Skráningarfærsla handrits

SÁM 27

Um hreppaskilin í Neinstaða-hrepp

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-28v)
Um hreppaskilin í Neinstaða-hrepp
Titill í handriti

Um hreppaskilin í Neinstaða-hrepp

Upphaf

Ég kom að Málastöðum í Neinstaða-hrepp …

Niðurlag

… gengu ei framar út af hjörtum eður munni nokkurra.

Skrifaraklausa

Ritað 1811

Athugasemd

Fremst eru einhvers konar einkunnarorð: Allur er jöfnuðurinn góður.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 28 + ii blöð í oktavó (169 +/- 2 mm x 100 +/- 2 mm).
Kveraskipan

  • Kver I: 10 blöð, 5 tvinn.
  • Kver II: 10 blöð, 5 tvinn.
  • Kver III: 8 blöð, 4 tvinn.

Umbrot

  • Leturflötur er 140 +/- 3 mm x 86 +/- 4 mm.
  • Línufjöldi er 22-26.
  • Griporð á 1r-v, 4v, 10v og 20v.
  • Lok frásagnarinnar enda í totu (28v).

Ástand

  • Kjölur er rifinn efst, en einnig er kápa rifin og velkt á jöðrunum. Óhreinindi eru á innra borði kápu að aftan.
  • Hundseyru eru á mörgum blöðum hdr., einkum efra horni.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á spássíum eru á fáeinum stöðum e.t.v. síðari tíma leiðréttingar og athugasemdir.

Band

Band frá 1811-1900, e.t.v. samtímaband (174 mm x 130 mm x 60 mm). Kápa er úr þunnum pappa, heftum í kjölinn. Saurblöð eru blöð úr tveimur prentuðum ritum, líkræðu yfir Niels Juul og latnesku, siðfræðiriti. Handritið liggur í pappaöskju með reimum.

Fylgigögn

  • Fastur seðill milli bl. 9v og 10r (með texta upp úr hdr.), e.t.v. með sömu hendi og gerir athugasemdirnar út á spássíur.
  • Laus seðill fremst með hendi Jóns Samsonarsonar, með upplýsingum um feril.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað 1811 (1r).

Aðföng

Handritastofnun Íslands fékk handritið að gjöf 1. júlí 1969, frá Glúmi Hólmgeirssyni í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 8. október 2003, sjá einnig óprentaða bráðabirgðaskrá Árnastofnunar.

ÞS lagfærði og jók við samkvæmt reglum TEIP5 31. maí 2010.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Safnmark
  • SÁM 27
  • Efnisorð
  • Deilurit
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn