Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs fragm 23

Missale de tempore ; Ísland, 1400-1499

Tungumál textans
latína

Innihald

Missale de tempore
Athugasemd

Missale (de tempore). Blað 1: Úr messu á feria VI post dom. III Quadragesimæ; blað 2: Feria III post dom. IV Quadragesimæ, blað 3: Feria VI in parasceue (úr guðspjalli); blað 4: Feria VI in parasceue (orationes og víxlsöngur); blað 5: Sabbato quatuor temporum Septembris; blað 6: Dom. XIX post Pentecosten (niðurlag), dom. XX post Pentecosten (upphaf).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
6 blöð sundurlaus og ósamstæð úr sama handriti (340 mm x 240 mm).
Umbrot

Lesmál tvídálkað.

29 línur á blaðsíðu.

Ástand
Ofan af blaði 1 eru skornar 10 línur af texta; bl. 3 og 5 eru sköðuð á jöðrum og lesmál lítið eitt skert á innri spássíu. Öll blöðin hafa verið höfð í bókband og eru víða máð; blað 3v að mestu ólesandi. Á blaði 6r stendur efst til vinstri blaðtalan ccxlix.
Skreytingar

Rauðar fyrirsagnir.

Rauðir og bláir upphafsstafir.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 15. öld.
Ferill

Blöð 5-6 voru utan um máldagabók Þorláks biskups Skúlasonar og Gísla biskups Þorlákssonar 1631-83 (í uppskrift frá 1684). Öll blöðin komin úr Landsskjalasafni; blöð 5-6 afhent Landsbókasafni 24.7.1902.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Wolfgang Hesse skráði fyrir myndatöku, 24. september 2014.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku október 2014.

Myndað í október 2014.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2014.

Lýsigögn
×

Lýsigögn