Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1671 a I 4to

Relation um Kötlugosið, 29. nóvember 1756

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-6v)
Relation um Kötlugosið
Titill í handriti

Relation

Vensl

Nánast sami texti og í Lbs 819 4to, bl. 37r-45r.

Upphaf

Anno 1755 spjó Kötlugjá í Mýrdalsjökli ...

Niðurlag

... þinglög. Slúttað 29da nóvember 1756. Jón Sigurðsson.

Notaskrá

Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, IV, s. 234, kemur fram að Jón Sigurðsson sýslumaður hafi skrifað skýrslu sem Jón Steingrímsson prófastur hafi afritað í nokkrum eintökum og sent kunningjum sínum.

Skrifaraklausa

Relation úr Kaupmannahöfn með síðustu skipum úr bréfi Mr. Magnúsar Ólafssonar til prestsins síra Þorleifs Bjarnasonar. (Bl. 6v).

Athugasemd

Skrifaraklausan er fyrir neðan nafn Jóns Sigurðssonar, bl. 6v.

Í JS 158 fol. bl. 13v, kemur fram að ... sá lögspaki maður Jón Sigurðsson hafi skrifað skýrsluna sem er nánast sami texti Nks 1671 a I 4to, bl. 13v-15r.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 6 blöð (208 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-6 með blýanti á neðri spássíu rektósíðna.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: blöð 1-6, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 204 mm x 162 mm.
  • Línufjöldi er 23-27.

Ástand

  • Blöðin eru dekkri við ytri jaðar.
  • Blettótt víða, skerðir ekki texta.
  • Gat á bl. 6.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari en sennilega séra Magnús Ólafsson, fljótaskrift með kansellíbrotaskrift í fyrirsögn (1r) og snarhönd í nöfnum og heitum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á fremra spjaldi er stimpill: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Á bl. 1r er gamalt safnmark.

Band

Handritin NKS 1671a I 4to, NKS 1671a II 4to, NKS 1671a III 4to, NKS 1671a IV 4to og NKS 1671a V 4to eru bundin saman í eina bók.

Aldur bands óþekkt (219 mm x 181 mm x 9 mm).

Bókaspjöld úr pappa klædd pappír með flæðimynstri. Kjölur og horn klædd brúnu leðri.

Límmiði á fremra spjaldi með safnmarki.

Handritið er í nýlegri öskju (224 mm x 182 mm x 18 mm). Límmiði framan á öskju með merki Árnastofnunar og safnmarki.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. Saml. | 1671, 4° | Nogle Breve og | Beretninger om | Eruptioner paa | Island: 1775, 1766, | 1767, 1785, 1821-23. |1 bind.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað 29. nóvember 1756.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. september 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 6. október 2023 ; bætt við skráningu 16. janúar 2024 ; lagfærði eftir yfirlestur ÞS 10. apríl 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 197-198.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn