„Um hreppaskilin í Neinstaða-hrepp“
„Ég kom að Málastöðum í Neinstaða-hrepp …“
„… gengu ei framar út af hjörtum eður munni nokkurra.“
„Ritað 1811“
Fremst eru einhvers konar einkunnarorð: „Allur er jöfnuðurinn góður“.
Ein hönd.
Óþekktur skrifari.
Á spássíum eru á fáeinum stöðum e.t.v. síðari tíma leiðréttingar og athugasemdir.
Band frá 1811-1900, e.t.v. samtímaband (174 mm x 130 mm x 60 mm). Kápa er úr þunnum pappa, heftum í kjölinn. Saurblöð eru blöð úr tveimur prentuðum ritum, líkræðu yfir Niels Juul og latnesku, siðfræðiriti. Handritið liggur í pappaöskju með reimum.
Handritið er skrifað 1811 (1r).
Handritastofnun Íslands fékk handritið að gjöf 1. júlí 1969, frá Glúmi Hólmgeirssyni í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.