktar. Á henni er skriftaræfing.

Fylgigögn

Með handritinu liggur afrit af bréfi Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar, til Lovísu Guðbjartsson.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi á árunum 1810-1877. Skrifari dó 1877, og sennilega skrifaði hann handritið ekki fyrr en eftir tvítugt.

Ferill

Kjartan Jónsson átti handritið (33v og 35r). Ekkert er vitað um Kjartan þennan, en vera kann að þetta sé Kjartan Jónsson (1854-1897) sem bjó í Hænuvík í Rauðasandshreppi, sveitungi Lovísu Guðbjartsson (Lovísu Torfadóttur) sem færði Stofnun Árna Magnússonar handritið að gjöf árið 1973. Lovísa fæddist 27. september 1890 að Kollsvík í Rauðasandshreppi, en fluttist til Kanada með manni sínum 1921. Lovísa var sjö ára þegar Kjartan lést og gæti hann því hæglega hafa fært henni handritið að gjöf. Vert er og að geta þess að Gísli Konráðsson fluttist til Flateyjar á Breiðafirði árið 1852 (GI).

Mannsnafn á spássíu: Valgerður (73v). Móðir Torfa, föður Lovísu, hét Valgerður Guðmundsdóttir. Systir Torfa hét Jóna Valgerður Jónsdóttir og dóttir hennar hét Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir óprentuðum bráðabirgðaskrám Árnastofnunar. DKÞ skráði 1. mars 2001. GI fullskráði 22. desember 2003. ÞS lagfærði skv. reglum TEIP5 og jók við skráninguna í júní 2010.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 41
  • Efnisorð
  • Rímur
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn