Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 85 k 4to

Fimmtíu píslarhugvekjur ; Ísland

Titilsíða

Þær fimmtíu heilögu píslar hugvekjur um pínu og dauða Drottins vors Jesú Christi með lærdóms fullri textans útskýringu gjörðar og saman skrifaðar. Af Vigúsi Jónssyni sóknar presti að Stöð í Stöðvarfirði í Austfjörðum. Skrifaðar vorum eptir Guðs burð. Anno 1760.(1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-119v)
Fimmtíu píslarhugvekjur
Titill í handriti

S:V:J: I. Um útgöngu Xti í Grasgarðinn. Vakna þú upp mín dýrð! Vakna þú upp psaltari og harpa. Ég vil árla upp vakna. Ps: 59.

Upphaf

Já vakna upp mín sál, hugskot og málfæri...

Niðurlag

... og heilögum anda, so sem hún var að upphafi er enn nú og vera mun um allar aldir alda. Amen.

Notaskrá

Kom út á prenti, Fimmtíu píslarhugvekjur árið 1833 í Kaupmannahöfn.

Athugasemd

Á fremra saurblaði stendur: Glg. Oddsen 1825.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 119 + i (200 mm x 155 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunalegar blaðamerkingar í efra horni beggja síðna, 1-238, sums staðar ógreinilega og fremst og aftast líklega horfin vegna slits. Ath. blaðmerkingar eru ekki í réttri röð, 11-22 (7r-12v).
  • Handritið hefur verið síðar blaðsíðumerkt með blýanti á neðri spássíu, 1-119. Ath. blaðmerkingar eru ekki í réttri röð, 6-11, (7r-12v).

Kveraskipan

Ellefu kver:

  • Kver I: 1 stakt blað og 8 tvinn (fremra saurblað, 1r-17v)
  • Kver II: 3 tvinn (18r-23v)
  • Kver III: 6 tvinn (24r-35v)
  • Kver IV: 6 tvinn (36r-47v)
  • Kver V: 5 tvinn (48r-57v)
  • Kver VI: 6 tvinn (59r-70v)
  • Kver VII: 6 tvinn (71r-82v)
  • Kver VIII: 5 tvinn (83r-92v)
  • Kver IX: 6 tvinn (93r-104v)
  • Kver X: 6 tvinn (105r-116v)
  • Kver XI: 1 stakt blað og 1 tvinn (117r-119v, aftara saurblað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 140 +/- 1 mm x 175 +/- 1 mm
  • Línufjöldi 30-40.
  • Leturflötur er afmarkaður.
  • Griporð.

Ástand

  • Handritið er heilt, en slitið, sérstaklega fremst og aftast, sbr. bl. 1r-4v, og 118r-119v.
  • Blettótt, en skerðir ekki texta, t.d. bl. 35r, 55r og 75r.
  • Texti sést í gegn, t.d. 1v.
  • Bls. 11-22 (eldri blaðmerking) eru ekki í réttri röð eða bl. 6v-12v. Þau ættu að vera: bl. 8r, 8v, 9r, 9v, 12r, 12v, 7r, 7v, 10r, 10v, 11r og 11v.
  • Efri spássíur er skertar vegna afskurðar, sbr. bl. 24r-26r og á fleiri stöðum.

Skrifarar og skrift

Með hendi síra Vigfúsar Jónssonar, fljótaskrift með kansellíbrotaskrift á titilsíðu og fyrstu fyrirsögn á bl. 2r.

Skreytingar

Skreytt titilsíða, bl. 1r.

Fyrirsögn flúruð, bl. 2r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Ítarlegar neðanmálsgreinar og viðbætur við texta, sbr. bl. 25r og 74r.
  • Minni merkingar á spássíum, sbr. bl. 6r, 10r og 15r.

Band

Handritið er í öskju, bundið í brúnan pappír.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. Saml. | 85 k, 4° | Vigfus Jonsson | 1 bind.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett á síðari hluta 18. aldar í Kristians Kålunds, Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte , nr. 456.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupamannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði handritið rafrænt og aðlagaði kóðann samkvæmt TEI P5 28. september 2023.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket , bls. 165.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn