Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs fragm 14

Kveisusæringar ; Ísland, 1590-1610

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1r-1v)
Kveisusæringar
Notaskrá

Textinn er prentaður í : Árbók Fornleifafélagsins 1951-1952, bls. 85-88.

Athugasemd

Lesmál þvert yfir ræmuna beggja megin.

Yfir upphafi textans 9 cm autt bil.

Kveisublaðið er líklega hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi. Blaðið er skinnlengja með lesningu eða bæn gegn kveisu eða gigt og er talið að slík bænablöð hafi verið nokkuð algeng á sínum tíma, en þau voru gerð upptæk eða brennd í galdraofsóknunum á 17. öld. Lengjan var notuð sem verndargripur og var oftast bundin utan um sjúklinginn. Þetta blað varðveittist í Biskupsskjalasafni og leyndist þar innan um fornbréf Hólastóls á skinni. Blaðið er líklega frá um 1600. Fyrstu orðin á íslensku eru þessi: „Í nafni föður, [sonar] og anda heilags særi ég af þeim [...] Guðs [...] á sér allar kveisu meinsemdir. Ég særi hér allt hið vonda til að flýja, að dofna, að dvína, ég mana, ég særi, ég deyfi, ég stefni öllum vondum hlutum hvort þeir eru úr jörðu eða af lofti úr skýjum eður af dufti jarðar eður álfa eður ofan [...] eður af hverjum djöfuls díkjum sem til kunna að koma ...“

Kveisublaðið [the Colic leaf] is probably the only one of its kind to have been preserved in Iceland. The leaf is a vellum strip with a text or a prayer against colic or arthritis. This kind of prayer leaves are considered to have been fairly common, but they were confiscated in the witch hunt in the 17th century. The strip was used as an amulet and was most often tied around the patient. This leaf was preserved in episcopal archives and is believed to have been written around 1600. The text on the leave is both in Latin and Icelandic.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (584 mm x 108 mm).
Ástand
  • Göt á tveimur stöðum.
  • Letrið víða máð og sumstaðar ólesandi.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1600.
Ferill

Ræman er úr fornbréfasafni Hólastóls á skinni og kom með því á Landsskjalasafnið (fasc. VI. nr. 2).

Afhent Landsbókasafni Íslands 24. júlí 1902.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði 21. júlí 2014

Notaskrá

Höfundur: Magnús Már Lárusson
Titill: Árbók hins íslenzka fornleifafélags, Eitt gamalt kveisublað
Umfang: s. 81-90
Lýsigögn
×

Lýsigögn