Manuscript Detail

PDF
PDF

NKS 1931 4to

Jónsbók ; Iceland, 1631

Full Title

Lögbók Íslendinga hverja sama nú hefur sett Magnús Noregs kóngur svo sem hans bréf og formáli vottast: Skrifuð á Mýri á Snjáfallaströnd. Anno 1531 af Bjarna Jónssyni. (Bl. 1r).

Language of Text
Icelandic

Contents

(1r-87v)
Jónsbók
Rubric

Magnús kóngs bréf

Incipit

Magnús með Guðs miskunn Noregs kóngr son Hákonar ...

Explicit

... er orð mín hefur. FINIS

Colophon

Var þessi lögbók skrifuð í sama stað og ári sem fyr segir og enduð þann 24. mars sem var hinn næsti dagur fyrir boðunar dag Maríu: Bjarni Jónsson (Bl. 87r).

Note

Bl. 3r : I: Þingfararbálkur

Bl. 8v : Kristinsdómsbálkur

Bl. 13r : II: Kóngs þegnskylda

Bl. 15r : III: Mannhelgi

Bl. 25v : IV: Kvennagifting

Bl. 28r : Erfðatal

Bl. 35v : Framfærslubálkur

Bl. 40v : V: Landabrigðabálkur

Bl. 44r : VI: Landsleigubálkur

Bl. 62v : VII: Rekabálkur

Bl. 67r : VIII: Kaupabálkur

Bl. 74v : IX: Farmannalög

Bl. 82r : X: Þjófabálkur

Text Class

Physical Description

Support
Skinn.
No. of leaves
iii + 87 + iii blöð, þar með talið blað merkt 40bis, (173 og 192 mm x 137 +/- 2 mm). Bl. 87v autt.
Foliation

  • Rektósíður blaðmerktar 1-86, með rauðum blýanti, síðari tíma viðbót
  • Frá bl. 41r (merkt blað 40 í handriti) er á stöku stað merking með blýanti til að leiðrétta blaðmerkingar.

Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 140-142 mm x 45-108 mm.
  • Línufjöldi er 6-31.
  • Texti endar í totu (bl. 3r, 8r, 13r, 14v, 62v 74r).
  • Griporð.

Condition

  • Handritið er skrifað á gamla latneska messubók, uppskafið skinnhandrit, samskonar og í NKS 340 8vo.
  • Litur og texti frá upprunalegu handriti sést sums staðar (sjá t.d. bl. 6v, 12v, 67r, 76v).
  • Handritið opnast ekki vel, er sums stað laust við kjöl.
  • Blöð er stökk, sum með broti í, önnur krumpuð.
  • Á vef hefur eftirfarandi verið merkt sem blaðbrotsblöð (bis), en er í raun ekki:
    • Milli blaða 1 og 2 merkt: 1bis.
    • Milli blaða 12 og 13 merkt 12bis.
    • Milli blaða 26 og 27 merkt 26bis.
    • Milli blaða 30 og 31 merkt 30bis-30ter.
    • Milli blaða 80 og 81 merkt 80bis.
  • Nokkur blöð eru ekki í sömu stærð (bl. 4, 13 35, 47, 61, 81).
  • Skorið af spássíugreinum (t.d. bl. 6v, 7r, 11v, 15v, 42v).
  • Bleksmitun (sjá t.d. bl. 66v).
  • Göt, hefur ekki áhrif á textaflöt (bl. 15, 35, 59).
  • Neðra horn er skorið af (bl. 40-46, 48-60, 62-80, 82-87).

Script

Með einni hendi, Bjarni Jónsson, blendingsskrift.

Decoration

Titilsíða er skreytt með ramma utan um texta, með rauðum og grænum lit (bl. 1r.)

Skrautbekkur um titil með rauðum og grænum lit (bl. 1r.)

Stórir, litaðir upphafstafir með blómamynstri (bl. 8v, 15r, 28v, 41r, 44r, 63r, 67r, 74v, 82r).

Stórir, litaðir upphafstafir með drekum og blómum (bl.1v, 3v, 13v, 26r, 36r.)

Upphafsstafir eru litaðir og skreyttir með rauðu, bláu, grænu og gulu bleki í upphafi hverjar efnisgreinar (sjá bl. 4v, 5v, 65v).

Minni upphafsstafir eru litaðir með rauðu, bláu eða grænu bleki, sumir skreytir (sjá bl. 10r, 30r).

Fyrirsagnir eru ritaðar með rauðu bleki (sjá bl. 1v, 3r).

Pennateikning með rauðu og/eða svörtu bleki (sjá t.d. bl. 3r, 8v, 13r, 74r), 81r, 81v).

Rauðar pennateikningar/flúr inn á milli texta (sjá t.d. bl. 2r-3r, 41v-42r).

Teiknuð hendi á spássíu (bl. 19r, 32r, 36v-37r, 37v, 39r, 40r, 45r, 53r, 54v, 56r, 56v, 58v-59r, 64r, 66r, 66v, 68r, 84r).

Bókahnútar (bl. 13r, 35v, 40v, 81r, 81v, 87r).

Additions

  • Á fremra spjaldi er gamalt safnmark og stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Neðst á spássíu á titilblaði stendur: Melkjör Hansen hör boggen til | och ingen anden.
  • Spássíugreinar allvíða, t.d. tilvísun í Grágás á spássíu (bl. 16v).
  • Pennaprúfur (bl. 23v, 79r).

Binding

Upprunalegt band (182 mm x 150 mm x 34 mm).

Spjöld klædd ljósu skinni, saurblöð fylgja bandi. Á kili er skrifað Island | Lowbog | iii | Jonsbok

Handritið er í dökk sægrænni öskju með leður kili, þar sem þrykkt er safnmark með gyllingu (200 mm x 170 mm x 48 mm).

Handritið er snjáð.

History

Origin

Handritið er skrifað á Íslandi, nánar á Mýri, Snæfjallahreppi.

Á titilsíðu er ártalið 1531, en sennilega hefur því verið breytt úr 1631, sjá P. Springborg (1969), Nyt og gammelt fra Snæfjallaströnd, p. 297-298, 306, 308-309 og Gísla Baldur Róbertsson (2010), Nýtt af Bjarna Jónssyni lógbókarskrifara á Snæfjallaströnd, p. 367.

Handritið er tímasett 1531 í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 844 sem er ekki rétt ártal eins kemur fram hér fyrir ofan.

Acquisition

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Additional

Record History

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum November 14, 2023 ; uppfærði skráningu January 25, 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 273.

Custodial History
Gert var við handritið fyrst í mars 1972 og seinast í apríl 1995. Ekkert var hreyft við bandi en handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með.
Surrogates

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Bibliography

Metadata
×
Contents
×
  1. Jónsbók

Metadata