Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 91

Breviarium, 1300-1499

Athugasemd
Brot. Fyrri safnmörk eru ÍB 700 8vo og Lbs fragm. add. 9. Dca II quadragesimae.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-2v )
Breviarium
Athugasemd

Blaðið er bundið inn í öfugri röð, bl. 2r kemur fyrst, þá 2v og síðan bl. 1r og bl. 1v.

1.1 (1r)
Tíðagjörð
Upphaf

... anima mea ...

Niðurlag

... Laudem tuam. M...

Athugasemd

Vidi dominum facie (lok), Et dixit nequaquam, Domine labia mea, Dextera domini (sést einungis í nótur)

1.2 (1v)
Homilia XIX:1-2
Upphaf

... [h]umilitatem. Cuius magis ...

Niðurlag

... Miserere mei domine [...] [d]avid. Cum (?)... iacob et ...

Athugasemd

Nótur og texti við Oravit iacob et dixit

1.3 (2r)
Homilia XIX:2
Upphaf

... filium david appellat p[atet] profecto quia verum ...

Niðurlag

... divina ambiguam ostendit: cuiu(?) ...

1.4 (2v)
Homilia XIX:2 frh.
Upphaf

... dem loco. Benedicens ...

Niðurlag

... videbatur a domino: eo arde[ntius]...

Athugasemd

Dixit angelus ad Jacob (byrjar ekki á byrjun), Benedicens, o.fl.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
2 blöð (152 mm x 99 mm).
Umbrot

Eindálka. Mismargar línur á hverju blaði, 6-16.

Leturflötur er 137 mm x 85 mm.

Ástand
Skorið neðan af og af ytri jaðri. Bl. 1 er töluvert skertur svo hluta lesmáls vantar. Tvinnið er nokkuð dökkt og skítugt og aðeins krumpað. Drættir dregnir fyrir línuskiptingu sjást enn.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Rauður upphafsstafur. Rautt dregið í aðra upphafsstafi.

Svartir nótnastrengir.

Nótur
Nótur fyrir ofan sumar línur.
Fylgigögn
Með fylgir umslag þar sem á stendur ÍB 700 8vo og „Tvö skinnblöð“.

Uppruni og ferill

Uppruni
Brotin eru tímasett til 14. aldar eða jafnvel þeirrar 15. Kom til Landsbókasafns í bandi ÍB 700 8vo sem er frá um 1800. Það var keypt árið 1901 þegar Landsbókasafn keypti handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 13. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn