Skráningarfærsla handrits

SÁM 18

Kvæðabálkur í þremur hlutum, ortur gegn kommúnisma

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-115r (bls. 1-229))
Söguljóð um þrælahald. 900 háttbundin erindi
Skrifaraklausa

Rvk í árslok 1966 - ÁM

Athugasemd

Bls. l3, 13, 77, 141 eru titilsíður.

Efnisyfirlit er á bls. 5-6. Formáli bls. 7-12. Athugasemdir og skýringar við kvæðabálkinn bls. 205-226. Ritaskrá höfundar bls. 227-229.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 115 + i bl. ( mm x mm). Auðar blaðsíður: 1, 4, 14, 78, 142, 204.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt af höfundi 1-229

Umbrot

Að mestu leyti einn dálkur en bls. 8-12 tvídálka.

Skrifarar og skrift

Eiginhandarrit

Skreytingar

Teikningar í lit á titilsíðu bls. 3. Einnig á bls. 7, 15, 21, 49, 67, 76, 108, 125, 140, 157, 203, 205, 225.

Ljósmyndir af höfundi, eiginkonu hans og tveimur dætrum á milli bls. 228 og 229.

Rauð- og bláritaðar fyrirsagnir og upphafsstafir. Einnig eru víða rauðrituð orð til áherslu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bls. 2 hefur höfundur skrifað að Handritastofnun Íslands eigi handritið og setur fangamark sitt undir. Enn fremur greinir hann þar frá því hver batt handritið o.fl.

Band

Bundið í leðurklædd harðspjöld af Ágústi Kristjánssyni bókbindara ca 1961 ( mm x mm x mm).

Titill kvæðabálksins með gylltu letri og skrauti á ljósri leðurpjötlu framan á kápu.

Fylgigögn

Bréf höfundar til forstöðumanns Handritastofnunar Íslands liggja með handritinu.

Einnig athugasemdir um útgáfu og eftirmáli (3 bl.).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er dagsett Reykjavík 1961

Aðföng

Höfundur gaf Handritastofnun Íslands 1969 (sbr. fylgigögn).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS tölvuskráði handritið 22.-23. júlí 2008 (sjá einnig óprentaða skrá á Árnastofnun).

Myndir af handritinu

Höfundur fékk Árna Sveinbjörnsson teiknimeistara Landsímans til að taka þrjár ljósmyndir af öllu verkinu. Eitt eintakið er á Amtsbókasafninu á Akureyri og annað á Borgarbókasafni (sbr. Gegnir).

Lýsigögn
×

Lýsigögn