„Tíðs fordríf eður Lítil annálskver. Sitt af hverju til sýnis viljann að birta til samans teiknað af mér Jóni Guðmundssyni ætatis. 70. anno domini 1644.“
Þetta er að hluta eftirrit af AM 727 II 4to sem talið er hafa verið skrifað af Jóni Guðmundssyni, lærða, árið 1644.
„Virðulegum heiðurs herra meistara Brynjólfi Sveinssyni, biskupi að Skálholti, óskar sá aumi stafkarl Jón Guðmundsson guðs náðar og friðar með allri stundlegri og eilífri, andlegri og líkamlegri blessan með einu lukkusamlegu fagnaðar ári og æfidögum fyrir Jesú Kristum. Amen.“
„... Garð, Snjólf, Bárð, Hrólf, Varða.“
Blaðsíðutöl eru skrifuð með bleki á efri spássíu, líklega af skrifara handrits, 1 - 74.
Fimm kver:
Handritið er heillegt og vel með farið, gulnað á blaðjöðrum.
Óþekktur skrifari, ein hönd, fljótaskrift með kansellíbrotaskrift í undirfyrirsögnum.
Pappaspjald með rauðum pappír límdum yfir.
Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: „Haandskr. Afd. | Ny kgl. | saml. | 90 g | fol.“, liggur laus í öskjunni.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritnu 21. ágúst 1986.
AM skráði handritið rafrænt 27. apríl 2023.
BS aðlagaði kóðann samkvæmt TEI P5 2. maí 2023.
MJG uppfærði upplýsingar 8. september 2023.
Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket , bls. 87.