Ein lítil vísnasyrpa eður samdráttur þeirra kvæðiserinda sem á næst umliðnum tuttugu ára tíma hæfa til andlegrar skemmtunar og skammdægurs við og við af munni fallið. Nú uppteiknað til gagns og góða sem þau vilja þiggja og fyrir munni sér kveða. Skrifuð 1655 (1r). Psalterium Davidicum Rythmice eður uppá íslensku: Sú andlega sálmaharpa þess dýrðlega Guðsmanns Davíðs konungs. Skrifað í Skálavík af Þórði Jónssyni fyrir börn þess virðulega manns Þorláks Arasonar. Anno MDCLVIII (143r).
„Með því ég skyldumst, mæla og hugsa / geðfellt Guði en gagnlegt mönnum …“
20 erindi.
„Enn aðrar barnagælur. Tón. sem friðarbón“
„Byrja vil ég hér brags erindi / af blíðum huga og trausti trú …“
„Friðarbón“
9 erindi.
„Þriðja barnakvæði“
„Kvæði vil ég med kærleiks skil / kveða fyrir þig ágætt kvendið rjóða …“
12 erindi.
„Fjórða barnakvæði“
„Líð mín dóttir ljúfmannleg / þó lítt vilji ræðan falla …“
„Séð fæ ég þig sjaldan …“
24 erindi auk viðlags.
„Enn eitt lítið kvenspegilskorn um almennilegar dygðir fyrir börnin“
„Sjálf ritningin sælan prísar svoddan mann / sem dyggðuga þiggur dándiskvinnu …“
18 erindi. Nótur við fyrsta erindi
„Nú koma huggunarkveðlingar sendir góðum vinum sem fyrr segir.“
„Hér vil ég kurteist kvendi / kærlega heilsun mína …“
15 erindi.
„Annað huggunarkvæði.“
„Blessan Guðs og blíða hans einnig líka / boðast yður hin verðuga heiðurspíka …“
20 erindi.
„Þriðja huggunarvísa. Tón. Hugraun mitt hjarta stangar.“
„Ég vil svo mitt ávarp byrja / til yðar mín góð jómfrú …“
„Hugraun mitt hjarta stangar …“
18 erindi.
„Fjórða kvæði.“
„Holl í hagkvæman tíma / heilsan mín sé yður send …“
13 erindi.
„Fimmta kvæðiskorn.“
„Blessi Guð þig, kvendi kært / kvitt af hugarins pín …“
10 erindi.
„Enn fjögur erindi sama slags.“
„Jesús sonur hins góða Guðs / gleðji þig mærin bjarta …“
4 erindi.
„Sjöunda kvæði mót hugarsturlun.“
„Syrg ei, mín sæta, og syrg ei þú / gleðji þig mærin bjarta …“
12 erindi.
„Eitt kvæði mót djöfulsins píslum og freistingum.“
„Heyr mig, mín sál, og hraust þú vert / hvað er þér að þú sorgfull ert …“
53 erindi. Nótur við fyrsta erindið.
„Níunda huggunarkvæði.“
„Manninum er hér mjög svo varið / mun það sjaldan hann hugsi ei parið …“
49 erindi. Nótur við fyrsta erindið.
„Tíunda huggunarkvæði.“
„Heilbrigðum manni hverjum ber / að harma með þeim sem líða …“
18 erindi.
„Ellefta kvæði kveðið á því næsta bóluári sem gekk.“
„Helst er mér nú af hjarta leið / hugraun náunga minna …“
18 erindi.
„Seinasta huggunarkvæði. Tón. Á Krist allkæran Guð.“
„Mælt er fyrr en Guð gleður / græti hann raunum meður …“
„Á Krist allkæran Guð …“
14 erindi.
„Sjálfur Guð drottinn sannleikans / sagt hefur málshátt þann …“
32 erindi. Nótur við fyrsta erindið.
„Annað iðranarkvæði“
„Margur unir í myrkri sér / megi hann skemmtun finna …“
29 erindi.
„Þriðja iðranarkvæði“
„Ó, eg manneskjan auma / erfitt mér ganga vill …“
15 erindi. Nótur við fyrsta erindið.
„Fjórða iðranarkvæði“
„Enn vil eg einu sinni / yrkja kvæði um stund …“
15 erindi. 16. erindi vantar því blöð hafa glatast úr handritinu. Nótur við fyrsta erindið. Fimmta iðranarkvæði hefur glatast.
„[Sjötta iðranarkvæði]“
„… flýr / sitt hefur hvör í sinni …“
13 erindi. Vantar framan af fyrsta erindi.
„Sjöunda iðranarkvæði“
„Eg skal svo byrja mín skriftamál /skýrt fyrir kristnum mönnum …“
34 erindi.
„Nú eftirfylgja sálmavísur og kvæði af ávöxtum iðranarinnar eða góðum verkum af Guðs boðorðum.“
„Enn einn lifnaðarspegill“
„Hljóttu Guðs náð hver og einn / sem heitir og ert hans lærisveinn …“
30 erindi.
„Af þeirri seinni töflunni“
„Aðalrót allra dyggða / almáttugur Guð minn …“
41 erindi.
„Enn eitt kvæði af góðum verkum og þeirra uppsprettu sem er kærleikurinn. Lag sem Friðarbón“
„Andlegt kvæði af elskunnar dyggðum / eitt hef eg mér í þanka fest …“
„Lag sem Friðarbón“
15 erindi.
„Enn einn dyggðaspegill út dreginn af því gyllini ABC úr þýðversku“
„Alleina til Guðs set trausta trú / á tæpa mannshjálp ei bygg þú …“
24 erindi.
„Kvæði af Gedeon Judicum. 6., 7., 8. cap.“
„Mér tekur að þykja tíminn langur úr máta …“
31 erindi.
„Þriðja kvæði af móðurinni og hennar sjö sonum. Macab. 7. cap.“
„Kvæði vil ég skemmta kristnum lýð / og kynna hvað til bar forðum tíð …“
41 erindi.
„Fjórða kvæði af þeirri bersyndugu kvinnu. Luc. 7. cap.“
„Andleg skáldin iðka mest / efnið úr guðspjalls ræðum …“
45 erindi.
„Fimmta kvæði af því Evangelie. Matth. 22. cap.“
„Heyr minn Guð helgasti / hjartans vinur trúfasti …“
21 erindi.
„Kvæði um ágæti Guðs orðs.“
„Varla kalla ég vera við of / víst meðal kristinna þjóða …“
„Eitt blóm er mjög mætt sem mér geðjast að …“
12 erindi auk viðlags.
„Annað kvæði sama slags.“
„Adam braut og öll hans ætt / Evangelium er dýrmætt …“
„Evangelium er dýrmætt öllum kristnum þjóðum …“
8 erindi auk viðlags.
„Þrjú smákvæði áhrærandi góða samvisku fyrir Guði og mönnum“
„Guðs míns dýra …“
13 erindi.
„Annað kvæði nær sömu meiningar.“
„Gjörist mín hyggjan glöð og þýð …“
13 erindi.
„Þriðja kvæði hnígandi að hinum báðum.“
„Þolinmæði er dyggðin dýr …“
„Umburðarlyndið eitt er best …“
12 erindi auk viðlags.
„Eitt kvæði um það að maður láti sér nægja opinberaða Guðs náð í orðinu en grennslist ekki um Guðs fyrirhyggju.“
„Áður en guð fyrir almátt sinn / efnaði heimsins grundvöllinn …“
„Drottinn elska og dyggðin há …“
16 erindi auk viðlags.
„Eitt kvæði um hrörnan mannlegrar náttúru eftir syndafallið og hennar viðrétting fyrir kristnum.“
„Ber ég nú fram þá bevísning / af bókuðum skriftarorðum …“
„Enginn megnar sér til sanns sálarbjörg að fá …“
10 erindi auk viðlags.
„Ein vísa með það lag: Naber Godt grue su enden dach“
„Bardaga áttu að búast hér við / vin minn góður vakta þig …“
„Naber Godt grue su enden dach“
„Vel ég þér ráðin vinsamleg …“
11 erindi auk viðlags.
„Hér hef eg lítinn harmagrát / mér hugað í ljós að færa …“
16 erindi.
„Annað kvæði þess háttar.“
„Herra Guð himins og jarðar / heita gjöri ég á þig …“
13 erindi.
„Um hrörnan Íslands“
„Nokkuð einslega nú vilja mér / nálægar stundir líða …“
„Fyrnist Íslands fríða …“
11 erindi auk viðlags.
„Þökk skulum drottni þýða tjá / það er vor skyldan rétta …“
21 erindi.
„Eitt kvæði um sumarið og þess gæði“
„Blessaðan tíma börn Guðs mega það kalla / sem Krists upprisan kynnist á …“
23 erindi.
„Eitt kvæði af almennilegum sólarinnar dygðum“
„Herra voldugur hæsti Guð / hagleiks keldan djúpa …“
21 erindi.
„Eitt kvæði um drykkjuskap eða eitt drykkjuspil“
„Gleður mig sá hinn góði bjór / Guði sé þökk og lof …“
„Hýr gleður hug minn hásumartíð …“
17 erindi.
„Nú eftir fylgja nokkur kvæði fyrir bón ýmsra manna að minnast á sína umliðnu æfi. Einnig ástvini og er nú það sá annar partur þessa vísnakvers.“
„Í fyrstu ein æfisaga diktarans þessa kvers“
„Mjög hneigist þar til mannslundin hrein / að minnast á drottinn með skáldskapargrein …“
17 erindi. Nótnastrengir fyrir fyrsta erindið
„Annað kvæði sama manns yfir konu hans og börnum. Lukkuboði.“
„Jesú Sýraks læt ég í ljósi / lærdómsgrein í kvæði eina …“
40 erindi.
„Vitnisburður eftir einn trúan framliðinn þénara.“
„Gott vinnufólk Guð minn ljær / gáfa hans er það ein frábær …“
„Hvar mun hægt nú hollan þjón að finna“
13 erindi auk viðlags.
„En eitt kvæðiskorn í kvenlegginn. Kveðið við sama lag“
„Sómir það best að mannvitsmennt / og mál með röddu þýðri …“
„Í Austurríki eitt …“
„Listir mig með lifandi raust …“
12 erindi auk viðlags.
„Enn eitt kvæði samsett til sorgar bótar einni heldri kvenpersónu. Tón. Heiður sé Guði himnum á.“
„Lið veit mér þín líknin blíð / og lini nú hugraun minni …“
„Heiður sé Guði himnum á …“
8 erindi.
„Eitt sinn á gólfi kveðið.“
„Þó ég gangi á gólfið fram / og gjöri mér kátt …“
5 erindi.
„Ending eður niðurlagserindi kversins standa hér eftir til þess kristilega lesara.“
„Ég bífel þetta bæklingskver / blíðum náungum mínum …“
„Enduð þann 12. Decembris mánaðar“
29 erindi.
„Eitt lítið kvæði úr þýsku snúið til skemmtunar í öldrykkju.“
„Eitt sinn fór ég yfir Rín / Eitt sinn fór ég yfir Rín …“
10 erindi.
„Nú eftir fylgir eitt kvæði um þá spönsku ránsmenn er hér voru fyrir nokkrum árum, þeirra tiltektir, item um þær löglegar orsakir hvar fyrir þeir vour slegnir, útdregið af þeirri suplicatu er send var til Alþingis.“
„Kveðju mína og kærleiksband / í kvæði vil ég hér bjóða …“
Ólafur Davíðsson: Víg Spánverja á Vestfjörðum 1615 og "Spönsku vísur" eptir sér Ólaf á Söndum, bls. 133.
Rætt er um þetta kvæði í grein : Sigurjóns Einarssonar: Séra Ólafur á Söndum, bls. 115-117.
77 erindi.
„Nú eftir fylgja þau kvæði, sálmar og söngvísur sem dictarinn þessa kvers hefur síðar ort og til hefur fengið. Upp teiknuð að Stað við Grunnavík á því ári lausnarans 1656.“
„Einn iðranarsálmur með það lag: Endurlausnarinn vor Jesú Kristur.“
„Jesú Kristi sannur Guðs son / sæti Jesú mín heill og von …“
„Endurlausnarinn vor Jesú Kristur“
14 erindi.
„Sálmur um upprisu framliðinna útdregin af heilagri ritningu með lag: Allt mitt ráð til Guðs ég set.“
„Kveina skyldi síst Kristinn það / þó kæmi honum dauðinn að …“
„Allt mitt ráð til Guðs ég set …“
18 erindi.
„Hér eftir fylgja nokkrar vísur hljóðandi um saltarasálma séra Jóns sáluga Þorsteinssonar, einna og annarra guðhræddra manna hverjar vegna naums tíma ég með fljótaskrift hafa verð, hvað yfir H.S. mun í besta virða og upptaka. Vil þær þess vegna ei undan fella, að minni fávisku virðast þær í mörgu lærdómsríkar og eftirtakanlegar, veit þeir mér hyggnari eru (sem ég veit og játa alla að vera) munu þær í mörgu og mikils virða.“
„Þriðju vísur þess heiðurlega mann séra Ólafs Einarssonar þeim góða Guðs manni og innilega sálmaskáldi séra Jóni Þorsteinssyni presti í Vestmannaeyjum skrifar séra Ólafur þessi eftirfylgjandi ljóð til minningar og ásarmerkis.“
„Svanur einn / syngur hér fugla best …“
4 erindi.
„Sá þrettándi sálmur. Tón. Nú bið ég Guð þú náðir mig eður Vak upp syndari gef að gaum“
„Hvað lengi viltu góði Guð / gleyma þeim sem í ánauð er …“
„Nú bið ég Guð þú náðir mig eða Vak upp syndari, gef að gaum“
3 erindi.
„Sá fertugasti og sjötti sálmur útlagður á þýsku af D.M.L en á norrænu prentaður í sálmabókinni með sínu eigin lagi“
„Óvinnanleg borg vor Guð er / ágæta skjöldur og verja …“
„Óvinnanleg borg vor Guð er“
4 erindi.
„Nítugasti sálmur. Áður útlagður og prentaður í Sálmabókinni með lag Af djúpri hryggð ákalla ég þig.“
„Herra Guð, þú ert hlífðin vor / hver oss ætíð vilt geyma …“
„Af djúpri hryggð ákalla ég þig“
7 erindi.
„Hundraðasti og sjöundi sálmur. Með lag. Náttúran öll og eðli manns.“
„Þakkið Drottni því hann er einn góður og náðaríkur / miskunn hans aldrei enda neinn …“
„Náttúran öll og eðli manns“
18 erindi.
„Sá hundraðasti og tólfti sálmur. Með lag. Verði ætíð hvað vill minn Guð eða Ó, herra Guð, þín helgu boð.“
„Sæll er mann sem óttast Guð / af innstum hjartans grunni …“
„Verði ætíð hvað vill minn Guð eða Ó, herra Guð, þín helgu boð“
4 erindi.
„Sá hundraðasti og þrettándi sálmur. Með lag. Guði lof skalt önd mín inna.“
„Heiðrið og lofið herrann, hans þjónar fyrr og síð / hæsta nafn hans skal vera …“
„Guði lof skalt önd mín inna“
3 erindi.
„Hundrað tuttugasti og fyrsti sálmur. Tón. Nú vill Guð faðir miskunna o.s.frv. Áður útlagður og prentaður í sálmabók.“
„Anda ég mínum og augum leit / á Guð í hæðir himna …“
„Nú vill Guð faðir miskunna“
3 erindi.
„… Pétur svaraði og sagði til hans: Þó allir hneyksli sig á þér …“
„… og allur heimurinn óttast ekki neitt svo sem dauðann.“
Virðist brot úr öðru handriti.
I. 1-127v: Óþekktur skrifari
II. 128r-134v: Óþekktur skrifari
III. 135r-142v: Óþekktur skrifari
IV. 143r-228r: Þórður Jónsson
V. 229r-245v: Óþekktur skrifari
VI. 246r-247v: Óþekktur skrifari
Titilsíður skreyttar, sumt með rauðum lit.
Flúraðir upphafsstafir víða. Andlit teiknuð í einstaka upphafsstafi
Handritið var skrifað á Íslandi 1655-1658.
Blöð 1-142 voru skrifuð árið 1655 (sbr. titilsíðu) en blöð 143-228 árið 1658 (sbr. aðra titilsíðu).
Á titilsíðu koma fyrir nöfnin Danhildur Hafliðadóttir og Sigurður Hálfdanarson.
Á seinni titilsíðu 143r segir að Þórður Jónsson hafi skrifað þann hluta fyrir Þorlák Arason.
Á síðu 149v kemur fyrir nafnið Helga Þorláksdóttir.