Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 92

Missale, 1400-1499

Athugasemd
Brot. Fyrri safnmörk eru Lbs 1960 8vo og Lbs fragm. add. 10. Sunnudagar 21 og 22 eftir hvítasunnu.
Tungumál textans
latína (aðal); íslenska

Innihald

1 ( 1r-1v )
Messusöngur
1.1 (1r)
Messusöngur
Athugasemd

Texti er nær ólæsilegur

1.2 (1v)
Messusöngur
Upphaf

... [Si] iniquitates observaveris domine domin[e] ...

Niðurlag

... anima mea dominum laudabo ...

Athugasemd

Si iniquitates (De profundis) (Davíðssálmur 129/130), o.fl.

2 (1r-1v)
Guðfræðitexti
Upphaf

Guð ...

Niðurlag

Ísrael gleður

Athugasemd

Lesmál á íslensku, virðist í fljótu bragði vera e.k. biblíutexti. Efnislega tengdur latnesku nótunum? A.m.k. bregður „Ísrael“ fyrir í báðum textum.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (239 mm x 155 mm).
Umbrot

Eindálka. Mismargar línur á hverju blaði, 10 línur af nótum á bl. 1r og 5 á bl. 1v.

Íslenski textinn hefst á bl. 1r, þar eru 4 línur. Síðan heldur hann áfram á bl. 1v, í 17 línur. Þar af er næstneðsta línan rauðrituð.

Leturflötur í heild er 195 mm x 124 mm.

Ástand
Haft í band. Nokkuð illa farið. Bl. 1r er mjög dökkt og skítugt. Stór hluti þess er af þeim sökum ólæsilegur. Á blaðinu eru nokkur göt sem gert hefur verið við með ljósu efni(ljósara skinni?) og e.k. gegnsærri himnu. Á því eru einnig för eftir saumgöt og smærri göt sem ekki hefur verið gert við.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rauður upphafsstafur.

Rauðar fyrirsagnir.

Svartir nótnastrengir.

Nótur
Nótur fyrir ofan latneska textann.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 15. aldar.
Ferill
Jón Þorkelsson fékk handritið 1916.
Aðföng
Lbs 1956-1960 8vo, keypt 1915 af dr. Jóni Þorkelssyni .

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 13. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn