Skráningarfærsla handrits

Lbs fragm 87

Missale, 1100-1199

Athugasemdir
Brot. Sjöundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Fyrri safnmörk er LBS 4209 8vo og Lbs fragm add. 5.
Tungumál textans
latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Missale
1.1 (1r)
Hebreabréfið 13:2-13:7, o.fl.
Athugasemd

Sjöundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð: In Omnes gentes. (upph.) In Ps Subjecit populos Gr Convertere domine GrV Domine refugium Alleluia AlV Omnes gentes. (upph.), Sjöundi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð (áfrh.): Of Sicut in holocaustum Co Inclina aurem tuam

Efnisorð
1.2 (1v)
Matteusarguðspjall 12:3-12:7, o.fl.
Upphaf

... quando e[su]riit et qui cum eo erant ...

Niðurlag

... Et ... eos ...

Athugasemd

Með smærra letri eru eftirfarandi: Omnes gentes, Subiecit populos nobis, Convertere domine

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (184 mm x 149 mm).
Umbrot

Eindálka. 26 línur á hvorri síðu.

Leturflötur er 177-179 mm x 131 mm.

Ástand
Brotið virðist mjög viðkvæmt. Þunnt og skert á öllum jöðrum nema hluta af vinstri spássíu. Lesmál er skert niðri og hægra megin á bl. 1r og vinstra megin á bl. 1v. Á blaðinu eru einnig nokkur göt. Bl. 1r er dökkt og máð. Sumar línur eru skrifaðar með smærra letri.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Upphafsstafir sem virðast mögulega hafa verið rauðir, en hafa dökknað.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á bl. 1r á vinstri spássíu hefur verið ritað nafnið „Grímur G.“.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 12. aldar. Var skinnband utan um Lbs 4209 8vo
Aðföng
sem Landsbókasafn keypti 15. apríl 1978 á uppboði Klausturhóla.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 13. ágúst 2021.

Lýsigögn
×

Lýsigögn