Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1671 a V 4to

Tveir útdrættir úr Landnámabók og Kristni sögu um jarðelda á Íslandi, 1700-1800

Athugasemd
Kaflarnir eru þýddir á dönsku og latínu.
Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; danska

Innihald

1 (1r-1v)
Útdráttur úr Landnámabók um jarðeld á Íslandi.
Titill í handriti

Landnáma saga cap 5. part. 2. pag. 34. hvor der fornemligst mældes om Landets vesterkant, kaldet Vester fierðing, lyder saaledes.

Upphaf

Hann (:Þorer) var höfðingi. Enn ...

Niðurlag

... est burgum lapid eum.

2 (2r-3r)
Útdráttur úr Kristni sögu um jarðeld á Íslandi
Titill í handriti

Udaf Christendoms saga cap ii. pag. 18. [: i sama bog formælder hvorleder Island er bleven Christurt ɔ: Historia Christianismi Islandiæ.]

Upphaf

Enn þat gorþist þar at,...

Niðurlag

... tesqva flamis conflagrarunt!

3 (5r-6r)
Útdráttur úr Kristni sögu um jarðeld á Íslandi
Titill í handriti

Udaf Christendoms saga cap ii. pag. 18. [: i sama bog formælder hvorleder Island er bleven Christurt ɔ: overbragt fra paganisms ad Catholicismum verbo: Historia Crhistianismi Islandiæ:]

Upphaf

Enn þat gorþist þar at,...

Niðurlag

... tesqva igne conflagrarunt!

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
6 + i blað, (210 mm x 166 mm). Auð bl. 3v, 4r og 6v.
Tölusetning blaða

Blaðmerking 31-36 með blýanti á neðri spássíu rektósíðna.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-6, 1 tvinn.

Umbrot

  • Tvídálka að hluta 1r-v, 2r-v og 5r-v.
  • Leturflötur er ca. 170 mm x 120-125 mm.
  • Línufjöldi er 19-21.
  • Griporð, bl. 1r, 2r, 2v, 5r og 5v.

Ástand

  • Blöð snjáð og gulnuð við ytri jaðar.
  • Blettir en skerða ekki texta (sbr. bl. 1r, 1v og 5r).
  • Texti sést sums staðar í gegn (sbr. bl. 3v og 6v).

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, tvenns konar skrift, blendingsskrift og fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á fremra spjaldi er stimpill og á honum stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.

Band

Handritin NKS 1671a I 4to, NKS 1671a II 4to, NKS 1671a III 4to, NKS 1671a IV 4to og NKS 1671a V 4to eru bundin saman í eina bók.

Aldur bands óþekkt (219 mm x 181 mm x 9 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd pappír með flæðimynstri. Kjölur og horn klædd brúnu leðri.

Límmiði á fremra spjaldi með safnmerki.

Handritið er í nýlegri öskju (224 mm x 182 mm x 18 mm). Límmiði framan á með merki Árnastofnunar og safnmarki.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. Saml. | 1671, 4° | Nogle Breve og | Beretninger om | Eruptioner paa | Island: 1775, 1766, | 1767, 1785, 1821-23. |1 bind.

Uppruni og ferill

Uppruni

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. september 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 9. október 2023 ; bætt við skráningu 16. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 197-198.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn