Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 94

Matteusarguðspjall 27, 1350

Athugasemd
Brot. Fyrri safnmörk eru Lbs 1224 4to og Lbs fragm. Add. 12.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-2v )
Matteusarguðspjall
1.1 (1r)
Matteusarguðspjall 27:15-25?, o.sfrv.
Upphaf

... per diem(?) ...

Athugasemd

Blaðið er mjög máð og letur illæsilegt

Efnisorð
1.2 (1v)
Matteusarguðspjall 27:25-27:35
Upphaf

... super nos ...

Niðurlag

... prophetam dicentem [...] super ves ...

Efnisorð
1.3 (2r)
... Matteusarguðspjall 27:37-27:48, o.s.frv.
Upphaf

... posuerunt super [...] eius causam ips[ius] ...

Niðurlag

... Et continuo currens unus ex ...

Efnisorð
1.4 (2v)
Líklega Matteusarguðspjall
Athugasemd

Blaðið er mjög máð og illlæsilegt. Líklega áframhald af Matteusarguðspjalli 27?

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð (Tvinn). (255-265 mm x 190-192 mm. Upphafleg hæð var líklega um 290mm).
Umbrot

Tvídálka. 26 línur í hverjum dálki.

Leturflötur er 212 mm x 60 mm.

Ástand
Illa farið, skert og götótt. Hefur verið haft í band og bl. 1r og bl. 2v hafa staðið út. Þau eru mjög dökk og máð og illlæsileg. Efri og neðri jaðrar beggja blaða eru tættir og skertir. Efri hluta lesmáls á bl. 2 vantar þar sem blaðið er skert. Skrift á bl. 1v og bl. 2r er að mestu skýr; nokkuð máð á bl. 2r. Rauðar blekklessur eru víða. För eftir saumgöt.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rautt dregið í suma upphafsstafi.

Rauðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Letur á bl. 2r hefur smitast á spássíu niðri þegar blaðið hefur verið brotið í band.

Spássíukrot lárétt á vinstri spássíu á bl. 2v, á íslensku. Einnig á spássíu niðri á sama blaði.

Fylgigögn
Blár fylgiseðill fylgir með með upplýsingum um uppruna blaðanna.

Uppruni og ferill

Uppruni
Úr messubók frá um 1350. Skv. upplýsingum á fylgiseðli var það í bandi á dómasyrpu Jóns Hákonarsonará Vatnshorni sem fengið var 1894 frá Hannesi Þorsteinssyni, úr safni Jóns Péturssonar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 17. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn