Skráningarfærsla handrits

SÁM 34

Lausavísur, kvæði o.fl. ; Ísland

Athugasemd
3 möppur afhentar Jóni Samsonarsyni af Árna Helgasyni í Stykkishólmi 1971 (sbr. ópr. lista SÁM).

Innihald

1 (1-45)
Lausavísur, kvæði o.fl.
Höfundur

Jón J. Ólafsson frá Fremri-Langey

Athugasemd

Efnið er skrifað í glósubók, á miða og laus blöð.

Pappakápa heldur utan um efnið.

Á henni framanverðri stendur: Handrit sem Árni Helgason stöðvarstjóri í Stykkishólmi afhenti mér 1971. Bók og blöð eru að sögn Árna með hendi Jóns Ólafssonar frá Langey. Vísur ortar af Jóni sjálfum. J.S.

1.1 (1-32)
Lausavísur og kvæði úr glósubók
Athugasemd

Meðal efnis eru vísur um draum Hákonar Einarsson, Flatey 1913: Hringagefnir hlýði á … (26 erindi (1r-3v); lýsing á kjörum höfundar: Fyrtur auði á ævileið … (15v); Formannavísur: Sels á grundu sókndjarfur … (17r) og fjöldi lausavísna. Blöð 4r-13v eru auð.

1.1.1 (33-45)
Lausavísur og kvæði o.fl. af miðum
Athugasemd

Meðal efnis eru lausavísur, sendibréf frá Jóhannesi Jónssyni, 5. apríl 1951, miðar með útreikningum og tvær kvittanir frá 1952; önnur fyrir árgjald hjá Slysavarnarfélagi Íslands.

Miðarnir fylgja glósubókinni.

1.2 (46-60)
Lausavísur o.fl.
Athugasemd

Meðal efnis eru lausavísur skrifaðar á bréfpoka (sjá blað 46), umslög og umslagsbúta (sjá t.d. blöð 47 og 56), kvittun fyrir áksrift 1949 á tímaritinu Ægi (sjá blað 59) og kvittun Sparisjóðs Stykkishólms fyrir greiðslu afborgunar af skuldabréfi frá 19. apríl 1941

Efnið er sér í hvítu umslagi sem merkt er: Stofnun Árna Magnússonar.

1.3 (46-60)
Lausavísur o.fl.
Athugasemd

Meðal efnis eru lausavísur skrifaðar á bréfsefnisblöð (sjá blað 61-63), umslög og umslagsbúta (sjá t.d. blöð 70 og 82) og umbúðarpappír (sjá blað 68). Þarna er til dæmis að finna bænir í bundnu máli: Er framundan aðeins neyð … (sjá blað 62) og bænir eru einnig á blaði 84 Náð þína drottinn núna í nauðum … (3. erindi), Heilagi himna drottinn … o.fl.; kvæði sem kveðið var þegar höfundur frétti lát Björns Guðfinnssonar: Íslenskunnar vera vígin …; vísa kveðin um gengisfallið: Strarfs nú fækka stundirnar, / stöðugt lækka tekjurnar …; formannavísur: Ötull viður aflafar … (sjá blað 88), sendibréf til góðs kunningja5. mars 1948 og Endir á draumi Hákonar Einarssonar skrifaður eftir minni: Helst það særir hyggju bú /hjálp er ei fær að gjalda …(sjá blað 93)

Efnið er sér í brúnu umslagi umslagi sem merkt er: Stofnun Árna Magnússonar.

2 (94-100)
Úr dánarbúi Þorvaldar Jóhannssonar skipstjóra og skósmíðameistara.
Athugasemd

Pappakápa heldur utan um efnið. Á henni framanverðri stendur: Frá Árna Helgasyni stöðvarstjóra í Stykkishólmi, afhent 1971. Úr dánarbúi Þorvaldar Jóhannssonar skipstjóra og skósmíðameistara. J.S.

2.1 (94r)
Sveinsbréf í skósmíði handa Þorvaldi Jóhannssyni í Stykkishólmi.
Upphaf

Sigurður Jónsson sýslumaður Snæfellsness og Hnappadalssýslu kunngjörir: …

Athugasemd

Bréfið er dagssett í Stykkishólmi þann 11. mars 1885

Á bréfinu kemur fram að það hefur kostað handhafann tvær krónur.

Bréfið er tvíblöðungur; einungis er ritað á rekto-hlið fyrra blaðsins; blöð 94v-95v eru auð.

Efnisorð
2.2 (96r-96v)
Kvæði um Þorvald Jóhannsson, skósmíðameistara í Stykkishólmi
Höfundur

Reinholt Richter

Titill í handriti

Herra skósmíðameistari m/m Þorvaldur Jóhannsson, Stykkishólmi

Upphaf

Þú ert ennþá eins og forðum …

Skrifaraklausa

Með alúðarþökk fyrir dýrt kveðið ljóð frá gömlum Hólmara.

Athugasemd

(Skrifaraklausan er á blaði 96v).

2.3 (97r)
Afmæliskveðja til Þorvaldar Jóhannssonar skipherra í Stykkishólmi.
Höfundur

Reinholt Richter

Titill í handriti

Til Þorvaldar Jóhannssonar skipherra, á afmælisdegi hans 31. desember 1918

Upphaf

Landið á því láni að fagna …

Niðurlag

… og kjarkinn sem þú fékkst í arf.

Skrifaraklausa

Frá nokkrum vildarvinum.

Athugasemd

Með hendi Óskars Clausen.

(Skrifaraklausan er á blaði 97r).

Kvæðið er skrifað á tvíblöðung; einungis er ritað á rekto-hlið fyrra blaðsins; blöð 97v-98v eru auð.

2.4 (99r)
Afmæliskveðja til Þorvaldar Jóhannssonar skipherra í Stykkishólmi.
Höfundur

Gestur Guðmundsson, bókhaldari í Stykkishólmi?

Titill í handriti

Sextíu ára afmæliskveðja til hins góðkunna, fyrrum skipherra Þorvaldar Jóhannssonar, Stykkishólmi. Kveðið undir ljúfum lögum og dýrum háttum af gömlum háseta.

Upphaf

Þorvaldur allar aldir …

Niðurlag

… gjaldi lýðir Þorvaldi.

Skrifaraklausa

Frá nokkrum vildarvinum.

Athugasemd

Neðanmáls stendur skrifað með blýanti: Talið eftir Gest Guðmundsson, bókhaldara í Stykkishólmi.

2.5 (99r)
Ráðningarsamningur
Upphaf

Ég Sesselja Einarsdóttir, Stykkishólmi ræð hér með dóttur mína Elínborgu Kristmundsdóttur, …

Athugasemd

Bréfið er dagsett 3. maí 1920 Elínborg er ráðin til Lúthers Jónssonar í Klettholti og vitundarvottar eru Pétur O. Lárusson og Bjarni Magnússon.

3 (94-100)
Kveðskapur og miðablöð um Bjarneyjarmið
Athugasemd

Pappakápa heldur utan um efnið. Á henni framanverðri stendur: Frá Árna Helgasyni stöðvarstjóra í Stykkishólmi, afhent 1971 J.S.

3.1 (101r-106r)
Vísur um bændur í Staðarsveit 1921
Titill í handriti

Vísur um bændur í Staðarsveit 1921

Athugasemd

Blað 106v er autt.

3.1.1 (101r-105r)
Út á bláa boðnar lá …
Upphaf

Út á bláa boðnar lá …

Niðurlag

… austan úr Huldufjöllum.

Athugasemd

Fjörutíu erindi.

3.1.2 (105r-106r)
Senn kveð ég þig sveitin fríða …
Titill í handriti

Til Staðsveitinga

Upphaf

Senn kveð ég þig sveitin fríða …

Niðurlag

… auðnu sólin heit.

Athugasemd

Fimm erindi.

3.2 (107-113)
Miðablöð yfir Bjarneyjarmið
Titill í handriti

Miðablöð yfir Bjarneyjarmið

Athugasemd

Blað 107 er miði með athugasemdum Árna Helgasonar í Stykkishólmi og Jóns Samsonarsonar. Þar segir að Aðalsteinn Páll Brynjólfsson í Rúfeyjum (Dalamenn II: 287) hafi skrifað blöðin eftir frásögn Eyjólfs Jónssonar, Rófubúð í Bjarneyjum.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
113 blöð; af öllum stærðum og gerðum.
Umbrot

Skrifarar og skrift

Nokkrir skrifarar, m.a. Jón Ólafsson frá Langey og Aðalsteinn Páll Brynjólfsson frá Rúfeyjum. Skriftin er snarhönd.

Band

Óbundið. Þrjár pappakápur eru um blöðin og eru þær í pappírsumslagi með hörðum spjöldum og reimum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Efnið er skrifað á Íslandi, líklega að mestu leyti á seinustu áratugum nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu.

Ferill

Þrjár möppur afhentar Jóni Samsonarsyni af Árna Helgasyni í Stykkishólmi 1971.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH frumskráði handritið 11.-15. september 2008, lagfærði og bætti við í september 2010

Jón Samsonarson skráði ca 1970. (Sjá vélritaða handritaskrá yfir SÁM-handrit sem varðveitt er á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).

Lýsigögn