Skráningarfærsla handrits

SÁM 21

Skólamál ; Ísland, 1968

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-28r)
Alþýðuskólinn á Hvammstanga
Athugasemd

Formáli höfundar á bl. 3r-v.

Annað eintak af þessu riti er varðveitt í héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga (sbr. fortitilsíðu 2).

Tvær fortitilsíður: 1r: Skólamál. 2r: Handritastofnun Íslands. 2v: AM: Skólamál. RVK 1968.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 28 + i bl. Auð blöð: 1v, 4v, 23v, 28v.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt 1-51 (fortitilsíður eru ekki með í tölusetningunni).

Umbrot

Eindálka, ca 26 línur á síðu.

Sums staðar strikað fyrir leturfleti.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Magnússonar.

Skreytingar

Blýantsteikningar víða, t.d. af mannshöfðum.

Fyrirsagnir rauðritaðar og með blokkstöfum.

Band

Bundið ca 1968 í hörð spjöld með gráu og hvítu marmaramynstri. Svart leður á kili og hornum. Titillinn Skólamál framan á kápu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1968 (sbr. bl. 2v).

Aðföng

Ásgeir Magnússon gaf Handritastofnun Íslands 1969 (sbr. fylgigögn með SÁM 18).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði handritið 16.-17. október 2008.

Lýsigögn
×

Lýsigögn